Við bjóðum upp á

Íþróttameðferð

Hvernig æfir maður á afreksstigi?

Við aðstoðum íþróttafólk

Sem íþróttamaður, til að vera bestur, þarft þú að hafa sem besta virkni í líkamanum. Líkaminn er undir mikilli þjálfun og miklu álagi á hverjum degi. Til að forðast meiðsli verður að skapa bestu aðstæðurnar til að geta hreyft sig frjálslega. Við leggjum áherslu á gott líkamsástand og lífsstíl, sem og endurheimt eftir æfingar. Aðferðafræði okkar sameinar alla þætti í heildræna áætlun sem ekki aðeins meðhöndlar meiðsli, heldur kemur einnig í veg fyrir þau. Auk meðferðar og forvarna fyrir meiðsli sérhæfum við okkur einnig í íþróttaframmistöðu.

Aðferð okkar gagnvart íþróttafólki

Við sjáum líkamann sem eina heild. Hvernig virkar jafnvægiskerfið þitt? Hversu áhrifarík er samvinna þess og sjónarinnar og stöðuskynjunarkerfisins (skynjun í liðum og vöðvum)?

Þetta getur haft mikil áhrif á nákvæmni og hraða líkamshreyfinga, sem og nákvæmni við að hitta í skotmark. Þar að auki getur samheldni milli þessara kerfa stuðlað að því að koma í veg fyrir meiðsli.

Við vinnum með fjölbreyttum hópi íþróttafólks, þar á meðal sumu af besta crossfit-íþróttafólki heims, atvinnufólki í fótbolta og handbolta, bardagaíþróttafólki, langhlaupurum, hjólreiðafólki og fimleikafólki.

Íþróttameðferð

Hverju má búast við?

Við byrjum á ítarlegri greiningu á líkamsstarfsemi, styrkleika, veikleika og möguleikum á hagræðingu.

Við tökum tillit til meiðslasögu, fyrri reynslu líkamans og umhverfisins sem hann er í á núverandi stundu.

Meðferð okkar beinist að því að bæta virkni og hreyfigetu á svæðum sem eru takmörkuð, sem og að efla blóðflæði á svæðum sem þarfnast hagræðingar.

Aðferðir okkar spanna allt frá meðferð á liðum og höfuðbeina- og spjaldhryggstækni til teygja á bandvef og vöðvameðferða.

Einstaklingsbundnar æfingar

Við hönnum einstaklingsbundna áætlun sem tryggir að það sé verið að vinna að markmiðum og ýta undir sjálfstæðari þjálfun.

Bati

Við metum svefn, mataræði og lífsstíl til að finna svið þar sem við getum bætt bataferlið og afköst líkamans.

Andlegur og tilfinningalegur skilningur

Þar sem við erum með reynslu úr íþróttum á efsta stigi skiljum við kröfurnar og áskoranirnar sem þær setja á manneskjuna á bak við íþróttamanninn.

Djúp líkamsvitund

Við leggjum áherslu á fræðslu sem hjálpar fólki að skilja eigin líkama. Það er okkur nauðsynlegt að geta afkóðað merki líkamans. Því dýpri innsýn í eigin líkamana, því afkastameiri getur frammistaða orðið.

Næsta stig – Hagnýt lækning (e. funktional medicine)

Sem atvinnuíþróttafólk eða líkamsræktarfólk gefum við einstakt tækifæri til að kafa djúpt í eigin lífeðlisfræði, erfðaefni og lífefnafræði. Við bjóðum upp á hagnýtar lækningar (e. functional medicine) og líkamspróf sem hluta af starfi okkar.

Með því að nota háþróaðan prófunarbúnað okkar, sem hefur verið þróaður í nánu samstarfi við nokkra af þekktustu rannsóknarstofum heims, er hægt að fá ítarlega innsýn í starfsemi eigin líkama.

Upp úr þessu koma verðmætar upplýsingar sem hægt er að nota til að sérsníða þjálfun og mataræði að einstaklingsbundnum þörfum. Ítarlegur skilningur á þessum þáttum getur dregið verulega úr hættu á meiðslum. Það er vert að hafa í huga að meiðsli eru oft helsta hindrunin sem kemur í veg fyrir að íþróttafólk nái markmiðum sínum. Með okkar hjálp er hægt að verða enn færari í að sjá fyrir og koma í veg fyrir þessar áhættur.

Efins um hvort við getum aðstoðað?

Hægt er að bóka 15 mínútna óskuldbindandi samtal.

Bóka ókeypis skimun

Deildin næst þér

Íþróttameðferð Íþróttameðferð
Reykjavík
Læs mere

Meðlimur Danskra Osteópata

Osteonordic er meðlimur Danskra Osteópata. Þetta tryggir að skjólstæðingar okkar fái gæða osteópatíumeðferð. Osteópatar D.O. M.R.O.DK.

danske osteopater
Íþróttameðferð

Hafðu samband við okkur í dag

Við erum alltaf tilbúin að hjálpa. Ef þú hefur einhverjar spurningar um Osteonordic, hvenær og hvar við opnum eða eitthvað allt annað – ekki hika við að hafa samband við okkur.