
Osteópatía á Íslandi
Stærsta Osteópatíustofa Evrópu
Nýji osteópatinn þinn á Íslandi - Opnun á Íslandi í 2025
Velkomin í Osteonordic
Upplifðu osteópatíumeðferð á heimsmælikvarða í hjarta Evrópu með Osteo Nordic. Okkar uppruni er í Danmörku, þar sem eru nú yfir 19 osteópatíustöðvar. Nú erum við að stækka við okkur og bjóða upp á okkar hágæða þjónustu á fleiri stöðum í Evrópu. Við hjá Osteo Nordic erum stolt af því að geta boðið upp á öfluga starfsemi og nýstárlega tækni okkar.
Við trúum því að góð heilsa sé ekki forréttindi heldur grundvallarréttindi.
Þess vegna erum við staðráðin í að veita persónulega og alhliða osteopatíska meðhöndlun sem hjálpar skjólstæðingum okkar að hreyfa sig, vinna og lifa sársaukalaust.
Vinsæl leitarorð

Iðraólga

Grindarverkir

Höfuðverkur eftir höfuðhögg (posttraumatic headache)

Hopparahné (Jumper’s knee)

Tíðaverkir

Hælspori

Hlauparahné (runner’s knee)

Legslímuflakk – Endómetríósa
Fannst þú ekki það sem þú varst að leita að?
Vilt þú taka þátt í ferðalaginu okkar?
Hægt er að sækja um í gegnum eyðublaðið neðst.
🇮🇸 Í fullri vinnu á Íslandi
Osteópati á Reykjarvíkursvæðinu
Þar sem Osteonordic, þekkta danska osteópatíu stofan, siglir í átt að stórkostlegu landslagi Íslands, vantar okkur einstaka osteópata til að hjálpa okkur með að breiða osteópatíu út á Íslandi.
🇮🇸 Í fullri vinnu á Íslandi
Ferðalagið okkar er rétt að byrja
19+
Stofur i Skandinavíu
130+
Osteópatar / Sjúkraþjálfarar
4.000+
Vikulegar meðferðir
500+
5-stjörnu umsagnir
Ferðalag okkar við útbreiðslu osteópatíu
Frá árinu 2014 hefur Aarhus Osteopati, núna Osteonordic, verið staðsett í Árósum. Þar tökum við á móti sjúklingum frá Árósum og nágrenni. Í apríl 2020 opnaði Osteonordic aðra stofu í Kaupmannahöfn.
Í gegnum árin höfum við fundið fyrir að eftirspurn og áhugi á osteópatíu hefur farið vaxandi í Kaupmannahöfn. Við vildum leggja okkar að mörkum með því að bjóða upp á það starf sem við höfðum verið að vinna á Jótlandi.
Við tökum á móti sjúklingum frá allri Kaupmannahöfn.
Árið 2021 opnuðum við aðra deild í Vejle. Sumarið 2021 opnuðum við enn aðra deild í Álaborg sem þjónar sjúklingum víðsvegar um Norður-Jótland. Síðar á árinu komu nýjar deildir í Herning og Esbjerg sem þjóna öllu Mið-Jótlandi. Sumarið 2022 komu svo önnur útibú í Næstved og Holstebro. Í október 2024 opnuðum við útibú númer 19 í Sønderborg. Núna erum við med stofur á landsvísu í Danmörku.
Á meðan við höldum áfram að auka umfang okkar og þjóna fleiri samfélögum, erum við spennt að tilkynna nýjustu þróun okkar: Við erum nú að setja stefnuna á Evrópu.
Þessi spennandi nýi áfangi markar mikilvægt skref í vegferð okkar til að dreifa osteópatíu og auka aðgengi að gæða heilbrigðisþjónustu um alla Evrópu.
Hvar sker osteópatían sig úr?
Stór hópur fólks þjáist af vanlíðan eða sársauka. Margir hafa reynt alls kyns meðferðir þar sem sumar þeirra hafa hjálpað en aðrar ekki.
Við hlúum að þessum hópi sem og mörgum öðrum sem þjást af meiðslum hér hjá Osteonordic.
Hér hjá Osteonordic erum við sérfræðingar í að takast á við vandamál í öllum kerfum líkamans (sem dæmi má nefna blóðrás, líffærakerfi, hormóna- og efnaskiptakerfi, geð, ósjálfráða taugakerfið og hin ýmsu taugakerfi sem við getum stjórnað).
Við skoðum ekki einungis stoðkerfið (vöðva, sinar og bandvef) eins og margir aðrir meðferðaraðilar.
Við erum að setja markið út fyrir danskar rætur okkar og horfa á stækkun út á við til Evrópu, þar sem við leitumst að því að endurskilgreina heilbrigðisþjónustu með því að bjóða upp á alhliða nálgun á meðferðum og endurhæfingu.
Sérfræðiþekking okkar er ekki bundin við landamæri Danmerkur; við erum alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að auka lífsgæði, stjórna flóknum heilbrigðismálum og bjóða upp á samþættar heilbrigðislausnir fyrir fólk um alla Evrópu.
Þverfaglegt starf milli stöðva
Á stöðvunum okkar leggjum við mikla áherslu á þverfaglegt starf. Við höfum meðal annars lærða osteópata, lækna, sjúkraþjálfara og cranio-sacral meðferðarfræðinga. Enn allir eru eða á leiðinni ad verða osteópatar. Þetta býr til gott samstarf og eykur gæði meðferða á sjúklingum okkar.
Það er alltaf hægt að finna meðferð sem hentar hverjum og einum. Sjúklingar geta verið vissir um að orsök vandans/verkja sé nánast alltaf fundin og meðhöndluð af hinum ýmsu meðferðaraðilum.
Markmið okkar hér á stöðinni er að útskýra hvers vegna líkaminn virkar ekki eins og hann ætti og hvað býr að baki verkjanna eða því sem er ekki að virka í líkamanum. Hér leggjum við mikla áherslu á samskipti við sjúklinga okkar, þannig að þeir séu hluti af meðferðarferlinu. Sambland af handvirkri sérfræðimeðferð, meðferðarþjálfun á eigin líkama og virkni er einstaklega áhrifaríkt í tengslum við að lina sársauka.
Leið okkar til Evrópu er hafin og við hlökkum til að deila þekkingu yfir landamærin. Alhliða, sjúklingamiðuð nálgun okkar verður ekki bara bundin við heilsustöðvar okkar. Við stefnum á að nýta fjölbreytta sérfræðiþekkingu okkar og þverfaglega nálgun til að efla heilbrigðisþjónustu og verkjameðferð utan Danmerkur.
Þetta á ekki einungis við um þekkingu sem við deilum með sjúklingum okkar heldur einnig til að stuðla að alþjóðlegu samstarfi og námi meðal meðferðaraðila. Við teljum að þetta auki gæði meðferða og stuðli enn frekar að betri upplifun.
Algengar spurningar
Við fáum margar spurningar um osteópatíu, val á meðferðaraðila eða praktískar spurningar um, meðal annars, bílastæði og fatnað. Við höfum því valið að helga einni síðu öllum þeim spurningum sem okkur hafa borist. Það er líka alltaf velkomið að hafa samband við okkur. Þú finnur allar spurningar á síðunni með því að smella hér að neðan. Einnig má sjá þar hvaða spurningar eru algengastar um þessar mundir.
Af hverju er osteópatía dýrara en sjúkraþjálfun?
Osteópatía er dýrari en sjúkraþjálfun víðast hvar í heiminum því sem osteópati ertu nú þegar með sjúkraþjálfun og og þar með lengri menntun.
Er osteópatía sársaukafull?
Í grundvallaratriðum nei. Sem osteópati hefur þú nokkur hundruð meðferðaraðferðir til að leysa vandamálið og þess vegna þarf meðferðin ekki að vera sársaukafull. Hins vegar getur meðferð beint á sársaukafullri byggingu oft orðið sársaukafull.
Hvað er osteópatía?
Osteopatía er handvirkt form læknismeðferðar, þ.e. Að verkfæri okkar séu aðeins þekking okkar og hendur. Osteópati skoðar og meðhöndlar öll líkamskerfi okkar – bein, vöðva, taugar, eitlar, líffæri og æðar, því lítur osteópatía á líkamann sem eina heild. Tilgangur osteópatíu er að endurheimta jafnvægi í og á milli kerfanna, sem hjálpar til við að örva og létta líkamann til að endurheimta eðlilega virkni og lækna sjálfan sig.
Hver er munurinn á osteópatíu og annarri meðferð eins og sjúkraþjálfun?
Í Danmörku og á Íslandi hefur osteópati sjúkraþjálfaranám fyrirfram. Hins vegar kemur fjöldi meðferðaraðila okkar einnig með annan bakgrunn í farangri sínum, svo sem læknir og kírópraktor. Grundvallarmunurinn á osteópatíu og sjúkraþjálfun er sá að osteopatía er almennt heildrænni og osteópati meðhöndlar líkamskerfi eins og blóðrásina, líffærakerfið, öll taugakerfi, hormónakerfið o.fl. sem sjúkraþjálfarinn gerir ekki.