Starf sem osteópati

Ævintýri

Verður þú nýi osteópatinn okkar?

Vilt þú starfa sem osteópati?

Hjá Osteonordic erum við ekki einungis að bæta við heilsustöðvum, heldur einnig bæta heilsu. Með 19 heilsustöðvar og 125 sérfræðinga erum við nú að stækka við okkur í Reykjavík. Við erum þess vegna að leita að ástríðufullum osteópötum til að slást í hópinn með okkur.

Hvort sem þú ert nýútskrifað/uð/aður eða með margra ára reynslu, þá er þetta einstakt tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á ört vaxandi markaði með sterka faglega viðurkenningu. Vilt þú vera hluti af alþjóðlegu, styðjandi teymi þar sem samvinna, þekkingarmiðlun og persónulegur vöxtur eru hluti af daglegu lífi?

Viktor Steinn Bonometti
Viktor Steinn Bonometti

Osteópati með mastersgráðu

Við ráðum osteópata fyrir nýju heilsustöðina okkar á Íslandi!

Ert þú ástríðufull(ur/t) fyrir osteópatíu og að leita að spennandi tækifæri til að vera hluti af einhverju byltingarkenndu?
Við hjá Osteonordic erum að stækka við okkur á Íslandi og erum í leit að metnaðarfullum osteópötum fyrir nýju deildina okkar í Reykjavík.

Hver erum við?

Við erum stórt faglegt og félagslegt samfélag osteópata, með starfsemi í Danmörku sem spannar 19 heilsustöðvar og 125 sérfræðinga í fullu starfi. Framtíðarsýn okkar er að efla fagið og lyfta hvort öðru upp með þekkingarmiðlun milli stöðva og markvissri innri fræðslu. Við leggjum áherslu á faglegt frelsi og bjóðum upp á afar hagstæða leiguskilmála fyrir okkar sérfræðinga.

Undanfarna sex mánuði höfum við unnið markvisst að kynningu osteópatíu á Íslandi og í samstarfi við ESO komið af stað menntun í faginu í landinu. Vegna aukinnar eftirspurnar eftir osteópatíumeðferð opnum við nú okkar fyrstu stöð í Reykjavík.

Af hverju Ísland?

  • Vaxandi eftirspurn eftir osteópatíu – Einstakt tækifæri til að vera frumkvöðull á nýjum markaði.
  • Alþjóðlegt umhverfi – Reykjavík er lifandi borg með stórt alþjóðlegt samfélag, þar sem enskumælandi sérfræðingar eru mjög velkomnir.
  • Hágæða lífsskilyrði – Ísland státar af sterkri efnahagsstöðu, hreinu umhverfi, stórbrotinni náttúru og framúrskarandi lífsgæðum.
  • Fagleg viðurkenning – Osteópatía er þegar viðurkennd heilbrigðisstétt á Íslandi.

Hverjum leitum við að?

Við leitum að osteópötum sem deila gildum okkar og framtíðarsýn fyrir fagið, einstaklingum sem vilja verða hluti af öflugu neti og hjálpa til við að festa osteópatíu í sessi á Íslandi. Með því að ganga til liðs við okkur verður þú hluti af brautryðjandi teymi sem vinnur að því að móta framtíð fagsins í landinu.

Starf sem osteópati

Hafðu samband við okkur í dag

Við erum alltaf tilbúin að hjálpa. Ef þú hefur einhverjar spurningar um Osteonordic, hvenær og hvar við opnum eða eitthvað allt annað – ekki hika við að hafa samband við okkur.