Við meðhöndlum
Iðraólgu
Meira um iðraólgu (e. Irritable Bowel Syndrome, IBS, ristilkrampi) á þessari undirsíðu.
Iðraólga
Iðraólga eða iðrabólguheilkenni (e. Irritable Bowel Syndrome, IBS) er tæknilega séð ekki sjúkdómur, heldur hugtak yfir fjölda algengra einkenna frá neðri hluta meltingarvegar eins og kviðverki, uppþembu og víxlandi hægðamynstur. Allt að 20 prósent fólks verða fyrir áhrifum iðraólgu, en nákvæm orsök hennar er enn óþekkt.
Einkenni iðraólgu
Það eru mörg einkenni sem geta bent til iðrabólgu;
Kviðverkur, krampar, ógleði, óreglulegar hægðir, uppþemba, bakverkur, niðurgangur eða lausar hægðir, hægðatregða, magaóþægindi, vindgangur, bakflæði, fæðuóþol.
Hversu lengi varir iðraólga?
Iðraólga er heilkenni sem kemur fram yfir langan tíma með einkennum sem versna smám saman. Þar af leiðandi getur iðraólga varað í mörg ár, ef ekki áratugi.
Með réttri aðstoð frá osteopötum er hægt að hægja á og koma í veg fyrir áframhaldandi þróun iðraólgu.
Það krefst hins vegar viðleitni til að draga úr streitu, hugsa um svefn, hollt mataræði og hreyfingu o.s.frv.
Allt um iðraólgu og meltingarkerfið
Iðraólga hefur áhrif á andlega heilsu
Meltingarkerfið er stundum sagt vera annar heili líkamans. Meltingunni er almennt stjórnað af heilanum, en maginn hefur líka sitt eigið kerfi; Auerbach og Meissner. Við meltingu myndast serótónín sem er hamingjuhormón. Þetta hormón virkar einnig sem sem boðefni í heilanum.
Rannsóknir sýna að meltingavandamál geta haft áhrif á andlega heilsu.
Streita hefur áhrif á iðraólgu
Ósjálfráða taugakerfi líkamans, sem skiptist í það parasympatíska og sympatíska, stjórna almennt allri starfsemi líkamans sem við höfum ekki stjórn á, til dæmis meltingunni. Þegar parasympatíska kerfið er mjög virkt er lítil virkni í sympatíska. Við streitu hefur ósjálfráða taugakerfið virkjað sympatíska kerfið ákaflega, sem gerir það oft að verkum að starfsemi meltingarvegarins verður léleg.
Með tímanum mun streita eyðileggja fyrir heilbrigða magastarfsemi. Streita og kvíði geta í sumum tilfellum valdið niðurgangi og öðrum magakvillum.
Iðraólga hefur áhrif á streitu
Magakerfið getur einnig haft áhrif á ósjálfráða taugakerfið og valdið auknu streituástandi í líkamanum. Þegar meltingin virkar ekki er boðkerfið til og frá heilanum mjög virkt. Þetta getur valdið því það myndast spenna og streita í líkamanum.
Ógleði
Ógleði er eitt af mörgum einkennum iðraólgu.
Þegar fólk sem þjáist af iðraólgu borðar þarf meltingarkerfið að bæta upp fyrir fjölda þátta sem þarmakerfið getur ekki sinnt.
Oft er magasýran óregluleg, þarmaflóran léleg og/eða þarmahreyfingar daufar. Þess vegna verða önnur meltingarsvæði að vinna meira. Framleiðsla galls og ofvirkjun brissins eru til dæmis tvær aðferðir sem meltingarkerfið notar. Þetta leiðir til vítahrings þar sem ógleði, magakrampar, súrt bakflæði o.s.frv. getur átt sér stað.
Iðraólga og börn
Hver sem er getur þróað með sér iðraólgu, þar með talið börn. Einkenni iðrabólgu hjá börnum eru aðallega kviðverkir, hægðatregða og niðurgangur (NIDDK) Foreldrar ættu að huga að því hvort börn þeirra séu oft með svima, ógleði, litla matarlyst, uppþembu, hægðatregðu eða niðurgang.
Greining á iðraólgu
Iðraóglugreiningin er byggð á grundvelli fjölda einkenna (sjá hér að ofan) og um leið með útilokunaraðferð, þ.e. að hægt sé að útiloka alla aðra sjúkdóma. Þetta felur í sér skannanir, speglanir, blóðprufur osfrv.
Þreyta og iðraólga
Þreyta er vel þekkt einkenni hjá fólki sem þjáist af iðraólgu.
Erting í þörmum leiðir oft til breytts hægðamynsturs, þ.e. að hægðir eru oft í formi niðurgangs eða vatnsríkra hægða.
Þetta þýðir að innihald fæðu sem er neytt nær ekki alltaf að frásogast að fullu í smáþörmunum. Þetta veldur orkuleysi og þreytu.
Iðraólga getur haft áhrif á geðheilsuna
Geðheilsa og iðraólga
Meltingarkerfið er stjórnað af ósjálfráða taugakerfi líkamans, sem er jafnvægi á milli sympatíska taugakerfisins og parasympatíska taugakerfisins.
Þegar líkaminn verður fyrir sálrænum áhrifum af streitu, kvíða, ótta eða þess háttar mun sympatíska taugakerfi líkamans virkjast.
Þegar sympatíska taugakerfið er virkt er parasympatíska taugakerfið (meðal annars vagustaugin) tiltölulega lítið virkt sem þýðir að stjórn á meltingu er skert.
Hvers vegna fáum við iðraólgu?
Eins og fjallað hefur verið um hér að ofan geta ástæðurnar verið margar. Því eru samtal og skoðun mikilvæg til að skilja orsökina. Við sjáum oft verki í líffærum vegna truflunar í miðtaugakerfinu, streitu, hreyfingarleysis/kyrrsetu, vandamála í þarmaflórunni, trufluna í sjálfvirka taugakerfinu í þörmum, sýkinga og bólgusjúkdóma, mataræðis og sálrænna áfalla.
Iðraólga og mataræði
Greiningin iðraólga gefur yfirleitt til kynna að þarmarnir hafa orðið fyrir verulegum áhrifum sem gerir það oft að verkum að virkni þeirra fer dvínandi.
Stóran hluta ónæmiskerfisins er að finna í meltingarveginum. Í tilfelli iðraólgu þýðir það að þarmakerfið sé orðið veikara og geti þ.a.l. ekki fjarlægt bólgur á eins skilvirkan hátt.
Til er fjöldi matvæla sem eru almennt krefjandi fyrir meltinguna. Fólk sem þjáist af iðraólgu þolir yfirleitt ekki ákveðna fæðu. Dæmi um það eru meðal annars glúten, laktósi, sykur og sterkja.
Hægðir
Hægðamynstur geta verið mjög breytileg eftir tilfellum. Einkennismyndin getur sýnt bæði hægðatregðu og niðurgang. Hins vegar eru margir með ljósar eða gulleitar hægðir. Þetta er merki um ójafnvægi í stjórnun á seytingu galls, sem brýtur niður fitu og litar hægðirnar.
Verkir
Þyngdartab
Þrátt fyrir að mikið þyngdartap og iðraólga séu ekki oft tengd saman, getur iðraólga oft leitt til óþols fyrir mörgum tegundum matar, sem getur leitt til þyngdartaps. Hins vegar getur iðraólga ert og eyðilagt hluta eða jafnvel alla slímhúð í þörmunum sem getur verið viðvarandi í mörg ár. Slímhúðin í þörmunum, sérstaklega í smáþörmunum, tekur til sín næringarefni úr mat.
Ef slímhúðin virkar ekki geta þarmar ekki tekið upp næringarefni til að viðhalda líkamskerfum okkar. Þess vegna getur þyngdartap átt sér stað.
Þarmaflóran
Þarmaflóran gegnir mikilvægu hlutverki í tengslum við umhverfið í þörmunum. Þarmaflóran styður við niðurbrot fæðunnar og hjálpar slímhúðinni að taka upp næringarefni úr fæðunni. Þarmaflóran ásamt slímhúðinni er háð góðri virkni í vagustauginni (hluti af parasympatíska kerfinu).
Verkir í hálsi, tilfinningaleg vandamál og önnur meltingarvandamál sem og vandamál í höfði (hauskúpu) geta og munu líklega hafa áhrif á þarmaflóruna og slímhúðina.
Hvað hjálpar við iðraólgu?
Hægt er að minnka eða jafnvel koma í veg fyrir krampa eða verki í kviði með eftirfarandi ráðstöfunum:
- Volgt vatn blandað saman við smá sítrónu og teskeið af olíu 30 mínútum fyrir morgunmat.
- Glas af vatni 10 mínútum fyrir máltíð.
- Að tyggja hvern bita 10-15 sinnum.
- Gefa sér 20-40 mínútur til að borða matinn.
- Gefa sér 30 mín eftir máltíð til að melta matinn.
- Forðast (í einhvern tíma) matvæli sem valda uppþembu
- Forðast mikinn sykur og áfengi.
- Gera öndunaræfingar 2-3 sinnum á dag. Liggja kyrr og anda inn (5 sekúndur) og anda út (10 sekúndur) alls 15 sinnum
Lyf
Mikilvægt er að hafa í huga að lyf við iðraólgu eru eingöngu til meðhöndlunar á einkennum en ekki á orsökinni.
Hins vegar getur verið gagnlegt að vita hvaða lyf geta dregið úr einkennum.
- Lyf sem hindra krampa: Imogas, Ercoril
- Lyf sem stöðva niðurgang: Imodium, Asacol, Dipentum
- Lyf sem stuðla að þarmahreyfingu (við hægðatregðu): Emperal, Primparan
Góð æfing fyrir vandamálum i meltingarkerfinu
Nýjustu rannsóknir
Nýjar rannsóknir hjálpa til með skilning á greiningu á og meðferð við iðraólgu eða iðrabólguheilkenni (Irritable Bowel Syndrome, IBS).
IBS, sem er flókið meltingarfæraheilkenni án skýrra líkamlegra orsaka, krefst persónulegrar nálgunar við greiningu og meðferð. Rannsakendur leggja áherslu á mikilvægi þess að skilja hinar fjölmörgu hliðar IBS, þar á meðal mögulegar kveikjur þess eins og mataræði, streitu og jafnvægi örvera í þörmum. Meðferðir eru allt frá lífsstílsbreytingum til ákveðinna lyfja, með áherslu á þörfina fyrir sérsniðnum lausnum fyrir sjúklinga.
Mataræði
Mataræði gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnun iðruólgu. Mismunandi matvæli geta annað hvort dregið úr einkennum eða gert þau verri. Margir með IBS upplifa bata með því að fylgja FODMAP mataræði, sem takmarkar ákveðin kolvetni sem er erfitt að melta og geta kallað fram einkenni. Að auki getur trefjarík fæða hjálpað sumu fólki með því að koma jafvægi á hægðir, en aðrir gætu þurft að forðast grófar trefjar ef þær valda einkennum. Einstaklingsaðlögun mataræðis er aðalatriðið þar sem þol fyrir mismunandi fæðutegundum getur verið mjög mismunandi eftir einstaklingum.