Við meðhöndlum
Heilkenni munnsviða
Nánar um heilkenni munnsviða á þessari undirsíðu.
Hvað er heilkenni munnsviða?
Heilkenni munnsviða, þekkt á ensku sem burning mouth syndrome (BMS), er langvarandi eða endurtekið ástand sem veldur verkjum eða sviðatilfinningu í munni, oft lýst sem „brennandi munnur“. Oftast eru það konur á miðjum aldri sem fá heilkennið, án þess að þekkt orsök finnist.
Hjá sumum eru einkennin tilviljanakennd og geta komið og farið yfir daginn. Hjá öðrum eru þau væg á morgnana en versna eftir því sem líður á daginn, eða eru stöðug allan daginn. Í flestum tilfellum eru einkennin viðvarandi frá upphafi þeirra, en í sjaldgæfum tilvikum geta þau horfið af sjálfu sér.
Flýtileið [Sýna]
Einkenni munnsviða og brennandi tungu
Heilkenni munnsviða birtist oft sem svokallað „einkenna þríeyki“:
- Langvarandi verkir
- Breytt bragðskyn eða bragðtruflun (dysgeusia)
- Munnþurrkur (xerostomia)
Heilkenni munnsviða getur valdið fjölbreyttum einkennum. Algengast er að verkir eða sviðatilfinning sé í munni, en stundum koma einnig einkenni frá tungu. Ásamt þessu getur tannhold, gómur og varir verið viðkvæm.
Munnþurrkur er algengur, og hann getur haft áhrif á bragðskyn, sem getur orðið biturt eða málmkennt. Sumir einstaklingar með heilkennið lýsa tilfinningunni eins og að brenna sig í munninum.
Greining heilkennis munnsviða
Heilkenni munnsviða er útilokunargreining, þ.e. þegar engin prófsvör eða aðrar sjúkdóms- eða ástandsgreiningar geta útskýrt einkenni. Þar sem heilkennið er útlokunargreining er eitt af greiningarskilyrðunum að ekki sé hægt að finna neina tannlæknisfræðilega eða læknisfræðilega orsök fyrir einkennunum í slímhúð munnsins.
Orsakir heilkennis munnsviða
Það bendir til heilkennis munnsviða þegar ekki er hægt að greina aðrar orsakir að „brennandi munn“ og allar prófanir og rannsóknir eru eðlilegar. Hins vegar er heilkenni munnsviða líka í sumum tilfellum greint þegar undirliggjandi orsök liggur að baki einkennunum sem veldur brennandi tilfinningu í munni.
Mismunagreiningar við heilkenni munnsviða
Í ferlinu við greiningu heilkennis munnsviða er mikilvægt að útiloka aðrar sjúkdómsgreiningar sem gætu orsakað brennandi tilfinningu í munni. Algengustu mismunagreiningarnar eru:
- Munnþurrkur (xerostomia)
- Bakflæði magasýru til vélinda (GERD – gastroesophageal reflux)
- Aukaverkun lyfja
- Næringarskortur (vítamín/sölt)
- Sálfræðilegir þættir, t.d. kvíði
- Munnhreinsun og munnsjúkdómar; sveppasýking í munni (candida), sýking í tönnum eða tannholdi, tannholdsbólga
- Sjögrens heilkenni
- Sykursýki
Þá þarf einnig að hafa í huga aðrar þekktar sjúkdóms- eða ástandstengdar orsakir sem geta valdið brennandi tilfinningu í munni, til dæmis: herpes simplex veira, MS-sjúkdómur fibromyalgia, blóðleysi, langvarandi notkun tóbaks og taugaskemmdir (neuropathy).
Stress, kvíði og heilkenni munnsviða
Hluti af taugakerfi mannsins er viljastýrður (sjálfráður), á meðan restin af taugakerfinuer ósjálfrátt. Ósjálfráða taugakerfið skiptist í tvo hluta: sympatíska og parasympatíska taugkerfið.
Þar sem sjúklingar með heilkenni munnsviða upplifa oft munnþurrk (xerostomia), bendir það til þess að jafnvægið í ósjálfráða taugakerfinu sé rofið.
Stress eykur virkni sympatíska hluta ósjálfráða taugakerfisins og dregur þannig óbeint úr virkni parasympatíska hlutans. Sympatíska kerfið („fight or flight“ viðbragð, stress) hefur forgang hjá líkamanum.
Osteópatíumeðferð miðar að því að endurstilla jafnvægi ósjálfráða taugakerfisins. Með tækni sem beinist að höfuðkúpu má örva virkni parasympatíska taugakerfisins.
Það er þannig taugalíffræðileg tenging frá uppbyggingu í höfuðkúpunni til parasympatískrar virkni 7. heilataugar (n. facialis) og 9. heilataugar (n. glossopharyngeus), sem skipta miklu máli fyrir munnvatnsframleiðslu. Að sama skapi eru efri hlutar brjósthryggs og hálsins mikilvægir fyrir sympatísk áhrif sama svæðis.
Heilkenni munnsviða og kjálkaverkir
Sjúklingar með heilkenni munnsviða finna oft fyrir verkjum frá kjálkaliðunum og vöðvunum í kringum kjálka, háls, fremsta og efsta hluta hálsins og öxlum. Tengsl þessara einkenna og heilkennisins byggjast á tilgátum.
Osteópatía er þó árangursrík meðferð til að lina kjálkaverki og tengd vandamál.
Þetta er gert með því að skoða hvaða líffærafræðilegu byggingar hafa áhrif á kjálkaliðinn.
Óhefðbundin meðferð við heilkenni munnsviða
Aðrar meðferðarleiðir við heilkenninu eru meðal annars nálarstungur og hugræn atferlismeðferð. Í sumum löndum hefur einnig verið reynt að nota innrauða geislun á taugahnoð (ganglion).
Meðferð við heilkenni munnsviða
Þar sem heilkenni munnsviða (BMS) er ástand án þekktrar orsakar, upplifa sjúklingar oft að þeim sé vísað til ýmissa sérfræðinga án þess að fá árangursríka meðferð.
Læknisfræðileg meðferð beinist að undirliggjandi eða tengdum sjúkdómum, sem og að því að lina einkenni. Oft eru notuð lyf úr flokkum þunglyndislyfja, geðrofslyfja, lyfja við flogaveiki og verkjalyfja til að draga úr einkennum.
Osteópatíumeðferð við heilkenni munnsviða
Osteópatía er handvirk meðferðaraðferð sem vinnur með líkamanum án skurðaðgerða eða lyfja og getur verið gagnleg við meðferð einkenna heilkennis munnsviða.
Osteópatía getur þjónað sem valkostur gegn eða viðbót við hefðbundna læknismeðferð, sérstaklega þegar áhrif lyfjameðferðar eru takmörkuð eða þegar aukaverkanir koma fram.
Í grunninn er heilkenni munnsviða góðkynja ástand, en það getur þó haft veruleg áhrif á lífsgæði einstaklingsins.
Höfuðbeinaosteópati og heilkenni munnsviða
Rannsóknir benda til þess að undirliggjandi truflun í ósjálfráða taugakerfi munnholsins geti átt þátt í einkennunum, sem rekja má til skyntruflunar í fimmtu heilataug, þrenndartaugarinnar (n. trigeminus) .
Þetta styðst við einkenni eins og verki, breytt bragðskyn og munnþurrkur.
Rannsóknir benda einnig til þess að framleiðsla munnvatns geti minnkað vegna truflana á starfsemi sjöundu og níundu heilataugar (n. facialis (VII) og n. glossopharyngeus (IX)).
Höfuðbeinaosteópatía getur stuðlað að því að koma jafnvægi á taugastarfsemi, og með handvirkum aðferðum á og við höfuðbeinin er unnið með þá vefi sem geta haft áhrif á starfsemi heilatauganna.
Ég finn fyrir munnsviða. Hvað get ég sjálf(ur/t) gert?
- Drekka nóg af vökva til að lina sviðann í munninum. Einnig er hægt að vera með ísmola í munninum til að kæla svæðið.
- Forðast eða minnka inntöku súrra og ertandi drykkja, svo sem gosdrykkja, kaffis og appelsínusafa.
- Forðast áfengi, þar sem það getur ert slímhúð í munni og á tungu.
- Forðast sterkan og kryddaðan mat, þar með talið myntu og kanil.
- Forðast tóbak.
- Minnka streitu. Róandi hreyfing eins og jóga, núvitund eða önnur slökun getur hjálpað.
- Prófa milda tannkremstegund, ef sú sem þú notar nú veldur ertingu.
- Molar eða tyggjó geta hjálpað sumum, þar sem það getur örvað munnvatnsframleiðslu og heldurmunninum þannig rökum.
Algeng leitarorð
Kjálkaverkir og virkni kjálkaliða
Höfuðverkur
Bakverkir
Verkir í hnakka og hálsi
Brjósklos
Langvarandi sársauki
Beinþynning