Við meðhöndlum
Verki í ökklum og fótum
Meira um verki í fótum og ökklum á þessari undirsíðu
Verkir í ökklum og fótum
Ökklatognun, snúningur á ökkla, ofreynsla eða bólga í hásin, óstöðugur ökkli, metatarsalgía, hælspori, fóta- og ökklaverkir – flestir hafa glímt við eitt eða fleiri af þessum vandamálum einhvern tíma á ævinni. Meiðsli á fæti og ökkla eru mjög algeng. Meiðsli á liðböndum í ökkla eru u.þ.b. 20% allra íþróttameiðsla. Því eru kvillar sem tengjast ökklum og fótum verulega algengt vandamál.
Flýtileið [Vis]
Orsakir ökklameiðsla
Orsök ökklaáverka eru oftast bráð meiðsli, tognun eða áverkar á ökkla.
Ökklavandamál geta þá oft orðið að krónísku vandamáli (langvarandi verkjum) og leitt til fleiri tognanna eða annarra ökklaáverka.
Það eru nokkrir þættir sem geta haft áhrif á þetta viðvarandi vandamál
Meiðsli vegna ofreynslu
Ofreynsla vöðva í fæti eða sköflungi getur einnig átt sér stað í tengslum við ofþjálfun í íþróttum eins og hlaupum, fótbolta og handbolta. Þetta veldur oft beinhimnubólgu, hælspora eða sinabólgu.
Fætur og ökklaliður
Fóturinn samanstendur af 26 beinum, 33 liðum, yfir 100 liðböndum og miklum fjölda vöðva. Allt þetta gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar hreyfanleika, stöðugleika og aflbeitingu. Þessir 33 liðir veita sveigjanleika þannig að fóturinn geti lagað sig að mismunandi yfirborðum og minnkar um leið álagið á efri hluta beinagrindarinnar. Liðböndin sem halda fætinum saman gegna mikilvægu hlutverki í tengslum við aflbeitingu. Liðbönd og sinar innihalda mikið elastan sem er sterkt og getur tekið í sig orku þegar það er teygt. Þessi aðferð er notuð til að varðveita styrk, t.d. við hlaup.
Stöðugleiki í fótum og ökklum ræðst á því hversu vel vöðvar, sinar, liðir og taugakerfið geta unnið saman. Því fleiri vefir sem eru á ákveðnu svæði því minni stöðugleiki er til staðar.
Stöðu- og hreyfiskyn (proprioception)
Ökklaliðurinn er einn af þeim liðum líkamans sem krefst mikillar stöðu- og hreyfiskyns, þ.e. getu líkamans til að skynja í hvaða stöðu liðurinn er. Fóta- og ökklaliðir eru fyrstu liðirnir sem hafa snertingu við jörðu. Við göngu eða hlaup fær taugakerfið upplýsngar um staðsetningu fóta og liða og um leið er heilinn upplýstur um yfirborðið og ákveður svo hvernig vöðvar, bandvefur og aðrir liðir eiga að bregðast við.
Stöðu- og hreyfiskyni er stjórnað af miðtaugakerfinu, en það eru önnur mikilvæg svæði líkamans sem geta haft áhrif á það.
Hvernig hálsinn og kjálkaliðurinn tengjast fótverkjum
Höfuðkúpan, efri hálshryggjarliðirnir og kjálkaliðurinn hafa áhrif á u.þ.b. 30% af virkni stöðu- og hreyfiskyns líkamans. Höfuð, háls og kjálki eru efst í goggunarröð líkamans þar sem heilinn og taugakerfið stjórna ósjálfráða taugakerfinu sem heldur okkur á lífi. Líkamsstaðan þ.e. staða liða í líkamanum er stjórnað af stöðu höfuðsins þannig að höfðinu sjálfu er haldið beinu, og líkaminn fylgir eftir. Því geta vandamál eins og höfuðáverkar, hálsverkir og tannréttingar haft afleiðingar fyrir allan líkamann.
Hásinarbólga (Achilles tendinitis)
Hásinarbólgu má lýsa sem bólgu í einni eða fleiri sinum frá kálfavöðvum sem festast við hælbeinið.
Einkenni hásinarbólgu eru þykknun á sininni, stirðleiki á morgnana í sininni (sem lagast við áreynslu), verkir þegar byrjað er að hlaupa (sem lagast þegar sinin hitnar), eymsli við snertingu og hlýju og svitamyndun á svæðinu. Ef ástandið er langt gengið mun öll hreyfing á sininni valda auknum sársauka.
Orsakir hásinarbólgu eru oft kvillar í blóðstreymi til og frá fótlegg eða breytt lífeðlisfræðileg gildi í líkamanum eins og sýrustig í blóði.
Framristarsig
Framristarsig er heilkenni þar sem staðsetningin af einu eða fleiri beinum í framristinni hefur breyst frá hinni upprunalegri staðsetningu. Þetta veldur því oft að aflbeiting fótarins breytist þannig að vöðvar og sinar í fætinum verða auðveldar fyrir ofreynslu. Ef einstaklingur er með langvarandi áverka eða fleiri mismunandi kvilla á fæti gæti framristarsig verið möguleg orsök.
Orsakir framristarsigs geta verið truflun í hormónakerfinu (t.d. vegna fyrri þungunar eða ójafnvægi í efnaskiptum), endurteknar þungar lyftingar, gigt, minni styrkur í vöðvum í fæti og ójafnvægi í taugakerfi til fótarins.
Hælspori og iljarfellsbólga (fasciitis plantaris)
Hælspori og iljarfellsbólga eru bólguástönd í framrist, bandvef eða sinabreiðu undir fætinum. Einkenni beggja kvilla eru kröftugir verkir, sem linast oft þegar það er búið að hita upp fótinn. Önnur einkenni eru erfiðleikar við að styðja við fótinn, verkir við að stíga í fótinn og óþægindi undir fætinum í hvíld.
Orsakir geta verið röng líkamsstaða á fæti, framristarsig, ilsig, ofvirkni í taugakerfi vegna, meðal annars, bakvanda, settaugarbólgu, lélegt blóðflæði á svæðinu eða truflanir í ósjálfráða taugakerfinu.
Beinhimnubólga (shin splits)
Beinhimnubólga myndast vegna ertingar í vöðvum, sinum og/eða sinafestingum í sköflungi.
Beinhimnubólgur eru algeng íþróttameiðsli sem koma oftast fram í tengslum við hlaupaþjálfun. Einkenni eru stífleiki og verkur í kálfa og/eða sköflungi við álag. Athafnir sem fela í sér högg í gegnum fótinn (svo sem hlaup) munu oft gera einkenni verri. Þrýstingstilfinning og verkur í sköflungi verður oft viðvarandi eftir virkni.
Einkenni fóta- og ökklakvilla
Algengustu kvillarnir í fæti eða ökkla eru tognun í ökkla, bólga og/eða ofreynsla í hásin, framristarsig, hælspori, hælverkur, iljarfellsbólga, langvarandi óstöðugleiki í ökkla, sinus tarsi heilkenni, brjóskskemmdir í ökkla, álagsbrot, gigt (liðagigt, þvagsýrugigt, slitgigt, iktsýki), tarsal tunnel heilkenni, ökklastífleiki, tibialis posterior heilkenni, langvarandi ökkla- og fótakvillar, ökklaslag.
Osteópatísk nálgun á verki í ökkla/fæti
Greina þarf orsök ökklaverkja/fótverkja þar sem er nauðsynlegt að skoða t.d. álagið á ökklann (vöðvar, sinar, liðamót), blóðstreymi til og frá ökklanum og taugaboð til ökklans.
Öll tengsl sem hafa áhrif á ökklaliðinn ætti að meðhöndla þannig að skjót og varanleg áhrif sjáist.
Bóka tíma í dagÉg finn fyrir brjóstsviða, hvað get ég gert?
- Drekka nóg af vökva.
- Forðast eða lágmarka súra/baskíska drykki eins og kolsýrða drykki, kaffi og appelsínusafa.
- Forðast áfengi þar sem það getur ert slímhúð í munni og tungu.
- Forðast sterkan mat, ásamt myntu og kanil.
- Forðast notkun tóbaks.
- Draga úr mögulegri streitu – stunda „afslappandi“ hreyfingu, hugsanlega jóga, núvitund o.fl.
- Prófa milt tannkrem.
- Notkun á munnsogstöflum/brjóstsykur, tyggigúmmí eða þess háttar getur veitt léttir fyrir suma, þar sem munnurinn er vættur við notkun.