Við meðhöndlum

Hnéverki

Hægt er að læra meira um hnéverki hér.

Hnéverkur

Hnéverkir eru ein algengastu hlaupameiðslin og talið er að um 15% íslenskra hlaupara hafi einhvers konar hnémeiðsli á hverju ári. 25 – 30% fólks upplifir hnévandamál árlega. 80% allra skólabarna hafa verið með verki í hné en aðeins 15% leita til læknis. Meira um íþróttameiðsli hér.

Ivar Dagsson
Ivar Dagsson

Meðstofnandi, forstjóri Osteonordic, löggiltur osteópati og sjúkraþjálfari.

Flýtileið [Vis]

    Verkir í hné ástæður, einkenni og góð ráð

    Orsakir verkja í hné

    Verkir í og ​​við hné geta átt sér margar orsakir sem getur verið erfitt að komast að sjálfur. Það sem er ekki erfitt að átta sig á er hvar og hvenær verkirnir koma fram. Hér ert þú sérfræðingurinn. Það geta verið verkir á morgnana, við að ganga upp stiga, við hlaup eða aðrar æfingar, í hvíld eða á nóttunni. Óháð því hvar og hvenær þú finnur fyrir sársauka  getum við hjálpað þér. Margir prófa t.d. mismunandi teygjur, kulda, hita og nudd, en ef orsökin finnst ekki er þetta oftast bara skammtíma léttir á verkjunum.

    Hnéð verður fyrir áhrifum frá mismunandi stöðum og það er yfirleitt aldrei bara hnéð sjálft sem er vandamálið.

    Sásaukamynstrið segir okkur hvaða vandamál gæti átt við og afhverju það er ekki svörun frá þeim meðferðum sem þú hefur nú þegar prófað.

    Það eru margar tegundir hnémeiðsla, en algengustu eru hér að neðan:

     

    Hnéverkur framan á hné (patellofemoral verkjaheilkenni)

    Verkurinn er staðbundinn framan á hnénu, í kringum eða aftan við hnéskelina. Sársaukinn kemur oftast fram í löngum hlaupum, en hjá sumum geta verkirnir komið skyndilega.

    Orsakir verkja framarlega í hné eru oft vegna ranga stöðu í mjaðmagrind (skekkja í mjaðmagrind), bakverkja, vandmála í settaug, piriformis heilkennis og óstöðugleika í mjaðmagrind og hné.

    Hnéverkir

    Brjóskskemmdir (chondromalacia)

    Skemmdir geta orðið á brjóski á bakhlið hnéskeljarinnar, á lærleggsbeini eða á sköflungi. Þessi meiðsli eiga sér stað þegar hnéskelin færist vitlaust við hreyfingar í liðnum. Einkenni brjóskskemmda eru vökvasöfnun í hnénu, verkur bak við hnéskelina, hitatilfinning eða hreyfingarleysi í hnénu.

    Orsakir brjóskskemmda eru oft áverkar eða tengdar slysum á hné.

    Ert slímhúð (plica)

    Plica er hluti af fremra hylki hnéliðsins. Um er að ræða þunna slímhúð sem á að hylja liðvökvann í hnénu. Ofhleðsla á plica getur valdið því að hún verður ert og bólgin, sem að lokum þykkir hana. Verkur getur komið fram sem þrýstingur í kringum hnéskelina, stundum lýst sem stuði (líkt og þegar taug er rekin í). Lengri hlaup og hraðaæfingar (e. intervals) geta valdið bólgu og vökvasöfnun í hné.

    Orsakir plica-verkja er oft röng staða mjaðmagrindar (skökk mjaðmagrind), bakverkur, vandmál í settaug, piriformis heilkenni, þvagblöðruvandamál (þvagleki eða þrálát blöðrubólga) og óstöðugleiki í mjaðmagrind og hnjám.

    Hlauparahné (iliotibialis heilkenni).

    Með hlauparahné er átt við bólgu í festingu og/eða slímhúð löngu, breiðu sininni (tractus iliotibialis) sem liggur utan á læri niður í efri hluta sköflungs. Kvillinn veldur púlsandi/eltandi sársauka utan á hnénu, sem getur leitt í utanvert læri og neðri hluta fótleggs þegar hnéð er undir áreynslu. Þegar kvillinn þróast áfram koma einnig verkjaeinkenni fram daginn/dagana eftir hlaup. Meira um hlauparahné hér.

    Hnéverkir

    Hopparahné (infrapatellar tendinopathy)

    Frá hnéskelinni og niður í sköflunginn er sterk sin (hnésin eða patellasin). Þessi sin er mikilvæg fyrir kraftflutning við sprengihreyfingar, til dæmis við hraðaæfingar (e. intervals), stökk, spretthlaup eða brekkuhlaup. Ofreynsla á sininni getur leitt til bólgu. Einkennin eru verkir undir hnéskelinni sem kemur fram þegar það er álag á hnénu, til dæmis við göngu upp stiga, hopp eða þyngdarflutning á hnéð sjálft. Meira um hopparahné hér.

    Verkur í hné

    Sársauki er flókin tilfinning sem er afleiðing bæði líkamlegra og tilfinningalegra þátta. Sársauki er huglægur og mismunandi einstaklingar geta upplifað hann á mismunandi hátt. Styrkur sársauka getur verið háður m.a fyrri reynslu, streitu, tilfinningum, upplifun, ótta við hvernig hann muni þróast, félagslegum tengslum, áhrif meiðsla fyrir daglegt líf og lengd hans (bráður/langvinnur).

    Einkenni verksins getur gefið til kynna orsök hans.

    Sársauki frá húð, vöðvum og beinum getur verið stöðugur, stingandi, púlsandi og venjulega auðveldur að staðsetja. Sársauki frá líffærum getur verið dreifðari, dýpri og leitt til annarra svæða, t.d. öxl, bak eða fótlegg.

    ​Verkur í hné eftir hlaup

    Hnéverkir við upphitun fyrir hlaup eða eftir hlaup eru oft merki um bólgu. Verkurinn getur horfið þegar búið er að hita hnéliðinn upp, en þegar hnéð verður kalt aftur kemur verkurinn til baka. Þetta er afleiðing ofreynslu og bólgu. Sinarnar geta ekki lengur fylgt með álaginu, þar sem þær fá ekki næga hvíld til að jafna sig. Vöðvarnir fá gott blóðstreymi til sín en sinar eru ekki jafn vel staddar. Þetta þýðir að sinarnar eru fljótari að láta finna fyrir sér við ofreynslu. Vefir sem geta orðið fyrir ofreynslu og bólgu vegna hlaups geta verið vöðvar, sinar, slímsekkir (e.bursae), brjósk, liðbönd, fitupúðar (demparar í hnénu) og liðþófar.

    Hnéverkir

    Verkur í innanverðu hné

    Verkir í innanverðu hnénu geta verið vegna margra orsaka. Skarpur sársauki í innanverðu hné og tilhneiging til að læsast í hnénu getur bent til ertingar í innri hluta liðbrjósksins (meniscus). Annar staður sem getur valdið svipuðum einkennum er slímhúðarfelling hnésins – plica. Hún liggur nálægt lærleggnum og getur valdið verkjum í brjóskinu við ofreynslu.

    Í innri hluta hnésins er líka liðband (ligamentum mediale) sem er gefur stöðugleika hliðlægt í hnénu.

    Verkir í innanverðu hné geta einnig stafað af bólgu í slímsekkjum (bursa pes anserinus), sem dregur úr núningi frá vöðvum sem teygja sig yfir innri hluta hnésins. Hér eru þrír vöðvar með mismunandi virkni. Sartoriusvöðvinn liggur frá mjaðmakambinum og ská niður lærið þar og festir sig svo við innanvert hnéð. Gracilisvöðvinn er lengstur af adductor vöðvum lærisins og liggur frá lífbeini, niður innanvert læri og festir sig á sama stað við innanvert hnéð. Semitendinosusvöðvinn liggur miðlægt afan á læri, frá þjóbeininu í mjaðmagrindinni að innanverðu hnénu. Þrengsli eða máttleysi í þessum vöðvum getur valdið ertingu í slímhúðinni. Síðast en ekki síst getur verið leiðandi sársauki að innanverðu hnénu. Þetta getur stafað af ertingu í taug sem liggur niður innanvert lærið. Ástæðan gæti verið þrýstingur/klemma aftan frá eða einhvers staðar niður í gegnum nára.

    Þjálfun og endurhæfing á verkjum í hné

    Í myndbandinu hér að neðan má sjá æfingar fyrir t.d. hlauparahné, hopparahné, brjóskskemmdir (chondromalacia patellae) og ertingu í slímhúð (plica).

    Hnéverkir

    ​Hnéð sem lífeðlisfræðileg eining

    Ef við lítum aðeins meira á uppbyggingu hnésinsliðsins, þá er hann mjög hreyfanlegur. Þetta hefur bæði sína kosti og galla. Það gefur ótrúlegt hreyfifrelsi en á hinn bóginn er þetta líka liður sem á það til að bæta upp fyrir t.d. minni styrk eða hreyfigetu í mjöðm og ökkla. Flestir hafa líklega gert æfingar fyrir hné og mjöðm, en hugsa minna um að styrkja það sem er fyrir neðan hné. Hreyfanleiki, styrkur og stöðugleiki í ökkla og fæti skipta miklu máli fyrir hnéð. Fóturinn er fyrsti liðurinn sem tekur á sig högg þegar við göngum, hlaupum og hoppum. Á framhlið sköflungsins liggur tibialis anterior vöðvinn. Hann hefur það hlutverk að lyfta tánum upp þegar við göngum.

    Ef þessi vöðvi hefur ekki nægan styrk nær hann ekki að stjórna fætinum jafn vel á leiðinni niður á tábergið við göngu eða hlaup. Þetta mun leiða til aukins höggs sem mun reyna meira á hnéð.

    Hnéð bætir upp fyrir höggið sem tibialis anterior vöðvinn tekur ekki á sig. Sama á við um kálfann. Hann er líka mjög mikilvægur við höggdempun til að vernda hnéð. Því miður er kálfinn oft aðeins þjálfaður við strekkt hné, sem er ekki eina stellingin sem fótleggurinn er í þegar þarf að hægja á líkamanum eftir stökk. Eftir stökk lenda flestir með beygð hné, frekar en að lenda á strekktum hnám. Þess vegna á að þjálfa kálfavöðvann á mismundandi vegu til að aðlagast betur að þeim aðstæðum sem hann þarf að vinna í.

    Okkur hefur lengi verið sagt að hnén megi ekki fara út fyrir tærnar. Hér krefjast heilbrigð hné góða hreyfigetu í ökkla, svo góða hreyfigetu að hnén geta farið út fyrir tærnar. Léleg hreyfigeta í ökkla leiðir oft til þess að ilboginn fellur saman til að leyfa meiri hreyfingu í ökklanum. Þetta þýðir aftur á móti að, því miður, verður erfiðara að stjórna hnénu. Þegar ilboginn hrynur á sér stað snúningur inn á við í neðri hluta fótleggsins og lærlegg, sem leiðir til kiðfættu. Þjálfun á fæti og ilboga skiptir því miklu máli til að viðhalda stöðugleika hnésins.

    Verkir í hné geta komið frá öðrum stöðum í líkamanum

    Líkaminn hefur ótrúlega getu til að bæta upp fyrir veikleika. Það gerir hann ávalt og með mörgum mismunandi háttum. Einfaldlega séð getum við líkt þessu við fjárhagsáætlun. Líkaminn hefur 100 krónur til að jafna sig á, á hverjum degi. Segjum að mörkin fyrir það hvenær við upplifum sársauka séu 80 krónur. Þá eigum við bara 20 krónur eftir. Allur líkaminn með heila, hjarta, lungum, meltingarvegi, handleggjum og fótleggjum kostar 20 krónur í almennt viðhald. Þér finnst gaman að hlaupa á hverjum degi, svo það kostar þig 10 krónur aukalega. Svo þarf að vinna í garðinum, það kostar líka 10 krónur. Þú gætir verið svolítið upptekin/nn/ið í vinnunni, það kostar 10 krónur. Það er smá vesen með magann sem kostar 20 krónur. Um helgina ferðu í partý, færð þér nokkra bjóra. Það kostar 10 danskar krónur til viðbótar. Allt saman kostar þetta 80 krónur, nóg til að halda sér innan fjárhagsáætlunar og finna ekki fyrir neinum sársauka. Allt í einu er óvissa í vinnunni, eða kannski dauðsfall í nánustu fjölskyldu. Það kostar 20 krónur og nú ert þú komin/nn/ið yfir kostnaðaráætlun.

    Líkaminn mun alltaf forgangsraða heilanum og öðrum mikilvægum líffærum fyrst, þannig að nú hefur hann ekki efni á að sinna hnénu lengur og þú finnur allt í einu fyrir verkjum, þó þér finnist þú ekki hafa gert neitt öðruvísi.

    Sársauki er flókinn og á sér ekki alltaf einfalda skýringu. Hér getum við hjálpað þér að komast að því hvað líkaminn þinn er að bæta upp fyrir. Við getum kannski ekki aðstoðað við t.d. erfiða stöðu heima fyrir, en við getum aðstoðað við aðra hluti sem samanlagt gera það að verkum að fjárhagurinn verður bærilegri.

    Hnéverkir

    Verkur í hné á nóttunni

    Verkir á nóttunni, í hvíld eða stirðleiki þegar þú vaknar á morgnana eru venjulega merki um bólgu. Bólgur eru viðbrögð sem ónæmiskerfið setur af stað þegar frumur líkamans (bandvefur, liðbönd, brjósk o.fl.) skemmast. Líkaminn læknar og jafnar sig þegar hann hvílist. Hér er líkaminn rólegur og hann hefur orku til að gera við skemmdan vef. Líkaminn er fær um að lækna flest meiðsli. Þegar við æfum og hreyfum okkur, búum við stöðugt til öráverka í vefjum. Ef við erum heilbrigð, hress, vel starfandi og munum eftir að gefa líkamanum tíma til að hvíla, verður vefurinn sterkari og sterkari með tímanum. Ef líkaminn hefur ekki ákjósanleg skilyrði fyrir lækningu mun hann að lokum verða skaðaður. Algeng orsök ofálags er sú að við gefum líkamanum ekki nægan tíma til að lækna sig á milli æfinga.

    Líkaminn grær hægar og hægar með aldrinum, þannig að ef þú byrjar á gamla hlaupaprógrammi sem þú notaðir fyrir 10 árum, er því ekki víst að líkaminn geti haldið í við sama hraða.

    Auk tímaskorts til lækningar getur það ögrað líkamanum  ef blóðflæði til hnjánna er truflað.

    Það getur vel verið að taugar og blóðflæði truflist ofar í líkamanum, jafnvel þótt þú finnir ekki fyrir því. Taugin í framanverðu læri og hné kemur frá mjóbakinu og þarf að fara í gegnum marga vefi áður en hún kemst niður að hnénu. Sömuleiðis geta bæði slagæðar og bláæðar orðið fyrir áhrifum sem geriri það að verkum að framboð af súrefni minnkar eða fjarlægingu úrgangsefna frá hnénu verður óskilvirk. Truflanir á slagæðum og bláæðum geta stafað af meðal annars klemmu. Ástæður fyrir þessu geta verið vandamál í meltingarvegi, læsing í baki, stirðleiki í brjóstkassanum eða öndunarerfiðleikar. Til þess að líkaminn geti gróið og jafnað sig verður þarmakerfið að virka vel. Hluti af ónæmiskerfinu er staðsett í maga og þörmum. Þess vegna, ef meltingarvandamál eru til staðar, gæti líkaminn ekki haft orku til að jafna sig sem best annars staðar.

    Hnéverkur eftir hnéaðgerð

    Fyrsta sem hugað er að eftir aðgerð á hné er að fá bólguna til að minnka og byrja að fá smá hreyfingu í hnéð. Það er sérstaklega mikilvægt að endurheimta getu hnésins til að strekkja alveg úr sér. Eftir það kemur getan til að beygja hnéð hægt og rólega.

    Það getur verið mikill munur á því hversu mikil endurhæfing er í boði eftir aðgerðina. Sumum er fylgst grannt með og öðrum er kannski aðeins gefið blað með æfingum. Þetta fer auðvitað líka eftir því hvaða aðstæður hver og einn er að fara til baka í eftir aðgerðina. Það er mikilvægt að einbeita sér að því að koma hreyfingu á hnéð og byggja síðan upp styrkinn aftur. Sumir finna fyrir minna sjálfstrausti til að nota hnéð aftur, sem með tímanum getur leitt til stirðleika og minni styrks í hnénu. Heilbrigt hné er sveigjanlegt og sterkt, jafnvel í óvenjulegum stellingum. Heilbrigt hné krefst einnig góðrar tengingar frá heila til hnés. Þetta á við um tilfinninguna fyrir staðsetningu hnésins í tengslum við restina af líkamanum, sem og góða hæfni til að stjórna hnénu án þess að vera háð því að sjá hvernig það hreyfist.

    Hnéverkir

    ​Verkur í utanverðu hnénu

    Sársauki utarlega í hnénu getur átt sér mismunandi orsakir. Liðþófar, slímpoki og liðbönd geta valdið sama sársauka að utan og að innan (sjá „Verkur í innanverðu hné“). Utarlega er líka slímpoki sem dregur úr núningi frá stóru sininni sem við erum með á utanverðu lærinu. Sininni er haldið spenntri með litlum vöðva, Tensor Facia Latae. Ef þessi vöðvi er of spenntur togar hann í sinina og skapar meiri núning og þar með bólgu í slímsekkinum. Þetta er oft kallað „hlauparahné“.

    Leiðandi verkur utarlega á hnénu getur komið fram þegar taugin utan á læri er klemmd. Þessi taug getur orðið fyrir áhrifum frá mjóbaki og niður að utanverðri mjöðminni.

    Verkur aftan í hné

    Verkir og bólga aftan í hné geta verið það sem kallast á ensku baker‘s cyst eða popliteal cyst. Þetta er blaða í aftanverðu hné og er ekki vandamál í sjálfu sér, en er einkenni meiðsla eða ofálags í hnénu. Vefir sem geta valdið þessari blöðru eru m.a. liðþófar, liðbönd og brjósk. Verkir aftan á hné geta í mörgum tilfellum stafað af ertingu í settaug. Þessi stóra taug kemur frá mjóbaki og spjaldhrygg, í gegnum mjöðm og niður aftanvert læri. Rétt fyrir ofan hnéskelina skiptist taugin í tvennt, í sköflungstaug og fibularis communis taug. Erting í settaug getur valdið einkennum í hnéskelinni ef hún er klemmd einhvers staðar milli mjóbaks að hnéskeljar. Aftan á hnénu liggur popliteus vöðvinn sem hjálpar til við að halda stöðugleika í hnénu, sem og að snúa stóra sköflungi inn á við. Erting og ofreynsla í þessum vöðva getur valdið verkjum aftan í hné og jafnvel í sumum tilfellum í utanverðu hné .

    ​Fyrirbyggning hnémeiðsla

    Hnéð er liður sem staðsettur er á milli tveggja mjög mikilvægra líkamshluta, nefnilega mjaðmagrindarinnar og fótarins. Við hlaup tekur fóturinn við mekanísku álagi frá jörðu og mjaðmagrindin dreifir álaginu á restina af líkamanum. Hlutverk hnésins er að flytja álagið frá fæti til mjaðmagrindarinnar. Því er afar mikilvægt að fótaliður og mjaðmagrindarliður hafi góða hreyfigetu þar sem flestir vöðvar og bandvefur sem fara í hnéð eiga uppruna sinn í fæti og mjaðmagrind.

    Truflun í mjaðmagrind og fæti getur því stuðlað að ofreynslu í hné. Með því að viðhalda liðleika í ofangreindum liðum er hægt að halda hnémeiðslum í skefjum og forðast verk í hné.

    Ráð til að forðast hnémeiðsli

    • Hlusta á líkamann. Við verki í fótum og þreytu gæti verið skynsamlegt að taka einn eða tvo daga í hvíld.
    • Í vinnu með mikla kyrrsetu er sérstaklega mikilvægt að vinna að liðleika líkamans samhliða hlaupum.
    • Fylgjast með viðbrögðum við mataræði. Matur sem veldur uppþembu og magakrampa hefur neikvæð áhrif á hlaup.

    Við getum hjálpað þér að koma í veg fyrir meiðsli

    Hnéverkir

    ​Góð ráð við verkjum í hné

    Hægt er að lina bráða verki í hné með hita eða kælingu. Hvorugt mun stuðla að hraðari lækningu, en hitabreytingin sjálf mun létta sársauka. Við bólgu í hné getur þrýstingur í formi hnévafnings hjálpað til. Bólgan ein og sér getur valdið sársauka, þar sem slagæðar og bláæðar verða fyrir álagi við bólgu. Fyrir hnévafning má nota meðal annars sárabindi sem er rúllað utan um hnéð, eða teygjubindi. Ásamt aukins þrýstings á hnéð, getur verið gott að hvíla hnéð fyrir ofan hjartahæð. Þegar við stöndum upprétt er mikill vökvaþrýstingur í hnénu. Hjartað sér til þess að flytja blóðið um líkamann og með því að lyfta hnénu yfir hjartahæð minnkar vökvaþrýstingurinn í hnénu. Þetta gerir það að verkum að hnéð bólgnar síður og hefur jafnvel möguleika á að losa sig við auka vökva.

    Til þess að aðstoða íkamann við að losa vökva frá hnénu getur hjálpað að virkja vöðva í fótleggjunum sem ýta undir aukið blóðflæði.

    Þetta eru æfingar sem virkja vöðva í kálfa, læri og rass. Æfingarnar eru gerðar liggjandi til að draga úr vökvaþrýstingi. Að auki er það mjög gott fyrir líkamann að hjóla undir litlu álagi. Þetta skapar allt saman aukið blóðflæði í hnénu, án þess að ofreyna það, og hjálpar til við að tæma auka vökva úr hnénu.

    Árangursríkar æfingar gegn hnéverkjum

    Hnéverkir

    Hnéverkir hjá börnum og ungmennum

    Osgood-Schlatter

    Osgood-Schlatter einn af algengustu hnékvillum meðal virkra barna og ungmenna. Ástandið kemur venjulega fram við mikla eða aukna virkni og oft í tengslum við vaxandi aldur. Sársauki er venjulega staðbundinn á beinaútskotinu á sköflungnum, rétt fyrir neðan hné (tuberositas tibia), þar sem hnébeinasinin (lig. patellae) festist við sköflunginn. Oft er sársauki við upphitun, léttir á sársauka þegar hnéð er upphitað og aukinn sársuki eftir að hnéð verður aftur kalt. Einnig eru oft verkir á morgnana þar til hreyfing á hnénu er hafin.

    Sinding Larsen heilkenni

    Sinding Larsen heilkenni er líkt Osgood-Schlatter. Mikilvægasti munurinn er sá að sársaukinn er venjulega staðsettur neðst á hnéskelinni, frekar en í sköflungnum eins og við  Osgood-Schlatter. Báðir kvillar eru afleiðing af meiri áreynslu en líkaminn ræður við. Báðir kvillar eru meðhöndlaðir handvirkt auk réttrar endurhæfingar og aðlögunar á magns hreyfingar.

    Verkur framan á hné

    Algeng orsök sársauka framan á hnénu er hopparahné (jumper‘s knee). Þetta er afleiðing ofreynslu í hnéskeljarsininni (lig. patellae). Fyrirbærið er það sama og áðurnefnd Osgood-Schlatter og Sinding Larsen heilkenni, en hjá fullorðnum er þetta einfaldlega kallað hopparahné. Þetta er sársaukafullt ástand í sininni frá vöðvanum sem liggur framan á læri. Verkurinn getur verið í kringum hnéskelina eða í efri hluta sköflungs. Verkir framan á hné geta einnig stafað af ertingu í brjóskinu aftan á hnéskelinni (chondromalacia patellae). Brjóskið aftan á hnéskelinni getur orðið ert þegar það er komið ójafnvægi í hreyfinguna á hnéskelinni.

    Stífleiki utarlega á mjöðminni getur gert það að verkum að hnéskelin verður dregin örlítið til hliðar og hreyfist þess vegna ekki í miðju liðsins.

    Að auki getur stífleiki framan á læri og mjöðm dregið hnéskelina lengra niður inn í liðinn. Þetta veldur meiri núningi og getur því valdið bólgu.

    Á framhlið hnéliðsins, undir hnéskelinni, erum við með höggdeyfandi fitupúða, corpus hoffa. Við fall beint á hné getur fitupúðinn orðið ertur og bólginn. Það er ekki mikið umframpláss fyrir þennan fitupúða. Þetta getur valdið því að jafnvel smávægileg bólga getur klemmt fitupúðann og valdið sársauka. Framan á hnénu erum við með tvo slímbelgi (bursae prepatellar og infrapatellar) sem geta líka bólgnað við bein högg eða vegna ofreynslu í hnénu.

    Hnéverkir

    Hafðu samband við okkur í dag

    Við erum alltaf tilbúin að hjálpa. Ef þú hefur einhverjar spurningar um Osteonordic, hvenær og hvar við opnum eða eitthvað allt annað – ekki hika við að hafa samband við okkur.