Við meðhöndlum
Verki í mjöðm og nára
Hér er hægt að fræðast nánar um verki í mjöðm og nára
Verkir í mjöðm og nára
Flýtileið [Vis]
Hvernig myndast verkir í mjöðm og nára
Hvar geta mjaðma- og náraverkir komið fram?
Áverkar í mjöðm og nára geta komið fram á mismunandi stöðum á mjaðmasvæðinu
- Í og í kringum vöðvana sem hreyfa fótinn inn á við
- Í og í kringum vöðvana sem beygja mjaðmirnar
- Í og í kringum kviðvöðvana sem festast við lífbeinið
- Í og í kringum efri hluta lærvöðva
Þessi meiðsli geta verið þrálát og eru oft ástæða þess að íþróttamenn snúa ekki aftur í íþróttina sína.
Verkur í aðfærsluvöðvum lærisins (náravöðvum)
Þessir vöðvar koma frá ýmsum stöðum á mjaðmagrindinni og eru með festingar efst á lærleggnum. Vöðvarnir fá taugaboð frá 2-4 lendarhryggjarliðum. Aðfærsluvöðvar fá blóðflæði frá æðum sem liggja í gegnum mjaðmagrind til vöðva í nára.
Orsakir sársauka í aðfærsluvöðvum
Það eru margar ástæður fyrir vandræðum í aðfærlsuvöðvum. Hér getur blóðrásin, taugakerfið, vöðvabeinagrindin og efnaskiptakerfið gegnt lykilhlutverki.
Blóðflæði og nári
Klemma í blóðflæði til aðfærsluvöðva (verkur í nára) vegna þvagblöðruvandamála og vandamála í vöðvum sem snúa læri út á við. Hér er orsökin oft blöðrubólga.
Mjóbak og nári
Læsing í lendarhryggjarliðum þar sem eru taugar sem senda boð til aðfærsluvöðva leiðir til ofvirkni í taugum sem eykur spennuna í vöðvunum (náraskaði).
Mjaðmagrind og nári
Skertur hreyfanleiki eða sveigjanleiki í mjaðmagrind getur leitt til ofreynslu á aðfærsluvöðvum sem eykur hættuna á meiðslum í nára.
Mjaðmabeygjuvöðvar (e. hip flexors)
Vöðvinn sem beygir mjaðmirnar byrjar efst á framhlið spjaldhryggsins nær yfir mjaðmagrindina og er með festingu á innanverðum lærlegg. Vöðvinn fær taugaboð frá neðstu brjósthryggjarliðunum og tveimur efstu lendarhryggjarliðunum. Bandvefurinn sem hylur vöðvann hefur líffærafræðilega tengingu við nýrun og þindina. Blóðflæðið kemur óbeint frá aðalslagæðinni sjálfri.
Efins um hvort við getum aðstoðað?
Hægt er að bóka 15 mínútna óskuldbindandi samtal.
Bóka ókeypis skimunVerkur í kviðvöðvum
Þrír mismunandi kviðvöðvar tengjast sjálfu lífbeininu, tveir hallandi og einn beinn kviðvöðvi. Þessir vöðvar geta orðið fyrir skaða, en oft eru aðrir vefir á svæðinu sem valda óþægindum (verkur í mjaðmabeygjuvöðva/verkur í nára).
Orsakir skaða í kviðvöðvum
Læsing í neðstu brjósthryggjarliðum og efstu lendarhryggjarliðum. Við upplifum að þetta leiðir til aukningu í taugboðum sem veldur spennu í vöðvanum.
Magavandamál og mjaðmabeygjuvöðvar
Skert hreyfigeta mjaðmagrindar og/eða mjóbaks getur takmarkað hreyfigetu mjaðmabeygjuvöðvans. Uppþemba í kviðarholi getur valdið minnkun í blóðflæði til og frá vöðvanum (verkur í mjaðmabeygjuvöðva).
Mjaðmagrind, mjóbak og mjaðmabeygjuvöðvar
Við upplifum að skert hreyfigeta mjaðmagrindar og/eða mjóbaks getur takmarkað hreyfifrelsi vöðvans (erting í mjaðmabeygjuvöðvum).
Nýru og mjaðmabeygjuvöðvar
Öndun og mjaðmabeygjuvöðvar
Spenna í þindinni getur valdið auknu togi í bandvef vöðvans og þar með valdið verkjum í mjaðmabeygjuvöðva.
Góð ráð gegn verkjum í mjöðm og nára
- Fyrirbyggja á skerta hreyfigetu í mjaðmagrindinni með læristeygjum (framan/aftan/innan/utan).
- Gott vökvajafnvægi yfir daginn með því að drekka á bilinu 2-4 lítra af vatni á dag (fer eftir líkamsstærð og daglegri brennslu).
- Hafa það í huga að endurtekin blöðrubólga, kviðvandamál eða hægðatregða geta ýtt undir þennan skaða.
- Bakverkur, verkur í hné og magavandamál geta einnig haft áhrif á verki í mjöðm og nára.
Það er mikilvægt að hlusta á líkamann og gefa honum hvíld ef fæturnir eru þungir og þreyttir.
Góðar æfingar við verkjum í mjöðm og nára
Í myndbandinu hér að neðan má sjá góðar æfingar við verkjum í mjöðm og nára. Ef æfingarnar nægja ekki til að dempa verkina, mælum við með því að hafa samband við fagaðila.
Efsti hluti lærvöðvans getur valdið verkjum í nára
Lærvöðvinn liggur frá framhlið mjaðmagrindarinnar og þetta svæði er nálægt náranum. Þessi vöðvinn getur hlotið skaða en oft eru önnur svæði að valda óþægindunum (verkur í nára verkur í mjöðm).
Orsakir lærvöðvaskaða
Taugar, æðar og bandvefur liggja í lærinu. Þessi vefir geta stuðlað að verki í læri. Að auki geta útskot og viðloðun frá beinagrindinni stuðlað að vandamálinu.
Mjaðmagrind og lærvöðvar
Skert hreyfigeta í mjaðmagrindinni eða hnánum getur valdið skemmdum í þessum vöðvum (skemmdir á lærvöðva).
Mjaðmagrind og mjaðmabeygjuvöðvar
Léleg hreyfigeta mjaðmagrindar eða mjóbaks getur takmarkað hreyfifrelsi vöðvans (erting í mjaðmabeygjuvöðva).
Mjóbak og lærvöðvar
Læsing í 2-4 lendarhryggjarliðum leiðir til ofvirkjunar í taugaboðum sem eykur spennu í lærvöðvum (trefjaskemmdir/verkir í lærvöðva).
Nárakviðslit
Nárnakviðslit, útbungun á nárasvæði.
Taugaboð til lærvöðvans
Klemma í taugum sem sendir við til nára, svæðið við kynbein og kvið. Oft í tenglsum við nýrnavandamál. Þetta getur valdið trefjaskemmdum í læri og eymsli eða verki í læri.
Einkenni verkja í mjöðm og nára
Einkenni verkja í mjöðm og nára koma oft fram við daglegar athafnir eins og að ganga, hlaupa eða sitja of lengi. Hreyfanleiki mjaðmarinnar verður oft fyrir áhrifum þannig að mjaðmaliðurinn á erfitt með að beygja, snúast inn á við og rétta úr sér.
Sársaukinn getur verið djúpur, skarpur eða púlsandi.
Verkir í mjöðm og nára á nóttunni
Þegar verkir í mjöðm eða nára koma fram á nóttunni er oft um bólgu eða bólguástand að ræða af völdum ofáreynslu, gigtarsjúkdóma eða áverka.
Verkir í mjöðm og nára við göngu og hlaup
Það er nokkuð algengt að upplifa verk í mjöðm eða í nára við göngu og hlaup. Ástæður þess geta verið bólgur eða eymsli í mjaðmabeygjuvöðva, slitgigt, mjaðmakvillar, vandamál með liðbryggju í mjöðm, bursitis (belgbólga), óstöðugleiki í mjöðm o.fl.
Mjaðma- og náraverkir sem leiða niður í fótlegg
Þessi tegund af vandamálum getur stafað af ertingu eða skaða í taugum sem fara framhjá mjöðminni og náranum. Mjaðmargatstaugin (n. Obturator), settaugin og lærleggstaugin verða oftast fyrir áhrifum. Verkir í fótlegg geta einnig stafað afslitgigt í mjöðm eða af vandamálum í vöðvum í læri eða nára.
Verkur í utanverðri mjöðm
Verkur í utanverðri mjöðm getur bent til bólgu í lærhnútubelg (bólga í slímbelg hjá lærhnút), slitgigt í mjöðm eða vöðvaáverkar í rasskinn og mjöðm.
Mjaðma- og náraverkur og krabbamein
Einkenni krabbameins í mjöðm/nára geta verið verkir á nóttunni, þrálátir verkir, verkir við þyngdarburð (ganga/hlaupa/sitja), þyngdartap, blóð í hægðum/þvagi, verkur sem breytist ekki óháð stöðu, virkni eða meðferð.
Hagnýtar æfingar fyrir mjöðm og nára
Í myndbandinu hér að neðan má sjá hagnýtar æfingar fyrir verki í mjöðm eða nára.
Mismunagreiningar verkja í mjöðm og nára
Það eru mörg vandamál sem valda verkjum í mjöðm og nára. Hér að neðan eru algengustu sjúkdómar og kvillar.
Calvé-Legg-Perthes heilkenni
Einkenni mjaðmasjúkdómsins Calvé-Legg-Perthes heilkennis er drep í lærleggshöfði. Þetta þýðir að beinvefurinn í lærleggshöfuðnum fær ekki næga næringu frá blóðrásinni og beinvefurinn deyr.
Tíðni Calvé-Legg-Perthes heilkennis
Tíðni heilkennisins er 100 af hverjum 100.000 börnum yngri en 15 ára. Sjúkdómurinn herjar fjórum sinnum oftar á drengi en stúlkur.
Orsakir Calvé-Legg-Perthes heilkennis
Einkenni Calvé-Legg-Perthes heilkennis
Einkenni sjúkdómsins eru verkur í mjöðm, helti, verkur í innanverðu hné og skert hreyfigeta í mjöðm, sérstaklega við snúningshreyfingu.
Greining á Calvé Legg Perthes heilkenni
Til að byrja með mun læknir skoða hreyfanleika í mjöðmum með áherslu á snúning. Frekari skoðun fer fram á sjúkrahúsi þar sem blóðprufur verða teknar ásamt röntgenmynd af mjöðm.
Meðferð við Calvé legg Perthes heilkenni
Meðferðin snýst aðallega um hvíld í liðnum þegar hægt er. Fyrir hreyfingar þar sem sársauki er mikill er hægt að nota hækjur. Í þjálfuninni verður lögð áhersla á hreyfanleika í mjöðmum með teygjuæfingum. Í sumum tilfellum er skurðaðgerð nauðsynleg til að forðast breytingar og slit á lærleggshöfðinu.
Efins um hvort við getum aðstoðað?
Hægt er að bóka 15 mínútna óskulbindandi samtal.
Bólga í lærhnútubelg (Bursitis trochanterica)
Á ytri hlið mjaðmar er stór slímbelgur sem dregur úr mótstöðu milli beins, sina og vöðva. Belgurinn getur orðið ertur og bólga getur myndast í honum.
Orsakir bólgu í lærhnútubelg
Orsakir bólgunnar geta verið margar. Það getur verið vegna áverka eftir fall beint á mjöðm eða vegna síendurtekinn hreyfinga á þessu svæði, sem sést oft í ákveðnum íþróttum.
Einkenni bólgu í lærhnútubelg
Einkennin eru oftast staðbundin óþægind eða verkur á utanverðri á mjöðm þegar gengið er eða legið á hliðinni.
Meðhöndlun bólgu í lærhnútubelg
Aðal meðferðin er hvíld með því að forðast sársaukavaldandi virkni, teygja á mjaðmar- og sköflungsstag (tracus iliotibialis) og þjálfa rassvöðva.
Rangvöxtur í mjöðm (e. hip dysplasia)
Rangvöxtur í mjöðm er vegna vanþroska í mjaðmaskálinni (acetabulum). Vanþroskinn veldur því að liðhöfuð lærleggsins hefur ekki ákjósanlegan snertiflöt við mjaðmaskálina.
Orsök rangvaxtar í mjöðm
Orsök kvillans er enn óþekkt, en hún sést oftar hjá stúlkum en drengjum og eftir sitjandi fæðingar. 1 af hverjum 1000 nýburum er með rangvöxt í mjöðm.
Greining rangvaxtar i mjöðm
Á fæðingarstofunni er gerð ómskoðun og skimað er eftir rangvextr í mjöðm með ýmsum prófum eins og Barlow og Ortolanis prófum.
Einkenni rangvaxtar í mjöðm
Fyrstu einkennin eru þreyta í mjöðm, skert göngugeta og helti. Í kjölfarið geta komið fram verkir á nárasvæði.
Meðferð við rangvextr í mjöðm
Meðferðin beinist að því að ná betri tengslum á milli mjaðmabotns og lærlegghöfuðs. Meðal annars er boðið er upp á skurðaðgerð (osteostomy) sem bætir tengslin og kemur þannig í veg fyrir eða seinkar þróun slitgigtar.
Osteopatísk nálgun á nára- og mjaðmaverki
-
Finna þarf orsök verkja í nára/mjöðm en fyrst þarf að finna vefinn sem er að valda verkjunum. Vöðvar, liðbönd/sinar, liðir, bein, æðar og taugar geta öll valdið verkjum. Þá er gerð yfirgripsmikil skoðun til að leita að orsök verkjanna. Aðeins má hefja þjálfun á mjöðm, nára eða læri eftir að orsökin hefur verið fjarlægð, annars verður vandamálið viðvarandi.
Kastlos (e. epiphysiolysis) í mjöðm
Kastlos er ástand þar sem liðhöfuð lærleggsins rennur aftur á bak og niður í mjaðmabotninn. Sjúkdómurinn hefur oftast áhrif á ungt fólk í upphafi kynþroskaskeiðs.
Orsök kastloss
Einkenni kastloss
Einkennin byrja með óþægindum í kringum mjöðm og skertri hreyfigetu í mjöðm. Síðar koma verkir í kringum hné og innanverða mjöðm. Eftir það getur fólk orðið halt.
Greining kastloss
Greiningin er gerð með röntgenmyndatöku af mjöðm, þar sem hægt er að sjá staðsetningu liðhöfuðsins í tengslum við mjaðmabotninn.
Meðferð kastloss
Snemmbúin skurðaðgerð getur dregið úr hættu á að liðhöfuðið renni frekar úr mjaðmaskálinni.
Belgbólga við setbein (Bursitis ischioglutealis)
Á milli setbeinsins og stóra rassvöðvans er slímbelgur sem hjálpar til við að draga úr núningi. Slímbelgurinn getur orðið ertur og bólga getur myndast í honum.
Orsakir belgbólgunnar
Algengasta orsökin er sitjandi álag yfir langan tíma, t.d. þegar hjólað er á hörðum hjakki eða setið á hörðum skrifstofustól.
Einkenni belgbólgunnar
Einkennin eru verkur í kringum rassinn í sitjandi stöðu. Sársaukinn hverfur um leið og staðið er upp aftur.
Behandling af bursitis ischioglutealis
Meðferðin felst fyrst og fremst í því að losa sig við hörð yfirborð sem geta valdið ertingu.