Við meðhöndlum
Kviðverki
Meira um kviðverki á þessari undirsíðu
Kviðverkir
Margir Íslendingar þjást af maga- og meltingarvandamálum.
Allt að milljón Danir þjást daglega af magavandamálum, vindgangi og uppþembu. Mun fleiri konur þjást af magaverkjum (38%), en u.þ.b. 23% allra karla þjást af sömu vandamálum. Sömuleiðis upplifa um 15-25% allra fullorðinna á Íslandi einkenni iðrabólgu. Það eru líka margir sem þjást af langvinnum þarmasjúkdómum eins og Crohns sjúkdómi, iðraólgu, sáraristilbólgu og gersveppasýkingu (candida). Þessi vandamál geta oft verið ansi íþyngjandi og tabú að tala um.
Af hverju eru magakvillar svona algengir á Íslandi?
Margir hafa líklega velt fyrir sér; Af hverju er ég með magaverk? Er ég að borða óhollt eða rangt? Er ég með óþol fyrir ákveðnum mat? Það er hins vegar er alls ekki víst að mataræðið sé vandamálið!
Lífsstíll og kviðverkir
Lífsstíllinn okkar hefur breyst verulega á síðustu 10-20 árum. Strax í barnæsku erum við hvött til að lifa eftir viðmiðum samfélagsins.
Sem börn verðum við að læra að ganga og tala eins fljótt og auðið er, við verðum að standa okkur vel í skóla og helst alltaf fá 10 í prófum, við viljum mennta okkur vel áður en við verðum 25 ára, eiga dýrt hús og bíl og vera helst í hálaunavinnu áður en við teljum okkur hafa efni á að stofna fjölskyldu. Auk þess verðum við fyrir áhrifum frá samfélagsmiðlum um að vera „fullkomin“, við verðum að hlaupa maraþon, líta vel út og á sama tíma eiga stórt vinanet.
Þetta er talið eðlilegt í dag. Mörgum finnst skorta árangur eða hreinilega ekki eiga gott líf ef við getum ekki lagað okkur að viðmiðum samfélagsins.
Taugakerfi og kviðverkir
Taugakerfinu okkar má gróflega skipta í tvo hluta, kerfið sem við getum stjórnað og það sem við getum ekki stjórnað, þ.e.a.s. ósjálfráða taugakerfið.
Ósjálfráða taugakerfið er kerfið sem heldur okkur á lífi, það stjórnar meðal annars hormónaframleiðslu, líffærastarfsemi og blóðkerfinu.
Ósjálfráða taugakerfið skiptist í tvennt, sympatíska taugakerfið (SNS) og parasympatíska taugakerfið (PNS).
- SNS ræður ríkjum þegar við þurfum að vera líkamlega virk, einbeitt og skörp og þegar við erum í streituvaldandi aðstæðum. Hlutverk þessa kerfis var upphaflega að halda okkur á lífi í hættulegum aðstæðum. Vandamálið við streituvaldandi lífsstíl okkar er að PNS verður mjög virkt. Þetta kerfi er líka þekkt sem ,,fight or flight“.
- PNS er kerfið sem stuðlar að starfsemi meltingarlíffæra, heldur blóðþrýstingi niðri og sér til þess að starfsemi líkamans haldist gangandi í rólegri aðstæðum. Einnig þekkt sem ,,rest and digest“.
- Streita veldur því að PNS er sett í forgang þannig að önnur starfsemi í líkamanum minnkar. Hér geta verkir og óþægindi komið upp í líkamanum, þar á meðal magavandamál (hægðatregða, niðurgangur, aukin gasmyndun í þörmum, uppþemba, breytilegar hægðir o.fl.).
- Vandamál í bakinu, mjaðmagrindinni og hnakkanum geta truflað taugakerfið til meltingafæranna.
Hreyfing og kviðverkir
Annar þáttur í þróun kviðverkja er skortur á líkamlegri hreyfingu. Samfélagið okkar hefur þróast gríðarlega á vinnumarkaðinum þar sem kyrrseta hefur aukist mikið, sérstaklega í skrifstofustörfum. Þetta hefur auðvitað neikvæð áhrif á líkamsstarfsemi.
Meltingarkerfið er háð því að öndunarvöðvinn okkar (þindin) þrýsti og létti á innri líffærum okkar. Þetta hjálpar bæði með að fá fæðu betur í gegnum þarmana, en þetta hefur líka áhrif á blóðflæði til baka til hjartans.
Þegar við sitjum kyrr stóran hluta dagsins virkjum við ekki bláæðadæluna okkar og innihald meltingarkerfisins á erfiðara með að komast áfram (uppþemba, loft í maga og hægðatregða).
Að vera önnum kafinn og matarvenjur
Vegna anna í daglegu lífi okkar setja margir ekki matartímann í forgang.
Um leið og við setjum mat í munninn fer meltingin af stað. Ef við tyggjum ekki matinn rétt, þá þarf maginn að vinna meira með aukinni magasýru og magahreyfingu. Þetta kemur af stað „snjóbolta“ í kerfinu okkar sem togar á allt meltingarkerfið og getur valdið hægðatregðu, magaverkjum, niðurgangi og uppþembu. Mánuðir og ár af þessari neysluaðferð mun eðlilega leiða til bakflæðis (súrt bakflæði), slæmrar þarmaflóru, hægðatregðu, vindgangi og niðurgangi til skiptis og uppþembu.
Annasamur hversdagur gerir það oft að verkum að við höfum hvorki tíma né orku til að elda almennilegan mat og þess vegna lifa margir á skyndibita.
Þessi matvæli innihalda oft ekki nauðsynleg steinefni, vítamín eða annað sem líkaminn þarf til að virka sem best.
Þetta skerðir starfsemi meltingarkerfisins, hjarta- og æðakerfisins, veldur óreglulegum hægðamynstrum, verkjum í maga o.fl. Þessi lífsstíll hefur líka neikvæð áhrif á þarmaflóruna okkar.
Maginn og ónæmiskerfið
Meltingarkerfið gegnir mikilvægu hlutverki í baráttunni við bakteríur og vírusa sem herja á líkamann. Magasýran í maganum drepur bakteríur ef þær komast með matnum inn í líkamann. Þarmaflóran getur svo unnið með sogæðakerfinu til að útrýma þeim bakteríum sem sleppa úr maganum.
Vandamál í ósjálfráða taugakerfinu, óhófleg inntaka sýklalyfja, streita og slæmur lífsstíll stuðla að vanstarfsemi í framleiðslu magasýru og truflun í þarmaflórunni.
Þetta stuðlar að hnignun ónæmiskerfisins, sem gerir líkamann veikari í að berjast gegn sjúkdómum.
Mismunagreiningar á kviðverkjum
Vandamál í meltingarvegi (meltingu) eru algeng. Hér að neðan eru algengustu greiningarnar.
Magasár
Magasár er ætisár í slímhúð maga eða skeifugörn.
Einkenni magasárs
Magasár munu oftast valda kviðverkjum í efri hluta kviðar, brjóstsviða og súru bakflæði. Í 30% tilvika geta verið blóðug uppköst og í 20% sjást svartar hægðir.
Tilkoma magasárs
Magasár er sjúkdómur sem kemur fram hjá 10% þjóðarinnar, sérstaklega hjá fólki eldra en 65 ára. Jöfn dreifing er á milli kynjanna sem greinast.
Greining á magasári
Greiningin er gerð með speglun á vélinda, maga og skeifugörn.
Orsakir magasára
Orsök magasára getur verið sýking í maga eða skeifugörn, reykingar eða verkjalyf (NSAID) yfir lengri tíma.
Meðferð við magasárum
Sár eru meðhöndluð læknisfræðilega með sýklalyfjum. Ennfremur er mælt með því að draga úr verkjalyfjum og hætta að reykja.
Lokun/atresia í smágirni
Smágirnisatresia (e. duodenal atresia) er meðfæddur sjúkdómur þar sem myndast stífla í skeifugörn. Þetta þýðir að fæðan úr maganum getur ekki borist yfir í skeifugörnina.
Orsök
Orsök sjúkdómsins er óþekkt, en sést oftar við snemmbúnar fæðingar.
Greining
Greiningin er oftast gerð við fæðingu þar sem barnið er ómskoðað.
Einkenni
Einkenni eru uppköst, uppþemba og skortur á hægðum og þvagláti.
Meðhöndlun
Meðhöndlun er skurðaðgerð þar sem hluti smágirnis er fjarlægður fyrir eðlilega meltingarstarfsemi.
Meckels-sarpur
Meckels-sarpur (e. Meckels diverticulum) er meðfæddur sjúkdómur þar sem poki/sarpur er í smáþörmum.
Einkenni
Ástandið er ekki hættulegt og veldur í flestum tilfellum engin einkenni. Ástandið uppgötvast oftast þegar erting kemur fram, sem getur valdið einkennum sem líkjast botnlangabólgu.
Orsök
Orsök sjúkdómsins er óþekkt.
Greining
Greiningin er gerð á sjúkrahúsi með tölvusneiðmynd af meltingarvegi.
Tíðni
Sjúkdómurinn er með tíðni innan við 1% íbúa.
Meðferð
Meðferðin fer aðeins fram ef vandamál koma upp með pokana. Oftast er það bólga (sarpbólga), þar sem áður var gerð skurðaðgerð. Í dag er áhættan við skurðaðgerð talin meiri en við sarpbólgu.
Botnlangabólga
Botnlanginn tengist inn í botnristilinn sem er þar sem ristillinn byrjar og smágirni endar. Í botnlanganum getur komið fram bólguástand sem kallast botnlangabólga. Ekki er vitað eins og er hvert hlutverk botnlangans er.
Orsakir botnlangabólgu
Orsök bólgunnar getur verið vegna þess að eitthvað hefur fests inni í botnlanganum þannig að sýran í botnlanganum kemst ekki út. Þetta getur svo valdið bólgu og sýkingu.
Tilvik botnlangabólgu
Ástandið hefur áhrif á fleiri karla en konur og oftast á aldrinum 10-30 ára. Einkennin eru verkur hægra megin í maganum, ógleði og uppköst, niðurgangur eða hægðatregða geta einnig komið fram.
Meðferð við botnlangabólgu
Meðferð við botnlangabólgu getur verið skurðaðgerð þar sem botnlanginn er fjarlægður eða einkennameðferð.
Sarpabólga
Það geta verið pokar/sarpar á ristlinum og ef bólga myndast í þeim er það kallað sarpabólga (e. diverticulitis).
Tilkoma
Kemur fram hjá ca. 20% þeirra sem fá sarpa (e. diverticulosis).
Orsök
Orsökin er óþekkt, en talið er að það sé annaðhvort saur eða loft í sörpum sem getur skapað bólgu eða sýkingu.
Einkenni
Einkennin eru oftast verkur í neðri hluta kviðar og hiti. Greiningin er gerð með tölvusneiðmynd og blóðprufu.
Meðferð
Meðferðin miðar að því að breyta mataræðinu (mælt er með trefjum) og gefa maganum hvíld. Ef hiti kemur upp má gefa sýklalyf.
Sarpar
Sarpur er poki í slímhúðinni í þörmunum, oftast vinstra megin.
Tilkoma
Líkurnar á að fá sarpa eykst með aldrinum og talið er að þeir séu til staðar hjá 5-10% allra sem eru eldri en 45 ára. Ástandið sést oftar hjá konum en körlum.
Orsök
Orsökin er líklegast vegna þess að veggur ristilsins verður veikari með tímanum. Mataræði með lágu trefjainnihaldi yfir langan tíma á þátt í þróun sarpa.
Einkenni
Í flestum tilfellum eru engin einkenni. Ef það eru einkenni getur það verið uppþemba og verkur vinstra megin í maganum.
Greining
Greiningin er gerð á grundvelli röntgenmyndatöku af ristlinum.
Meðferð
Meðferðin felur í sér trefjaríkt mataræði, meiri vökva og hreyfingu.
Morbus Crohn
Morbus crohn er langvarandi bólgusjúkdómur í þörmum sem getur haft áhrif á allan meltingarveginn.
Tilkoma
Sjúkdómurinn getur gert vart við sig hvenær sem er á ævinni, en oftast er það við 20-30 ára aldurinn.
Orsök
Orsökin er óþekkt en hún er talin vera margþætt, þar sem bæði umhverfi og gen gegna hlutverki.
Einkenni
Einkennin eru háð því hvar bólgan er staðsett. Ef það er í smáþörmum getur komið verkur í kringum matmálstímann. Ef það er í ristlinum eru einkennin oftast niðurgangur.
Greining
Greiningin er gerð á grundvelli blóð- og hægðaprófs.
Meðferð
Meðferð með lyfjum og hugsanlega skurðaðgerð getur haldið sjúkdómnum í skefjum. Þar sem þetta er langvinnur sjúkdómur er ekki til lækning við honum.
Garnarsmokkun
Garnarsmokkun (e. intussusception) gerist oftast við umskiptin á milli smáþarma og ristli, þar sem hluti af smáþörmum ýtist inn í ristilinn.
Tilkoma
Ástandið hefur oftast áhrif á börn á aldrinum 3 mánaða til 2 ára. Drengir lenda oftar í þessu en stúlkur. Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur þetta komið fram hjá fullorðnum.
Orsök
Orsökin er óþekkt.
Einkenni
Einkennin eru kviðverkir, hiti og slím eða blóð í hægðum.
Greining
Greiningin er gerð á grundvelli klínískra niðurstaðna og ómskoðunar í þörmum.
Meðferð
Garnarsmokkun er ástand sem þarf að meðhöndla fljótt með skurðaðgerð, ef það gerist ekki geta þarmarnir skaðast alvarlega.
Skorpulifur
Skorpulifur (e. cirrosis) er þegar eðlileg uppbygging lifrarinnar eyðileggst með örvefsmyndun. Þegar frumurnar í lifrinni deyja koma fram bólguviðbrögð líkamans. Sambland af nýjum lifrarfrumum og bólgu breytir uppbyggingu lifrarinnar.
Orsök
Í u.þ.b. 60-70% tilvika er orsökin áfengisneysla. Aðrar orsakir geta verið offita, langvarandi stífla í gallveginum og langvarandi veirusýkingar.
Einkenni
Einkennin eru mjög breytileg með þreytu, krampa og minnkaðri matarlyst.
Greining
Greiningin er gerð á grundvelli ómskoðunar, vefjasýnis, sjónaukaskoðunar á vélinda og maga og sneiðmyndatöku af lifur.
Meðferð
Engin meðferð er til við skorpulifur en mælt er með því að hætta að drekka áfengi. Skorpulifur er mjög alvarlegur sjúkdómur og líklegt er að einn af hverjum þremur sem er með sjúkdóminn muni deyja innan árs.
Lifrarkrabbamein
Krabbamein í lifur er algeng tegund krabbameins. Allt að 10% fólks upplifa góðkynja breytingu í lifur sem ekki þarf að meðhöndla. Illkynja krabbamein í lifur á oft uppruna sinn að rekja til annars svæðis, t.d. ristils og endaþarms.
Orsök
Orsök krabbameins í lifur er óþekkt en algengast er að krabbameinið komi annars staðar frá og setjist að í lifur.
Einkenni
Í langflestum tilfellum eru engin einkenni en það getur komið fram gula, þyngdartap, hiti, þreyta og hugsanlega tilfinning eins og það séu hnútar í kviðveggnum.
Greining
Greiningin er gerð á grundvelli ómskoðunar, tölvusneiðmynda eða vefjasýnis.
Meðferð
Meðferðin fer eftir tegund krabbameinsins. Ef það er einnig staðsett utan lifrar er boðið upp á lyfjameðferð og geislameðferð. Ef það er aðeins í lifur er oft hægt að fjarlægja viðkomandi svæði með skurðaðgerð.
Gula
Gula er einkenni of mikils magns bilirúbíns. Venjulega skilst bilirúbín út í lifur en ef truflanir verða í ferlinu safnast það fyrir í blóðinu sem getur svo safnast upp í vefum eins og í húðinni.
Orsök
Algengar orsakir gulu eru gallsteinar, skorpulifur og lifrarbólga.
Einkenni
Gulan sjálf veldur engum einkennum, en hennni getur fylgt kláði í líkamanum og þreyta. Gula sést oft í lifrarsjúkdómum eins og skorpulifur, lifrarbólgu og gallsteinum.
Greining
Greiningin er gerð út frá klínískum niðurstöðum, blóðprufu og m.a. ómskoðun eða tölvusneiðmynd af kviðarholi.
Meðferð
Þar sem gula er ekki sjúkdómur í sjálfu sér verður að meðhöndla undirliggjandi sjúkdóma. Meðhöndlun þeirra mun hjálpa við gulu.
Fitulifur
Fitulifur má skipta í tvo flokka. Annar er fitulifur þar sem áfengi kemur við sögu. Hér getur ástandið þróast í skorpulifur og krabbamein í lifur. Hinn flokkurinn er fitulifur þar sem ekki er hægt að kenna áfengi um.
Orsakir óáfengrar fitulifurs
Það er engin vel skjalfest orsök óáfengs fitulifursjúkdóms, en það eru tengsl á milli offitu ogsjúkdómsins.
Greining
Greiningin er gerð á grundvelli ómskoðunar, tölvusneiðmynda eða vefjasýnis.
Meðferð við óáfengri fitulifur
Meðferðin felur í sér lífstílsbreytingar eins og breytingar á mataræði og hreyfingu.
Gallsteinar
Steinamyndun í gallblöðru eða gallveg vegna útfellingar gallhluta.
Tilkoma gallsteina
Það er tvöfalt algengara að konur fái gallsteina en karlar.
Orsök
Talið er að konur fái oftar gallsteina af því gallblaðran breytir samsetningu sinni á meðgöngu. Fleiri þættir geta annars spilað inn í orsökina, meðal annars mataræði og erfðir.
Einkenni
Einkenni geta komið eftir að borða mat. Verkir geta komið fram í hægra hluta magans og geta leitt í átt að hægra herðablaði. Verkurinn getur verið til staðar í 1-2 tíma og síðan horfið. Í langflestum tilfellum eru engin einkenni í tilfelli gallsteina.
Greining
Greiningin er gerð á grundvelli ómskoðunar eða segulómskoðunar á gallblöðru.
Meðferð
Meðferðin byggir á minni matarskömmtum, fituminna mataræði og þyngdartapi.
Portæðarháþrýstingur
Portæðarháþrýstingur (e. portal hypertension) er hár blóðþrýstingur í æðum lifrarinnar.
Orsök
Orsökin er skorpulifur eða bólga í lifur. Aukið viðnám fyrir blóðið þegar það flæðir í gegnum lifrina eykur blóðflæði til annara og minni æða. Þetta getur valdið æðahnútum í vélinda, stækkuðu milta eða sýnilega stækkri stækkun æðum í kringum nafla.
Greining
Greiningin er oft gerð með speglun.
Bólga í gallgöngum
Ef um er að ræða bólgu í gallgöngum fara bakteríur inn í gall eða gallblöðru þar sem getur orðið aukinn þrýstingur.
Einkenni
Einkenni bólgu í gallblöðru eru hiti og verkur í hægra hluta kviðar í meira en 24 klukkustundir. Hér er mikilvægt að hafa samband við lækni.
Greining
Greiningin er gerð á grundvelli ómskoðunar eða segulómskoðunar á kvið.
Meðferð
Meðferðin er sýklalyf og í flestum tilfellum læknast ástandið á innan við viku. Ef um er að ræða tíð gallsteinaköst gæti verið möguleiki að fjarlægja gallblöðruna með skurðaðgerð.
Lifrarbólga A
Lifrarbólga er bólgusjúkdómur sem veldur bólguviðbrögðum og frumudauða í lifur. Lifrarbólga A er oftast saurborin smitun og er algengast að smitast eftir ferðalag til ákveðinna landa.
Orsök
Ástæðan fyrir smiti getur verið vegna neyslu á saurmenguðum mat og vatni eða vegna samfara. Lifrarbólga A getur þrífst við slæmar hreinlætisaðstæður en er ekki arfgengur sjúkdómur.
Einkenni
Einkenni lifrarbólgu A eru flensueinkenni, magaverkur, þyngdartap, léleg matarlyst, dökkt þvag, ljósar hægðir og gula.
Greining
Greiningin er gerð á grundvelli blóðrannsókna og sjúkrasögu.
Meðferð
Það er engin sérstök meðferð við lifrarbólgu A heldur er það spurning um að meðhöndla einkennin. Hægt er að koma í veg fyrir sjúkdóminn með bóluefni sem er gefið í tveimur lotum.
Lifrarbólga B
Lifrarbólga er bólgusjúkdómur sem veldur bólguviðbrögðum og frumudauða í lifur.
Orsök
Smitleið lifrarbólgu B er með blóði, samförum eða frá móður til barns við fæðingu.
Einkenni
1-6 mánuðum eftir sýkingu geta komið fram flensueinkenni eins og magaverkur, þyngdartap, minni matarlyst, dökkt þvag, ljósar hægðir og gula.
Greining
Greiningin er gerð á grundvelli blóðrannsókna og sjúkrasögu. Það er engin sérstök meðferð við lifrarbólgu B heldur aðallega meðhöndlun gegn einkennin. Sýkingin læknast oftast af sjálfu sér en einstaka sinnum getur hún orðið langvarandi. Hægt er að koma í veg fyrir sjúkdóminn með bóluefni sem gefið er í þremur lotum.
Lifrarbólga C
Lifrarbólga C er bólgusjúkdómur sem veldur bólguviðbrögðum og frumudauða í lifur. Stór hluti fólks sem smitast með lifrarbólgu C sýkingu þróar með sér langvinnan lifrarsjúkdóm og smitast með blóði eða samförum.
Einkenni
Einkenni lifrarbólgu eru meðal annars flensueinkenni, magaverkur, þyngdartap, minni matarlyst, dökkt þvag, ljósar hægðir og gula. Einkennin koma í ljós eftir 5-12 vikur frá sýkingu.
Greining
Greiningin er gerð á grundvelli blóðrannsókna og sjúkrasögu. Ekkert bóluefni er til við lifrarbólgu C. Ef sjúkdómurinn verður langvinnur er hann meðhöndlaður með lyfjum gegn vírusnum sem veldur sjúkdómnum.
Lifrarbólga D
Lifrarbólgu D smit getur einungis átt sér stað í sameiningu með lifrarbólgu B. Smit getur valdið bólgusjúkdómi sem veldur bólguviðbrögðum og frumudauða í lifur.
Orsök
Blóðsmit eða samfarir.
Einkenni
1-6 mánuðum eftir sýkingu geta komið fram flensueinkenni, magaverkur, þyngdartap, minni matarlyst, dökkt þvag, ljósar hægðir og gula. Einkennin eru þau sömu og fyrir lifrarbólgu B.
Greining
Greiningin er gerð á grundvelli blóðrannsókna og sjúkrasögu. Allir sem eru skimaðir fyrir lifrarbólgu B eru einnig skimaðir fyrir lifrarbólgu D.
Meðferð
Engin sérstök meðferð er til við lifrarbólgu D en mælt er með bóluefni gegn lifrarbólgu B.
Kviðverkir eftir svæðum
Verkur í neðri hluta kviðar.
Verkir í neðri hluta kviðar geta stafað af ýmsum orsökum. Hjá konum getur það tengst tíðaverkjum eða kvensjúkdómum eins og legslímuvillu eða blöðrum í eggjastokkum. Fyrir bæði kynin getur það einnig verið merki um vandamál í þörmum svo sem hægðatregða eða iðrabólga.
Verkur í hægri hluta kviðar
Verkir í hægri hluta kviðar geta tengst botnlangabólgu, sérstaklega ef verkurinn byrjar í kringum naflann og færist niður á við. Lifrarvandamál, gallblöðruvandamál eða steinar geta einnig valdið sársauka á þessu svæði.
Verkur í efri hluta kviðar
Verkir í efri hluta kviðar geta tengst magabólgu eða magasári, gallblöðruvandamálum eða brisbólgu. Brjóstsviði eða bakflæðissjúkdómur í meltingarvegi (GERD) geta einnig valdið sársauka á þessu svæði.
Verkur í vinstri hluta kviðar
Verkir í vinstri hluta kviðar geta tengst sarpabólgu (e. diverticulitis), sem er bólga í litlum pokum í þörmunum. Það getur líka verið merki um gas, hægðatregðu eða önnur þarmavandamál. Hjá konum getur það stundum tengst kvensjúkdómum eins og blöðrum á eggjastokkum.
Osteópatísk nálgun á kviðverki
Við erum sérfræðingar í að finna orsakir og meðhöndla magaverki og meltingarvandamál. Við skoðum og meðhöndlum líkamann í heild sinni (stoðkerfi, taugakerfi, innri líffæri, höfuðbeina- og heilakerfi, blóðkerfi o.s.frv.) þannig að líkaminn geti fengið tól til að takast á við magavandamál.