Við meðhöndlum

Brjósklos

Meira um brjósklos (hryggþófahlaup) og fylgikvilla þess

Brjósklos í bakinu

Með ca. 800.000 tilfelli á ári eru bakverkir eitt algengasta vandamálið sem tengist stoðkerfinu, þó eru aðeins u.þ.b. 2% allra bakverkja vegna brjóskloss! 10% allra sem þjást af verkjum í mjóbaki munu einhvern tíma fá brjósklos.

Flýtileið [Vis]

    Hvernig myndast brjósklos?

    Á milli hryggjarliðanna eru litlar brjóskskífur sem kallast hryggþófar og eru úr gúmmíkenndu efni. Brjóskið hefur það meginhlutverk að dempa högg og halda hryggnum sveigjanlegum.

    Hryggþófinn er gerður úr sterkum trefjakenndum ytri hluta (annulus fibrosus) og svo vökvakenndari kjarna (nucleus). Þegar ytri hluti hryggþófans rifnar þrýstist kjarninn út og myndar ákveðið útskot. Þetta kallast brjósklos eða hryggþófahlaup og getur þrýst á mænutaugar sem liggja aftan við og leiða til dæmis niður í fætur eða handleggi. Stöku sinnum getur brjósklos þrýst á mænuna sjálfa.

    Rannsóknir hafa sýnt að hægt sé að vera með brjósklos án einkenna, sem þýðir að brjósklosið sjálft veldur ekki verkjum, heldur er það vegna ertingar í taugarót eða bólgu í hryggþófanum.

    Brjósklos getur myndast í tengslum við þungar lyftingar, skyndilegar rangar hreyfingar, en það getur líka verið lúmskara og myndast yfir lengri tíma.

    Brjósklos uppgötvast oft seint þar sem hryggþófinn er aðeins viðkvæmur fyrir snertingu mjög utarlega og því getur kjarninn verið kominn langt áður en verkjaviðbrögð koma fram.

    Brjósklos

    Lækningatími brjóskloss

    Brjósklos hverfur vanalega af sjálfu sér eftir 3-6 mánuði og það tekur 6-12 mánuði áður en hryggþófinn er fullgróinn. Fullur bati eftir brjósklos er nauðsynlegur til að endurheimta eðlilega starfsemi líkamans.

    Osteópatísk meðferð getur hjálpað við að bera kennsl á vandamál í stoðkerfinu og leiðrétta þau svo jafnvægi náist aftur í líkamanum og skapar þar með bestu lækningaskilyrði.

    Því miður upplifa margir sársauka lengur en þörf er á, sem getur stafað af nokkrum ástæðum:

      • Sýking í hryggþófa í formi svokallaðra Modic breytinga sem getur verið alvarlegur fylgikvilli. Modic breytingar er kvilli í bakinu sem getur valdið stöðugum staðbundnum verkjum í bakinu. Meðferð með sýklalyfjum sýnir vænlegan árangur.

      • Örvefur eða skert lækning á hryggþófanum sem leiðir til ertingar á nærliggjandi taugum. Léleg græðsla stafar oft af þáttum eins og: Lélegri líkamsstöðu, rangri samstillingu liða, lélegu blóðflæði vegna rangrar beitingar vöðva á svæðinu o.fl.

    • Vöðvar og liðir geta valdið þrálátum verkjum í baki vegna þess að líkaminn hefur í langan tíma reynt að bæta upp fyrir sársaukann frá brjósklosinu. Afleiðingar þessa geta verið rangt hreyfimynstur, skert hreyfigeta og verkir við hreyfingu.

    Efins um hvort við getum aðstoðað?

    Hægt er að bóka 15 mínútna óskuldbindandi samtal.

    Bóka ókeypis skimun

    Þróun brjóskloss

    Byrjun á hryggþófarifnun

    Hluti af hryggþófanum þrýstist út á við sem getur valdið verkjum og stirðleika í bakinu.

    Hryggþófarifnun

    Greinileg brjóskútbungun (þófakjarninn þó ekki rifinn í gegnum trefjabaug) sem þrýstir á nærliggjandi vef. Verkir í rassi og baki geta komið fram.

    Brjósklos – þegar skaðinn er skeður

    Þófakjarninn leitar út í gegnum trefjabauginn á hryggþófanum og þrýstir á nærliggjandi vef. Verkir í rassinum, aftan í læri og kálfa geta komið fram.

    Brjósklos

    Einkenni brjóskloss

    Brjósklos veldur sársauka í bakinu, sem getur valdið náladofa/sting niður annan fótlegginn/handlegginn og einstaka sinnum í báðum fótleggjum/handleggjum. Sársaukinn minnkar við að draga úr þrýsting á hryggþófann, til dæmis með því að leggjast niður.

    Oft versnar verkurinn við þungar lyftingar eða við að beygja bakið fram eða til hliðar þar sem það eykur þrýsting á brjóskið.

    Allt eftir alvarleika brjósklossins getur það valdið sársauka staðbundið í baki eða leitt út í útlimi, breytt snertiskyni og minnkað styrkleika í fótlegg sem gerir það erfitt að standa á tám eða hæl.

    ATHUGIÐ! Mikilvægt er að hafa samband við lækni samstundis ef þú finnur fyrir skyndilegri minnkun á styrkleika, átt erfitt með gang, missir stjórn á þvaglátum eða hægðum eða upplifir skyndilega risvandamál.

    Orsök brjóskloss

    Orsök brjóskloss getur ýmist verið röng líkamsbeiting við lyftingu, óheppilegt fall, slys o.s.frv.. Það getur líka orðið þegar mjóbakið er í yfirvinnu við að bæta upp fyrir hreyfingarleysi annars staðar í líkamanum, til dæmis í mjöðm, hné eða fæti. Þegar þessi yfirvinna stendur yfir í langan tíma á sama tíma og blóðflæðið í mjóbakinu er ábótavant eykst hættan á brjósklosi verulega.

    Ivar Dagsson
    Ivar Dagsson

    Meðstofnandi, forstjóri Osteonordic, löggiltur osteópati og sjúkraþjálfari.

    Nánar um einkenni brjóskloss

    Algeng einkenni

    Leiðandi verkur niður í læri, kálfa og fót, verkur sem versnar oft við hósta, dofi í fótlegg og/eða máttleysi í fótlegg.

    Alvarleg einkenni

    Vandamál með hægðir og þvaglát, risvandamál, verkir og dofi í nára og neðri hluta kviðar og/eða krampi eða stirðleiki í líkamspörtum sem taugin sendir boð til.

    Ef þú finnur fyrir þessum einkennum er mikilvægt að hringja í lækni

    Brjósklos

    Slitgigt í baki og brjósklos

    Slitgigt í baki kemur (eins og annars staðar í líkamanum) með aldrinum. Í mjóhryggnum er það hryggurinn sjálfur sem verður fyrir áhrifum. Hryggskífur slitna með tímanum og missa að einhverju leyti dempandi áhrif sem getur valdið sársauka, skertri hreyfigetu og í sumum tilfellum verið grundvöllur brjóskloss.

    Brjósklos sést oftast á aldursbilinu 30-50 ára. Í grundvallaratriðum er ekki hægt að segja til um hvers vegna sumir fá slitgigt en aðrir ekki.

    Það eru nokkrir þættir sem grunur leikur á að hafi áhrif á þróun slitgigtar: Þungar lyftingar, erfðir, áverkar í baki og ofþyngd.

    Brjósklos í mjóbaki og svimi

    Ef um er að ræða brjóskútbungun eða brjósklos getur komið upp sú staða að mænutaugarnar í mjóbakinu og stundum mænan sjálf klemmist.

    Í kringum mænuna og rót mænutauganna höfum við heilahimnurnar. Á milli heilahimnu og miðtaugakerfis er heila- og mænuvökvi.

    Í sumum tilfellum með brjósklos, sérstaklega við miðlægt brjósklos þar sem mænan er þjöppuð saman, upplifum við að skjólstæðingar geta þjáðst af svima.

    Brjósklos

    Meðferð brjóskloss

    Brjósklos er meðhöndlað í flestum tilfellum án skurðaðgerðar. Meðferð felst í því að létta á bakinu, m.a. með verkjalyfjum í ákveðinn tíma, auk endurþjálfunar á stöðugleikavöðvum baksins og jafnvel ákveðinnar stefnusértækrar æfingar samkvæmt McKenzie aðferðinni, sem góðar sannanir eru fyrir að gagnist í tengslum við mjóbaksverki (Szulc, Pawel et al., 2015).

    Heildræn skoðun og meðferð gegnir mikilvægu hlutverki við að finna og fínstilla þau svæði sem mjóbakið hefur þurft að bæta upp fyrir, þannig að brjósklosið hafi fengið ró til gróa.

    Það er nauðsynlegt fyrir lækningu að hámarka hreyfigetu og blóðflæði á svæðinu í kringum brjósklosið.

    Áhersla er lögð á ákjósanlega virkni og hreyfanleika í kringum neðstu brjósthryggjarliði og efstu lendarhryggjarliði, þar sem þetta svæði skiptir sköpum fyrir blóðflæði. Miðlæg meðferð á hjarta, lungum, brjósti og öndunarvöðvum er einnig hluti af því að hámarka blóðflæði og þar með lækningamöguleikann.

    Árangursríkar æfingar gegn bakverkjum

    Í myndbandinu hér að neðan má sjá árangursríkar æfingar gegn bakverkjum.

    Hvernig losnar maður við brjósklos?

    Í flestum tilfellum er brjósklos meðhöndlað án skurðaðgerðar. Brjósklos getur horfið af sjálfu sér við rétta hvíld. Hins vegar getur mild osteópatísk tækni til að auka blóðflæði og hreyfigetu í bakinu flýtt lækningu brjóskloss þannig að þú getur snúið aftur til eðlilegs hversdagslífs hraðar. Þegar einkennin hafa minnkað er endurhæfing mikilvæg til að forðast bakslag.

    Heimild: Gigtforeningen

    Hversu lengi er hægt að ganga um með brjósklos?

    Diskuslit fer oft af sjálfu sér en það er mismunandi hversu langan tíma það tekur. Það hverfur venjulega af sjálfu sér eftir um það bil 3 mánuði, en í sumum tilfellum tekur það allt að 12 mánuðum.

    Verkurinn er verstur fyrstu vikurnar, eftir það hverfur hann smám saman. Snemmbúin leiðsögn og meðferð getur stytt bataferlið ferlið.

    Brjósklos

    Lækningartími brjóskloss

    Lækningartími brjóskloss er mismunandi eftir einstaklingum. Það sem ákvarðar hversu hratt líkaminn getur læknað bólguna sem hefur myndast eftir brjósklosið er hversu góð lækningagetan er í líkamanum. Heilunaraðferðirnar samanstanda af heilbrigðu blóðflæði (hringrás), jafnvægi í taugakerfi og góðum hreyfanleika á þeim svæðum líkamans sem hafa bein eða óbein tengsl við brjósklosið.

    Meðallækningatími fyrir brjósklos er á milli eins mánaðar og hálfs árs.

    Ættir þú að fara í aðgerð vegna brjóskloss?

    Við mælum sjaldan með skurðaðgerð vegna brjóskloss þar sem við sjáum oft fylgikvilla í tengslum við slíkaraðgerðir. Aðgerðin mun í öllum tilfellum mynda örvef sem getur verið jafn stórt vandamál og brjósklosið sjálft. Örvefur mun skerða hreyfigetu á svæðinu og í sumum tilfellum skerða blóðflæði til og frá bakinu.

    Einkenni sem styðja aðgerð eru; verkur í báðum fótleggjum sem ekki er hægt að lina óháð stöðu og virkni, erfiðleikar við að stjórna þvaglosun, skortur á tengingu við vöðva í fótleggjum (fallfótur eða ilsig), skert hreyfigeta í fótlegg.

    Brjósklos í efri hluta baks eða hálsi

    ​Brjósklos í efri hluta baks eða í hálsi getur valdið verkjum sem leiða í handleggi eða í bandvef í brjóstkassa. Verkurinn getur verið brennandi, stingandi eða eins og náladofi. Brjósklos sést oftast í mjóbaki, í minna mæli í hálsi og sjaldan í brjósthryggnum.

    Veikindaleyfi eftir brjósklos?

    Brjósklos er ein algengasta ástæða veikindaleyfis frá vinnumarkaði og snemmbúnum eftirlaunum. Ef vinnustaðurinn gerir einkenni brjóskloss verri eða kemur í veg fyrir að það grói, geturveikindaleyfi komið til tals. Bestu skilyrðin fyrir lækningu brjóskloss er breytileiki í líkamsstöðu í vinnunni og jafnvægi í virkni og hvíld.

     

    Lengd brjóskloss og hvað má gera með brjósklos?

    Rannsóknir hafa sýnt að flest brjósklos batna eftir 6-8 vikur eða lengur, eftir alvarleika. Að byrja snemma á meðhöndlun með ráðleggingar varðandi viðeigandi álag á bakið getur hjálpað að komast aftur í venjulega rútínu hraðar.

    Ráðleggingarnar eru að vera í meðal virkni og halda áfram að hreyfa sig, þrátt fyrir verki, þar sem það hjálpar lækningaferlinu.

    Ef verkir versna eða leiða út í aðra líkamsparta á meðan á hreyfingu stendur, verður að stilla virknisstigið af.

    Brjósklos

    Af hverju fær fólk brjósklos?

    Brjósklos getur meðal annars myndast vegna áverka, rangrar lyftingar eða slyss. Það getur einnig átt sér stað ef mjóbakið er undir miklu álagi við að bæta upp fyrir hreyfiskerðingu annars staðar í líkamanum, t.d. mjaðmagrind. Þetta getur með tímanum leitt til skerts blóðflæðis og lækningargetu í mjóbaki, sem mun auka hættuna á brjósklosi.

    Ekki er ljóst hvað veldur því að sumir fá brjósklos á meðan aðrir gera það ekki, jafnvel þótt þeir vinni mikið og lyfti þungum hlutum reglulega. Svo virðist sem sumir séu með meðfæddan veikleika í ytri hluta hryggþófans (trefjabaug).

    Þættir sem geta aukið hættuna á að fá brjósklos:

    • Störf með endurteknar þungar lyftingar
    • Störf með mikla kyrrsetu (t.d. bílstjórar)
    • Reykingar
    • Ofþyngd
    • Aldur (fólk á aldrinum 30-50 ára verður oftast fyrir áhrifum)

    Heimild: Min Medicin

    Ráð við brjósklosi

    • Hæfilegt magn af hreyfingu.
    • Halda áfram að hreyfa sig en forðast of mikil högg á líkamann eins við hlaup, hopp o.s.frv.
    • Reglulega að breyta um um vinnustöðu
    • Hækkanlegt borð eða reglulegar pásur frá því að sitja.
    • Gott mataræði getur létt á sársauka
    • Forðast mat sem meltingarkerfið þolir illa og sem veldur uppþembu eða hægðatregðu.
    • Teygjur fyrir bringu, fótleggi og léttar æfingar fyrir bakið/mjóbakið.
    Brjósklos

    Getur brjósklos horfið af sjálfu sér?

    Já – sársaukinn hverfur vanalega eftir 8-12 vikur! Horfur eru yfirleitt góðar og flestir endurheimta fyrri hreyfigetu.

    Hins vegar er mikilvægt að ákjósanleg skilyrði skapist í líkamanum fyrir lækningu og bata. Hægt er að hámarka lækningartímann með meðhöndlun og sérsniðnu æfingaprógrammi fyrir hreyfanleika, blóðflæði og styrk í mjóbaki og nærliggjandi liðum.

    Mikilvægt er að benda á að stundum er brjósklos best meðhöndlað með aðgerð. Þetta er hins vegar lítill hluti af heildinni og þess vegna þarf ítarlega skoðun til að hjálpa sjúklingum með brjósklos á áhrifaríkan máta.

    Hvernig eru einkenni brjóskloss í bakinu?

    Einkenni brjóskloss í bakinu eru venjulega verkir í mjóbaki sem leiða niður í rass og annan fótlegginn eða verkir í hálsi sem leiða fram í handlegg. Verkurinn minnkar með því að liggja í styttri tíma og versnar oft með því að beygja sig fram eða til hliðar í átt að sömuhlið sem verkirnir leiða til.

    Gæta verður sérstaklega að skertum styrkleika í fótleggjum og skorti eða minni stjórn á þvaglátum og/eða hægðum – ef það er tilfellið er mikilvægt er að hafa strax samband við lækni.

    Osteópatísk nálgun að brjósklosi

    Osteópatísk nálgun að brjósklosi:

    • Að finna og fínstilla svæðin sem mjóbakið þurfti að bæta upp fyrir, þannig brjósklosið fái frið til að læknast.
    • Að hámarka blóðflæði á svæðinu í kringum brjósklosið.
    • Meðferð á hjarta, lungum, brjóstkassa, þind, lifur, þörmum og vinstra nýra er mikilvæg.
    • Að tryggja hámarksvirkni og hreyfanleika í kringum neðstu brjósthryggjarliði og efstu lendhryggjarliði þar sem þetta svæði er mikilvægt fyrir blóðflæði.
    • Að hámarka virkni og hreyfanleika lendarhryggjarliðsins þar sem brjósklosið er.
    • Hagræðing í ónæmiskerfinu, mataræði og lífsstíl, ásamt meðhöndlun á nýrnahettunum.

    Víða á deildunum okkar finnur þú meðferðaraðila með margra ára sérfræðiþekkingu á greiningu og meðhöndlun á orsökum brjóskloss. Við erum með þverfaglegt teymi sem samanstendur af osteópötum, sjúkraþjálfurum, nuddfræðingum, nálastungufræðingum o.fl.

    Klíníkin er aðili að De Danske Osteopater og Styrelsen for Patientsikkerhed (Danskir osteópatar og Stofnunin fyrir sjúklingaöryggi), sem er þín trygging fyrir öruggri og hæfri meðferð.

    Brjósklos

    Nýjustu rannsóknir

    Vísindamenn hafa fundið upp ,,plástur“ sem notar eigin hreyfingar líkamans til að lækna brjósklos.

    Þessi plástur gefur frá sér bólgueyðandi lyf sem getur hjálpað til við að lækna skemmdir í hryggþófa. Fyrstu prófin líta vel út, en þörf er á frekari rannsóknum til að vera viss um áhrifin og aukaverkanirnar, en þessi lausn gæti orðið hluti af meðferðinni í framtíðinni.

    Sem osteópatar fylgjumst við stöðugt með þróun í meðferðum við kvillum um allan líkamann.

    Endurhæfing eftir brjósklos

    Eftir brjósklos eða brjóskútbungun er einhvers konar þjálfun eða endurhæfing alltaf nauðsynleg. Bólguferlið sem á sér stað við bólgnunina mun breyta og minnka stöðugleika og styrkleika í kringum hrygginn.

    Innri stöðugleikavöðvar eins og multifidi vöðvar, rotator vöðvar og erector spinae vöðvi eru mjög viðkvæmir fyrir breytingum á þrýstingi á svæðinu.

    Efins um hvort við getum aðstoðað?

    Hægt er að bóka 15 mínútna óskuldbindandi samtal.

    Bóka ókeypis skimun

    Góðar æfingar fyrir brjósklos

    Æfingarnar hér að neðan eru fyrir liðleika, stöðugleika og hreyfigetu á svæðum í kringum brjósklos. Það er líka mikilvægt að þjálfa mjaðmagrind og mjöðm þegar kemur að brjósklosi þar sem þessi svæði eru tengd mjóbakinu.

    Forvarnir gegn brjósklosi

    Forvarnir gegn brjósklosi beinast fyrst og fremst að því að styrkja bak- og kjarnavöðva, viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd, forðast reykingar (þar sem reykingar geta dregið úr blóðflæði til hryggjarins) og að æfa góða líkamsstöðu.

    Hér eru nokkrar sérstakar aðferðir:

    • Styrking vöðva: Regluleg hreyfing sem felur í sér styrktarþjálfun og stöðugleikaæfingar getur hjálpað til við að styðja við hrygginn og létta á honum.
    • Rétt lyftingatækni: Rétt lyftingatækni, eins og að beygja sig í hnjám og halda þyngdinni nálægt líkamanum, til að forðast óþarfa álag á bakið.
    • Vinnuvistfræði: Aðlaganir á vinnustaðnum til að minnka álag á bakið, t.d. með því að nota stól sem styður við mjóbakið og tryggja að skjárinn sé í augnhæð.
    • Forðast langvarandi kyrrsetu: Skipta um stöðu reglulega og taka sér hlé til að teygja úr sérþegar um skrifstofustarf er að ræða eða langvarandi kyrrsetu.
    Brjósklos

    Langtímaafleiðingar

    Ef brjósklos er ekki meðhöndlað rétt getur það leitt til viðvarandi sársauka, skertrar hreyfigetu og í alvarlegum tilfellum, langvinnra taugaeinkenna.

    Langtímaafleiðingar geta verið:

    • Langvinnir verkir: Viðvarandi verkur í baki, fótleggjum eða handleggjum sem geta haft áhrif á daglegar athafnir og lífsgæði.
    • Skert líkamsstarfsemi: Takmarkanir á hreyfingu og liðleika, sem geta haft áhrif á hæfni til að sinna tilteknum vinnuverkefnum eða áhugamálum.
    • Taugaeinkenni: Í sumum tilfellum getur brjósklos valdið þrálátum taugaeinkennum, svo sem dofa eða máttleysi í útlimum.
    • Þörf fyrir skurðaðgerð: Ef íhaldssöm meðferð er ekki árangursrík getur skurðaðgerð orðið nauðsynleg, sem hefur sínar áhættur og þörf fyrir langtímaendurhæfingu.

    Mikilvægt er að leita faglegrar ráðgjafar og meðferðar snemma til að lágmarka hættuna á langtímaskemmdum og bæta batahorfur.

    Brjósklos

    Algengir tengdir kvillar

    Fannst þú ekki það sem þú varst að leita að?
    Brjósklos

    Hafðu samband við okkur í dag

    Við erum alltaf tilbúin að hjálpa. Ef þú hefur einhverjar spurningar um Osteonordic, hvenær og hvar við opnum eða eitthvað allt annað – ekki hika við að hafa samband við okkur.