Við meðhöndlum
Brjósklos í hálsi
Nánar um brjósklos í hálsi á þessari undirsíðu.
Brjósklos í hálsi
Því miður finna margir fyrir einkennum brjóskloss. Hins vegar eru mun fleiri sem hafa þróað með sér brjósklos, útbungun á brjóskþófa (protrusion) eða slit á brjóski, án þess að finna fyrir einkennum.
Flýtileið [Sýna]
Hvað er brjósklos í hálsi?
Útbungun eða brjósklos í hálshrygg leiðir oft til klemmu í taugarótum sem ganga út frá mænunni í hálsinum. Oftast koma þessi vandamál fram á milli fjórða og sjöunda hálshryggjarliðar. Það er vegna þess að þessir liðir verða fyrir auknu álagi frá bandvef og liðböndum. Slæm líkamsstaða og einhæf kyrrsetuvinna leiða ofttil brjóskloss. Einnig myndast gjarnan bólga á svæðinu, sem eykur enn frekar einkenni.
Einkenni brjóskloss í hálsi
Einkenni klemmdra tauga í hálsi (vegna brjóskloss) eru verkir sem leiða út í öxl, annan handlegg og/eða hönd. Verkir, dofi og vöðvaslappleiki geta komið fram.
- 99% tilfella: Verkir sem leiða út í handlegg
- 95% tilfella: Skyntruflanir
- 79% tilfella: Verkur í hálsi
- 71% tilfella; Hægari viðbrögð (reflex)
- 68% tilfella: Hreyfitruflanir í vöðvum
- 52% tilfella: Verkir í herðablaði
Hins vegar eru til tilfelli þar sem útbungun á brjóskþófa eða brjóskloss veldur engum einkennum.
Efins um hvort við getum aðstoðað?
Hægt er að bóka 15 mínútna óskuldbindandi samtal.
Bóka ókeypis skimunOrsakir brjóskloss í hálsi
Það eru margir mismunandi þættir sem hafa áhrif á þróun brjóskloss í hálsi.
Lífeðlisfræðilega þurfa ákveðnar aðstæður að vera til staðar áður en brjóskþófi fer að hrörna; lélegt blóðflæði á svæðinu, sýrustig blóðsins á svæðinu er of lágt (súrt), álag á brjóskið er of mikið og að önnur svæði líkamans sem hafa sömu hlutverk og hálsinn taki ekki þátt í hreyfanleika (sem leiðir til aukins álags á hálsinn).
Af hverju myndast brjósklos í hálsi?
Brjósklos myndast aldrei án ástæðu.
Rangar lyftur, röng líkamsstaða eða of mikið álag á hálsinn eru oftast aðeins kveikjur brjósklossins. Í flestum tilvikum myndast brjósklos í hálsi milli C5 (fimmta hálshryggjarliðsins) og C6 (sjötta hálshryggjarliðsins). Ástæðan fyrir því er sú að fimmti hálshryggjarliðurinn er „fljótandi“ liður, í þeim skilningi að engin liðbönd eða aðrar stoðbyggingar halda honum föstum. Sjötti og sjöundi hálshryggjarliðurinn mynda ásamt efsta rifbeini festingu fyrir keðju sem samanstendur af lungunum, þindinni og öllu því sem tengist þindinni, þ.e. kviðarholslíffærum.
Þess vegna mun örvefur í kviðarholi eða önnur spenna sem togar neðan frá alltaf hafaaflfræðileg áhrif á ofangreinda hálshryggjarliði.
Hvenær ættir þú að leita til læknis?
Það eru ákveðin einkenni sem geta bent til sjúkdóms eða alvarlegra vandamála. Einkenni eins og dofi í báðum handleggjum, hreyfitruflanir í handleggjum, minnisvandamál, meðvitundarleysi, öndunarerfiðleikar og vandamál í fótleggjum. Vegna ofangreindra einkenna ætti ávallt að leita til heimilislæknis.
Meðferð við brjósklosi í hálsi
Osteópatísk nálgun á meðferð á brjóskvandamálum og brjósklosi í hálsi:
- Leiðrétta skekkjur í hálshryggjarliðum (liðir sem hafa færst fram, hallast, snúist eða hliðrast) og þar með auka pláss fyrir taugar.
- Vinna með blóðflæði á og í kringum svæðið.
- Draga úr togkrafti frá bandvef og liðböndum sem tengjast hryggjarliðunum (hér er unnið með keðjur sem liggja frá hálsi, í gegnum brjóstkassa og niður í kviðarhol).
- Leiðrétta líkamsstöðu (framstæð höfuð- og axlarstaða, mikið sveigðann háls og almennt framhallandi líkamsstaða).
- Styðja líkamann í að berjast gegn bólgum (með meðferð á ósjálfráða taugakerfinu, hjarta, lungum, blóðrásarkerfi, lifur, nýrum og meltingarkerfi).
- Hvíld og streitustjórnun.
Osteópatísk nálgun við brjósklos í hálsi
Handvirk meðferð og endurhæfing getur verið árangursrík gegn einkennum brjóskloss eða útbungunar á brjóskþófa, meðal annars með því að draga úr verkjum og bæta starfsemi í hálsi.
Ert þú með brjósklos í hálsinum? Bókaðu tíma í dagGóðar æfingar gegn brjósklosi í hálsi
Í myndbandinu hér að neðan eru góðar æfingar sem miða að því að geta dregið úr einkennum brjóskloss í hálsi. Æfingarnar ætti að framkvæma 3–4 sinnum á dag í eina viku. Ef það nægir ekki til að minnka einkenni brjósklossins er best að leita ráða hjá sérfræðingi.
ATH myndbandið er á ensku.
Algeng leitarorð
Verkir í hnakka og hálsi
Brjósklos
Bakverkir
Kjálkaverkir og virkni kjálkaliða
Frosin öxl
Heilahristingur
Hnéverkir