Við meðhöndlum

Fyrirtíðarspennu

Hægt er að læra meira um fyrirtíðarspennu hér.

Hvað er fyrirtíðarspenna?

Fyrirtíðarspenna (Premenstrual syndrome, PMS) hefur áhrif á flestar konur einhvern tíma á ævi þeirra. Fyrir sumar getur það verið mikil áskorun en fyrir aðrar er þetta spurning um væg einkenni. PMS felur í sér mörg mismandi einkenni sem koma fram þegar fer að líða að tíðum, sem er einnig tímabilið eftir egglos. Einkennin hverfa oft stuttu eftir að tíðir hefjast og þar á eftir getur komið algjörlega einkennalaust tímabil. Meira um tíðaverki hér.

Sársauki vegna fyrirtíðarspennu? Bókaðu tíma í dag

Flýtileið [Vis]

    ​PMS tíðni

    70-80% allra kvenna upplifa PMS einkenni fram að tíðum sem er eðlilegt. PMS getur verið vandamál hjá ca. 3-10% kvenna sem eru með alvarlegri einkenni en má búast við á þessu tímabili tíðahringsins. Hjá um það bil helmingi þessara kvenna eru sálræn einkenni allsráðandi.

    Þessi meira hamlandi einkenni fyrir þennan hóp eru kölluð sjúkleg fyrirtíðarspenna (Premenstrual Dysphoric Disorder, PMDD)

    Heimild: John Hopkins Medicine

    Fyrirtíðarspenna

    Orsakir PMS

    Ekki hefur verið ákvarðað hver raunveruleg orsök PMS er, en það eru nokkrar kenningar um orsök alvarlegri einkennamynda hjá sumum konum. Hér virðist prógesterón gegna mikilvægu hlutverki í alvarleika PMS.

    Það virðast vera eðlileg gildi af kynhormónum sýnileg á þessu tímabili en hugsanlega er aukið næmi fyrir prógesteróni.

    Það getur verið að prógesterón hamli taugaboðefnin GABA og serótónín í heilanum. Þetta gæti verið möguleg skýring á sálrænu einkennunum.

    PMS einkenn hverfa þegar konur fara í tíðahvörf. Hins vegar geta önnur einkenni sem tengjast því að fara í tíðarhvörf komið í stað PMS einkenna. Við og eftir tíðarhvörf fær maður ekki PMS/PMDD lengur en hins vegar geta mörg einkenni sem konur upplifa verið nátengd.

    Heimild: Sundhed.dk

    Við sjáum í Osteonordic að bakverkir, grindarverkir, vöðvaverkir og fleira geta stuðlað undir fyrirtíðaspennu.

    Hvenær fær maður fyrirtíðarspennu?

    Greining á PMS eða PMDD er gerð af lækni eftir að hafa útilokað aðra sjúkdóma sem geta valdið sömu einkennamynd. Þegar aðrir sjúkdómar hafa verið útilokaðir er greiningin gerð á grundvelli sálrænna og/eða líkamlegra einkenna sem koma fram fyrir blæðingar og enda eftir að blæðingar hefjast.

    Heimild: Sundhed.dk

    Meðhöndlun á PMS

    Í langflestum tilfellum er engin þörf á að meðhöndla væg PMS einkenni. Vandamálið kemur upp þegar einkennin hafa áhrif á daglegt líf kvenna. Það hafa ekki verið gerðar margar rannsóknir á fyrirtíðarspennu og flest lyf hafa reynst árangurslaus. Bestu áhrifin hafa sést með SSRI/SNRI (þunglyndislyfjum). Hugsanleg áhrif geta komið frá getnaðarvarnarpillum eða vegna GnRH-hemjandi lyfja.

    Heimild: Min Medicin

    Fyrirtíðarspenna

    Munurinn á PMS og PMDD

    Helsti munurinn á PMS og PMDD er fyrst og fremst alvarleikastig einkenna. Sem þýðir að einkenni sem geta virst sérstaklega lamandi og hafa oft sterkan sálrænan karakter, t.d. sjálfsvígshugsanir myndu einkennast sem PMDD. Aftur á móti er PMS nokkuð eðlilegt ástand, en getur samt verið mismunandi í styrkleika hjá einstaklingnum. Þetta getur stuðlað að því að draga úr lífsgæðum á tímabilinu, jafnvel þótt um PMS sé að ræða. PMDD er frábrugðið á þann hátt að það hefur í för með sér færri líkamleg einkenni, en sterkar sálfræðilegar áskoranir. Þunglyndi og kvíði sjást oft hér í vikunni fyrir tíðir. Sjúkleg fyrirtíðarspenna er oft heilkenni sem gleymist að hugsa um í greiningarferlum.

    Heimild: Ugeskriftet.dk

    Þetta þýðir því að ef einkenni er kvíði, þá er það sterkari vísbending um PMDD frekar en PMS.

    Útbúinn hefur verið spurningalisti sem getur skýrt betur hvar á þessu rófi einstaklingur getur verið. Mælt er með honum í mörgum rannsóknum á þessu efni. Sjá nánar um listann hér.

    Eins og með PMS er orsök PMDD óþekkt og þess vegna ætti alltaf að taka tillit til aðstæðna hvers einstaklings fyrir sig.

    Einkenni PMS

    Þar sem PMS er samansafn einkenna á ákveðnu tímabili getur einkennamyndin verið mjög mismunandi eftir einstaklingum. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að útiloka aðra sjúkdóma fyrst. Einkenni sem sjást oft við PMS:

    Dæmi um líkamleg einkenni

    • Aum brjóst
    • Uppþemba
    • Vökvasöfnun, til dæmis í ökkla
    • Þyngdaraukning
    • Höfuðverkur af ólíkum toga
    • Húðbreytingar
    • Hægðatregða
    • Ógleði

    Dæmi um sálræn einkenni

    • Sorg og depurð
    • Pirringur
    • Tilhneigingu til að gráta
    • Eirðarleysi og áhyggjur
    • Einbeitings- og svefnvandamál
    • Í mjög sjaldgæfum tilfellum gætu verið sjálfsvígshugsanir

    Heimild: Apoteket.dk

    Fyrirtíðarspenna

    Osteópatísk meðhöndlun

    ​Osteópatía getur mögulega dregið úr einkennum á þessu tímabili með því að vinna með t.d. ósjálfráða taugakerfið. Þetta mun oft vera í tengslum við slökun/craniosacral meðferð.

    Einnig getur verið tækifæri til að skoða þau svæði sem verða fyrir vöðvaspennu á tímabilinu og reyna þar með að draga úr þessari spennu.

    Þetta getur falið í sér ítarlegri skoðun á taugatengingum í innyflum og stoðkerfi.

    Auk þess er afar mikilvægt að meðferðaraðili eigi samtal við skjólstæðing um lífsstílsþætti sem geta haft áhrif á einkennin. Þetta gæti falið í sér streituminnkun, svefn, hreyfingu og aðrar einstakar ráðstafanir. 

    Functionel Medicine

    Functional medicine er annar valkostur eða viðbótarmeðferð við lyf eða osteópatíu. Hér eru allir undirliggjandi þætti sem gætu haft áhrif á PMS/PMDD skoðaðir. Þetta er gert út frá meðal annars lífefnafræði, lífeðlisfræði, næringarfræði, taugalífeðlisfræði, erfðafræði og þarmaflóru.

    Heimild: Ifm.org

    Þetta er gert á grundvelli ítarlegs viðtals og/eða rannsóknarstofuprófa, ef í ljós kemur að það eigi við. Þetta gætu verið prófanir á meltingarvegi, hormónakerfi, vítamínum/steinefnum, amínósýrum o.fl.

    Það er mikilvægt að benda á að allir eru mismunandi og því er ekki um staðlaða meðferð að ræða. Svipuð einkennamynd hjá tveimur einstaklingum getur leitt til mismunandi meðferðar.

    Functional Medicine reynir að hafa allar viðeigandi rannsóknir í huga og taka tillit til einstaklingsbundna sjónarmiða. 
    Fyrirtíðarspenna

    Hafðu samband við okkur í dag

    Við erum alltaf tilbúin að hjálpa. Ef þú hefur einhverjar spurningar um Osteonordic, hvenær og hvar við opnum eða eitthvað allt annað – ekki hika við að hafa samband við okkur.