Við meðhöndlum

Hopparahné

Losaðu þig við hopparahné og hnéverki

​Hopparahné

Hopparahné (e. jumper‘s knee), einnig þekkt sem patellar sinitis, einkennist af sársauka frá sininni rétt fyrir neðan hnéskelina. Oft er um sinabólgu að ræða sem þýðir að þetta er erting/bólga í sininni sem liggur frá hnéskelinni að neðri hluta fótleggsins. Þetta eru algeng meiðsli vegna ofreynslu sem hefur venjulega áhrif á íþróttafólk og aðra sem æfa mikið. Venjulega byrja einkenni við stökk og snöggar stefnubreytingar eða stöðvanir.

Hnéverkir? Leyfðu okkur að aðstoða

 

 

Ivar Dagsson
Ivar Dagsson

Meðstofnandi, forstjóri Osteonordic, löggiltur osteópati og sjúkraþjálfari.

Flýtileið [Vis]

    Hopparahné – ástæður, einkenni og medhöndlun

    Líffærafræði patellar sinar og virkni hennar

    Framan á læri er stór vöðvi sem sér um að rétta úr hnéliðnum (musculus quadriceps femoris) sem festur er við efri brún hnéskeljarinnar með sterkri sin. Frá neðri brún hnéskeljarinnar heldur sinin áfram og festist við efsta hluta sköflungsins. Þessi sin er kölluð hnéskejlarsin (e. patellar tendon) og hún hjálpar vöðvanum framan á læri að rétta úr hnénu. Hopparahné er bólguástand í hnéskeljarsininni. Lestu meira um hnéverki hér.

    Orsakir og áhættuþættir fyrir hopparahné

    Aðallega stafa meiðslin af ofreynslu þar sem hnéskeljarsinin verður ert. Erting myndast þegar það er endurtekið álag á sinina. Þegar þetta gerist koma smárifur í hana sem líkaminn reynir að gera við. Þetta getur gert það að verkum að það myndast ör sem draga úr teygjanleika í sininni sem svo eykur hættuna á áframhaldandi óþægindum og meiðslum.

    Við hopp tekst maður á loft og lendir með beygt hné sem veldur miklu álagi á hnéskelina. Þess vegna sést hopparahné oftast við athafnir sem fela í sér endurteknar lendingar, stefnubreytingar og hopp eða það sem mætti kallast sprengihreyfingar.

    Líkamsgerðin getur einnig aukið hættuna á að fá hopparahné. Hér skiptir máli hvort maður sé kiðfættur eða með ilsig. Það er aukin hætta á að fá hopparahné við æfingar á hörðu undirlagi og í slæmum skóm.

    Hopparahné (Jumper’s knee)

    Einkenni

    Venjulega kemur sársauki fyrst eftir stökk, lendingu eða eftir erfiða æfingu. Stundum geta einkennin líka verið minna áberandi og þróast yfir ákveðinn tíma. Oftast er sársauki í sininni þar sem hún kemur frá neðri brún hnéskelarinnar og festist við sköflunginn. Verkurinn á það til að byrja á minna svæði í sininni og með tímanum verður hann sterkari og breiðist út yfir stærra svæði.

    Að jafnaði versnar verkurinn við hlaup og stökk. Stundum kemur sársauki fram þegar ekið er bíl, klifrað upp stiga eða setið með bogið hné í langan tíma.

    Greiningaraðferðir fyrir hopparahné

    Á grundvelli sjúkrasögu og niðurstaða við skoðun á hné er oft auðvelt að greina hopparahné. Við skoðun eru greinileg eymsli þegar komið er við hnéskeljarsinina. Í sumum tilfellum er hægt að útfæra segulómskoðun eða ómskoðun til að vera viss en það er vanalega ekki nauðsynlegt.

    Mismunandi stig bólgu hnéskeljarsin

    Einkennum má skipta upp í 4 fasa.

    1. Verkur eftir að hafa stundað íþróttir.
    2. Verkur í upphafi æfingar sem hverfur aftur á meðan á upphitun stendur. Verkur kemur aftur fram eftir æfingu.
    3. Verkur er til staðar bæði í hvíld og við þjálfun.
    4. Sinin er rifin að hluta til eða alveg þvert yfir.
    Hopparahné (Jumper’s knee)

    Íhaldssamt meðferðarúrræði

    Hægt er að meðhöndla hnéverki með teygjum og með því að vefja þunnum klút utan um íspoka og setja á hnéð í u.þ.b. 15 mínútur. Kæling eða teygjur lækna ekki meiðslin en þau geta haft verkjastillandi áhrif.

    Oftast mun meðhöndun á hopparahné fela í sér endurhæfingu og hvíld frá athöfnum sem reyna mikið á hnéð eins og boltaleikir, stökkleikfimi og hlaup. Rannsóknir hafa sýnt að þung, hæg styrktarþjálfun hefur jákvæð áhrif á hopparahné. Um er að ræða æfingar þar sem sinin lengist með þyngd á sér. Þetta örvar bandvefsfrumur til að styrkja sinina og vöðva.

    Sjúkraþjálfun og endurhæfing

    Í sumum tilfellum er hægt að létta á hnénu með því að teipa utan um það. Sjúkraþjálfarar geta gert þetta og einnig gefið ráðleggingar varðandi teip. Þetta getur hins vegar ekki læknað meiðslin, en getur veitt verkjastillingu.

    Sjúkraþjálfarar geta hjálpað við að búa til persónulegt endurhæfingarprógram og leiðbeint í þungri hægri styrktarþjálfun. Endurhæfingaráætlunin samanstendur venjulega af þjálfun annan hvern dag. Það er ásættanlegt að hafa verki þegar þú stundar þungar hægar styrktaræfingar, en það eiga ekki að vera verkir til staðar eftir æfingarnar. Ef það gerist verður að endurmeta æfingarnar í samráði við sjúkraþjálfara.

    Til dæmis er hægt að útfæra þunga hæga styrktarþjálfun með þrjú sett af hnébeygju og fótapressu. Í fyrstu vikunum eru 15 endurtekningar í hverju setti. Æfingarnar eiga að vera svo þungar að það væri ekki hægt að gera fleiri en 15 endurtekningar. Hægt og rólega þegar vikurnar líða fækkar í endurtekningum og þyngdin eykst þannig að hámarksendurtekningar eru 6 í hverju setti. Mikilvægt er að leggja áherslu á að gera æfingarnar hægt þannig að hver endurtekning taki u.þ.b. 6-8 sekúndur; 3-4 sekúndur niður og 3-4 sekúndur upp. Hér á að gera ráð fyrir þjálfun í 12 vikur og helst lengur til að sinna viðhaldsþjálfun.

    Hopparahné (Jumper’s knee)

    Skurðaðgerð sem meðferðarúrræði

    Í mjög sjaldgæfum tilfellum getur skurðaðgerð verið nauðsynleg. Það kemur venjulega aðeins til greina eftir að hvíld og endurhæfing hefur verið prófuð í 6 mánuði án árangurs. Aðgerðin fer þannig fram að skurðlæknir skoðar inn í hnéð og þrífur upp í kringum sinina. Stundum er örvefur og kölkun í sininni fjarlægð. Þegar aðgerðinni er lokið er langtímaendurhæfing nauðsynleg.

    Forvarnir og ábendingar til að forðast endurtekið hopparahné

    Sinvefur grær hægar en vöðvavefur vegna þess að það eru engar æðar þar til staðar. Það er mikilvægt að auka æfingarmagn hægt og rólega til að ná nægum styrk í vöðva- og sinvef til að forðast endurtekið hopparahné. Þetta er meðal annars gert með því að auka smám saman hlaupahraða.

    Auk þess er hægt að byrja á því að bæta rólegum stefnubreytingum og stuttum sprettum í þjálfunina svo líkaminn venjist álaginu og auka svo smám saman hraða. Í lok endurhæfingar er líkaminn oftast tilbúinn til að þjálfa stökk aftur. Það getur verið gott að byrja á því að hoppa á mjúku yfirborði eins og froðudýnu eða trampólíni.

    Ekki hika við að halda áfram með almenna styrktarþjálfun því það dregur úr hættu á meiðslum vegna ofreynslu.

    Æfing fyrir hoppara hné – jumpers knee

    Hopparahné (Jumper’s knee)

    Hafðu samband við okkur í dag

    Við erum alltaf tilbúin að hjálpa. Ef þú hefur einhverjar spurningar um Osteonordic, hvenær og hvar við opnum eða eitthvað allt annað – ekki hika við að hafa samband við okkur.