Við meðhöndlum

Baker's blöðru

Meira um Baker's blöðru (e. Baker's cyst/popliteal cyst) og fylgikvilla hennar.

Hvað er Baker’s blaðra?

Baker’s blaðra (e. Baker’s cyst/popliteal cyst) myndast frá slímhúð aftan á hnéliðnum (í hnésbót). Oft er blaðran lítil og uppgötvast fyrir tilviljun en hún getur líka bólgnað upp og valdið þrýstingi á vefi í kring. Blaðran getur valdið verkjum aftan á hné og í sumum tilfellum í kálfavöðva. Í mjög sjaldgæfum tilfellum getur blaðran sprungið, sem veldur miklum og snörpum verkjum í kálfanum. Baker’s blaðra myndast oftast ef annar sjúkdómur eða meiðsli eru nú þegar til staðar í hnénu.

Flýtileið [Vis]

    Af hverju fær maður Baker’s blöðru?

    Hjá fullorðnum er orsök Baker’s blöðru oftast erting í slímhúðinni í hnénu. Baker’s blaðra fylgir ýmsum kvillum í hnénu eins og iktsýki, slitgigt og meiðslum í liðþófa.

     

    Hvernig myndast Baker’s blaðra?

    Blaðran myndast frá liðvökva úr hnéliðnum sjálfum sem þrýstist út úr liðhylkinu.

    Einkenni Baker’s blöðru

    • Þrýstingur og eymsli aftan á hnénu
    • Eymsli í öllu hnénu
    • Stífleiki og skert hæfni til að beygja hnéð alla leið
    • Verkir og þroti í tengslum við göngur og hlaup
    • Skyntruflanir í kringum sköflung og fót

    Orsakir Baker’s blöðru

    Orsökin er oftast tengd öðum kvilla í hnénu sem þróar Baker’s blöðru. Blaðran er oftast tengd hnéliðnum í gegnum lítið op og getur þess vegna breyst í stærð eftir því hvernig vökvaþrýstingurinn er í liðnum sjálfum. Í sumum tilfellum klemmist fyrir þetta litla op sem gerir það að verkum að blaðran hverfur ekki þó sjúkdómurinn/meiðslin í hnénu séu gróin og stöðug.

    Baker’s blaðra (Baker’s cyst)

    Baker’s blaðra og bólginn fótur

    Í sumum tilfellum getur Baker’s blaðra líkst bláæðablóðtappa í fótlegg, en munurinn er sá að blaðran er ekki hættuleg í sjálfu sér. Ef blaðran þrýstir á bláæð og slagæð sem liggja í gegnum hnéð getur fóturinn bólgnað upp og orðið aumur. Í ákveðnum tilfellum þar sem erfitt getur verið að greina orsökina á bakvið myndun blöðrunnar er oftast vísað til heimilislæknis og jafnvel til skoðunar á sjúkrahúsi.

    Rof á Baker’s blöðru

    Þegar blaðran springur kemst vökvi á milli kálfavöðvanna sem þróast í ertingarástand á svæðinu. Kálfinn verður rauður og aumur og sársaukafullt verður að teygja á kálfavöðvanum.

    Efins um hvort við getum aðstoðað?

    Bókaðu 15 mínútna óskuldbindandi samtal.

    Bóka ókeypis skimun.
    Baker’s blaðra (Baker’s cyst)

    Meðhöndlun á Baker’s blöðru

    Fyrst reynir maður að hvíla svæðið til að sjá hvort blaðran hverfi af sjálfu sér. Í sumum tilfellum getur verið hálplegt að binda um hnéð til að styðja við það og draga úr bólgunni. Oft er þetta gert samhliða ákveðnum æfingum til að virkja bláæðakerfið.

    Meðhöndlun á mjúkvef í kringum hné getur einnig hjálpað til við að losa um vöðvana. Ef meðferðin hefur ekki áhrif er vökvinn venjulega tæmdur og hnéð sprautað með nýrnahettuhormóni (kortison).

    Ef orsökin sjálf hefur verið meðhöndluð, sem er venjulega sjúkdómur/meiðsli í hné, og blaðran er enn að trufla, gæti þurft að fjarlægja blöðruna með aðgerð.

    Osteopatísk meðferð á Baker’s blöðru

    Með osteopatískri nálgun getum við tilgreint ástæðuna fyrir því afhverju það er viðvarandi eymsli í blöðrunni.

    Mikilvægt er að einblína á allan líkamann þar sem orsökina er oft að finna annars staðar en í hnénu.

    ​Til dæmis getur það verið vegna þess að fell (e. fascia) í kringum líffærin er þétt og getur þar með þrýst á nára, þar sem bláæð, slagæð og taug fara í gegn og halda áfram niður aftanverðan hnéliðinn. Það getur líka stafað af óeðlilegri lífeðlisfræðilegri líkamstarfssemi, þ.e.a.s. hversu vel liðir og vöðvar hreyfast innbyrðis.

    Ef það er takmörkun á hreyfingu þindarinnar hefur það einnig áhrif á getu líkamans til að dæla blóði og vökva um líkamann í gegnum bláæða- og slagæðakerfið. Þetta getur valdið áframhaldandi bólgu í hnénu.

    Til þess að meðhöndla blöðruna þarf fyrst að finna orsök hennar og skoða síðan öll þau kerfi sem geta verið að hindra ákjósanleg skilyrði fyrir lækningu.

    Baker’s blaðra (Baker’s cyst)

    Góð ráð gegn Baker’s blöðru

    • Forðast athafnir sem valda meiri sársauka og bólgu
    • Létta á hnénu
    • Æfingar fyrir bláæðakerfið
    • Hjóla með léttri mótstöðu

    Æfingar fyrir Baker’s blöðru

    Í myndbandinu hér ofar á síðunni má sjá æfingarnar.

    • Setja upprúllað handklæði eða teppi undir hnéð þar blaðran er. Lyfta tánum í átt að þér, lyfta strekktum fótlegg, lækka fótlegg aftur og þegar hællinn snertir gólfið má slaka á ökkla og fæti.
    • Liggja á bakinu. Draga fótlegginn að sér og teygja hægt og rólega á.
    • Liggja á maganum. Beygja fótlegginn og teygja hægt og rólega á.
    • Liggja á bakinu með fótleggi í 90 gráður og fæturnar á vegg. Strekkja og beygja hné til skiptis
    • Standa upprétt og styðja sig við stól ef þörf er á. Lyfta hné upp í u.þ.b. 90 gráður við mjöðm og lækka aftur.
    Baker’s blaðra (Baker’s cyst)

    Algengir tengdir kvillar

    Fannst þú ekki það sem þú varst að leita að?
    Baker’s blaðra (Baker’s cyst)

    Hafðu samband við okkur í dag

    Við erum alltaf tilbúin að hjálpa. Ef þú hefur einhverjar spurningar um Osteonordic, hvenær og hvar við opnum eða eitthvað allt annað – ekki hika við að hafa samband við okkur.