Við meðhöldum óþægindi eftir
Eggjastokkaskurðaðgerð
Nánari upplýsingar um eggjastokkaskurðaðgerðir hér
Hvað er eggjastokkaskurðaðgerð?
Skurðaðgerð á eggjastokkum er gerð til að greina eða meðhöndla sjúkdóma í eggjastokkum. Þetta getur falið í sér að fjarlægja blöðrur, legslímuflakk, stíflur eða æxli, ásamt viðgerðum á eggjastokkum. Hægt er að framkvæma eggjastokkaskurðaðgerðir með mismunandi aðferðum, meðal annars með kviðsjáraðgerð eða opinni skurðaðgerð. Aðferðin er valin eftir ástandi og heilsu sjúklingsins.
Fyrir aðgerð er sjúklingur metinn vandlega af lækni til að tryggja að aðgerðin henti og til að ákveða í sameiningu bestu útfærslu aðgerðarinnar. Á meðan á undirbúningi fyrir aðgerðina stendur gæti verið nauðsynlegt að fasta og hætta á tilteknum lyfjum.
Flýtileið [Vis]
Eggjastokkanám (fjarlæging eggjastokka) – allt sem þú þarft að vita
Eggjastokkar eru oft fjarlægðir við kviðsjáraðgerð. Ef kviðsjáraðgerð er ekki möguleg er notast við opna aðgerð, þar sem skurðurinn verður annað hvort láréttur eða lóðréttur.
Í kviðsjáraðgerð er kviðsjá komið fyrir inni í kvið í gegnum lítinn skurð hjá nafla. Næst er kviðarholið fyllt af lofti svo að skurðlæknirinn fái yfirsýn yfir neðri hluta kviðsins. Tveir litlir skurðir eru gerðir í bikinílínunni þar sem hægt er að setja inn hjálpartæki.
Í opinni skurðaðgerð er einungis sýktur vefur fjarlægður ef um góðkynja sjúkdóma er að ræða. Þegar um illkynja æxli er að ræða mun oft þurfa að fjarlægja báða eggjastokka, leg, fituvef og botnlanga vegna hættu á útbreiðslu til þessara líffæra. Aðferðin er ákveðin í samræmi við lækni fyrir aðgerðina.
Hormónaframleiðslan helst að fullu leyti ef aðeins annar eggjastokkurinn var fjarlægður eða hluti af honum, þar sem hinn eggjastokkurinn tekur við framleiðslunni. Í þeim tilvikum þar sem báðir eggjastokkarnir hafa verið fjarlægðir er hormónameðferð nauðsynleg ef sjúklingurinn er ekki komin yfir tíðahvörf.
(Heimild: Region Midtjylland)
Umönnun eftir eggjastokkaaðgerð
Eftir eggjastokkaaðgerð er mikilvægt að fylgja ráðlagðri umönnun til að bæta bataferlið og lágmarka hættuna á fylgikvillum. Hér að neðan eru almennar leiðbeiningar varðandi umönnun til að tryggja gott bataferli:
1. Verkjastilling: Lyfjum er ávísað til að lina sársauka og óþægindi eftir aðgerð. Lyfin á að taka samkvæmt fyrirmælum læknis.
2. Hreyfing: Almennt er mælt með því að forðast þungar lyftingar og líkamlega áreynslu í einhvern tíma eftir aðgerð. Mikilvægt er að hvíla sig og gefa líkamanum tíma til að jafna sig. Hreyfing getur verið aukin smám saman eftir fyrirmælum læknis.
3. Umhirða sára: Fylgja skal leiðbeiningum læknis varðandi umhirðu sára. Skipta skal um sárabindi eða plástur eins og mælt er fyrir um. Einnig á að fylgjast með merkjum um sýkingu eins og roða, bólgu eða vökvamyndun. Ef grunur leikur á sýkingu skal hafa samband við lækni.
4. Mataræði: Hollt mataræði sem inniheldur mikið af ávöxtum, grænmeti og heilkornafæði er mikilvægt fyrir gott bataferli.
5. Verkir í öxlum: Algengt er að finna fyrir verkjum í öxlum eftir eggjastokkaaðgerð vegna gassins sem notað er við aðgerðina. Að leggjast niður, hvíla sig og hita eða kæla axlirnar getur hjálpað við að lina sársaukann.
6. Eftirfylgni: Mikilvægt er að fylgja eftir bókuðum tímum með fagaðila til að hafa umsjón með bataferlinu.
Venjan er að koma heim af spítalanum sama dag og farið í aðgerðina. Samið er um hvort eigi að koma í skoðun á spítalann eða fá símatíma hjá hjúkrunarfræðingi. Jafnframt er samið um hvernig eigi að miðla niðurstöðum vefskoðunar eftir aðgerðina til sjúklings.
Líkur eru á því að sjúklingur finni fyrir meiri þreytu en vanalega í nokkrar vikur eftir aðgerðina. Eiga má von á því að vera í veikindaleyfi í tvær vikur eftir aðgerð. Ef um þunga líkamlega vinnu er að ræða gæti þurft veikindaleyfi í þrjár vikur.
Hormónameðferð eftir eggjastokkaaðgerð
Eftir eggjastokkaaðgerð getur hormónameðferð verið valkostur til að bæta upp fyrir skort á hormónaframleiðslu.
Hormónameðferð felur í sér að taka hormón eins og estrógen og prógesterón til að viðhalda hormónajafnvægi í líkamanum.
Meðferð með hormónum getur verið nauðsynleg ef kona finnur fyrir einkennum hormónaskorts eftir aðgerð á eggjastokkum. Einkenni geta meðal annars verið hitakóf, þurrkur í leggöngum, svefntruflanir eða skapsveiflur. Einnig getur verið nauðsynlegt að taka hormón til að viðhalda almennri heilsu, sem og beinstyrk og hjartaheilsu.
Það er hins vegar mikilvægt að vera meðvitaður um að hormónameðferð getur haft aukaverkanir. Hún getur meðal annars aukið hættu á tilteknum krabbameinum og hjarta- og æðasjúkdómum. Þess vegna ætti að vega ávinning meðferðarinnar vandlega á móti áhættunni sem henni fylgir. Regluleg eftirfylgni er mikilvæg til að fylgjast með breytingum í líkamanum í kjölfar meðferðar.
Hormónameðferð getur verið gefin í töfluformi, með plástrum, kremi, leggönguhringum eða sprautum, allt eftir óskum og þörfum hvers og eins. Skammtar og lengd meðferðar eru einnig einstaklingsbundin.
(Heimild: Copenhagen Cardiovascular Clinic)
Kvensjúkdómaskurðaðgerð – Eggjastokkanám
Tilhugsunin um kvensjúkdómaskurðaðgerð getur verið yfirþyrmandi og valdið áhyggjum hjá mörgum konum. Þetta er samt ekki endilega eins flókið og það hljómar.
Eggjastokkanám (ovariectomy) er skurðaðgerð þar sem annar eða báðir eggjastokkarnir eru fjarlægðir. Það geta verið nokkrar ástæður fyrir því að framkvæma þessa aðgerð eins og getið er um hér fyrir ofan. Sem dæmi má nefna fjarlægingu á æxlum, legslímuflakki og blöðrum á eggjastokkum. Einnig er hægt að framkvæma fyrirbyggjandi aðgerð gegn krabbameini.
Það er mikilvægt að hafa í huga að eggjastokkanám er örugg aðgerð sem getur hjálpað konum að takast á við ýmis heilsufarsvandamál. Með því að kynna sér aðferðir aðgerðarinnar og hvers má búast við geta sjúklingar dregið úr ótta sínum og tekið upplýstar ákvarðanir um heilsu sína.
(Heimild: Sundhed.dk)
Áhættur við fjarlægingu eggjastokka
Áhættan við að fjarlægja eggjastokka með skurðaðgerð er lítil. Blæðingar og sýkingar eru meðal algengustu fylgikvilla. Í mjög sjaldgæfum tilfellum geta nærliggjandi líffæri skaðast. Þetta gæti til dæmis átt við þvagblöðru, þvagrás, þarma eða æðar.
Skaðinn yrði meðhöndlaður eins og hægt væri í sömu aðgerð. Það gæti hins vegar þurft að breyta aðgerðinni í opna aðgerð með svokölluðum „bikinískurði“, sem er þverskurður í kviðvegg rétt fyrir ofan hárlínuna við kynbeinið.
Í mjög sjaldgæfum tilfellum uppgötvast fylgikvillar eftir aðgerð.
Eftir allar aðgerðir geta myndast bólgur eða blætt, jafnvel innvortis. Í mjög sjaldgæfum tilfellum geta innvortisblæðingar orðið lífshættulegar ef þær uppgötvast ekki og eru því ekki meðhöndlaðar í tæka tíð.
Þar að auki er alltaf einhver áhætta til staðar þegar sjúklingur er svæfður/deyfður til fulls.
Ástæður fyrir fjarlægingu eggjastokka: Hvenær er það nauðsynlegt?
Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fjarlægja eggjastokka. Sem dæmi má nefna legslímuflakk, blöðrur, góðkynja eða illkynja æxli og brjóstakrabbamein. Það getur einnig verið mælt með því að fjarlægja eggjastokka sem hluti af fjarlægingu á legi (legnám).
Við framkvæmum kvensjúkdómameðferðir (eingöngu kvenkyns læknar).
Heilbrigðisáhrif eggjastokkaaðgerða – við hverju má búast
Eggjastokkaskurðaðgerð getur haft mismunandi heilsufarsáhrif, allt eftir ástæðu aðgerðarinnar og tegund hennar. Hér eru nokkur algeng heilsufarsáhrif sem má búast við að finna fyrir eftir eggjastokkaaðgerð:
1. Verkir og óþægindi: Eftir aðgerð má búast við að finna fyrir verkjum og óþægindum á svæðinu í kringum eggjastokkana. Þetta getur varað í nokkra daga eða vikur, allt eftir umfangi inngripsins.
2. Blæðing: Minniháttar blæðing frá sárinu er eðlileg eftir aðgerð. Henni ætti að linna innan nokkurra daga. Ef blæðingin verður mikil eða varir lengur skal hafa samband við lækni.
3. Örvefur: Skurðaðgerð á eggjastokkum getur skilið eftir sig örvef sem getur haft áhrif á starfsemi eggjastokkana og valdið sársauka eða óþægindum síðar. Ef þrálát einkenni eru til staðar skal hafa samband við lækni.
4. Sýking: Almennt eykur skurðaðgerð hættu á sýkingu. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum læknisins um sáraumönnun og taka ávísuð sýklalyf til að draga úr hættu á sýkingu.
5. Hormónabreytingar: Það fer eftir tegund skurðaðgerðar hversu mikil áhrif hún hefur á hormónamagnið í líkamanum. Aðgerðin getur valdið breytingum á tíðahringnum, skapsveiflum eða öðrum hormónatengdum einkennum. Þessar breytingar geta verið tímabundnar eða varanlegar, allt eftir umfangi aðgerðarinnar.
6. Frjósemi: Ef farið er í eggjastokkaaðgerð á öðrum eða báðum eggjastokkum getur það haft áhrif á frjósemi. Ef þungun er fyrirhuguð í framtíðinni er mikilvægt að ræða það við lækni þar sem sumar tegundir skurðaðgerða geta dregið úr líkum á náttúrulegri þungun. Þá geta aðrar aðferðir komið til greina eins og frjósemismeðferð eða eggjastokkaígræðsla.
(Heimild: Breastcancer.org)
Heilbrigðisáhrif eggjastokkaaðgerða – við hverju má búast
Eggjastokkaskurðaðgerð getur haft mismunandi heilsufarsáhrif, allt eftir ástæðu aðgerðarinnar og tegund hennar. Hér eru nokkur algeng heilsufarsáhrif sem má búast við að finna fyrir eftir eggjastokkaaðgerð:
1. Verkir og óþægindi: Eftir aðgerð má búast við að finna fyrir verkjum og óþægindum á svæðinu í kringum eggjastokkana. Þetta getur varað í nokkra daga eða vikur, allt eftir umfangi inngripsins.
2. Blæðing: Minniháttar blæðing frá sárinu er eðlileg eftir aðgerð. Henni ætti að linna innan nokkurra daga. Ef blæðingin verður mikil eða varir lengur skal hafa samband við lækni.
3. Örvefur: Skurðaðgerð á eggjastokkum getur skilið eftir sig örvef sem getur haft áhrif á starfsemi eggjastokkana og valdið sársauka eða óþægindum síðar. Ef þrálát einkenni eru til staðar skal hafa samband við lækni.
4. Sýking: Almennt eykur skurðaðgerð hættu á sýkingu. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum læknisins um sáraumönnun og taka ávísuð sýklalyf til að draga úr hættu á sýkingu.
5. Hormónabreytingar: Það fer eftir tegund skurðaðgerðar hversu mikil áhrif hún hefur á hormónamagnið í líkamanum. Aðgerðin getur valdið breytingum á tíðahringnum, skapsveiflum eða öðrum hormónatengdum einkennum. Þessar breytingar geta verið tímabundnar eða varanlegar, allt eftir umfangi aðgerðarinnar.
6. Frjósemi: Ef farið er í eggjastokkaaðgerð á öðrum eða báðum eggjastokkum getur það haft áhrif á frjósemi. Ef þungun er fyrirhuguð í framtíðinni er mikilvægt að ræða það við lækni þar sem sumar tegundir skurðaðgerða geta dregið úr líkum á náttúrulegri þungun. Þá geta aðrar aðferðir komið til greina eins og frjósemismeðferð eða eggjastokkaígræðsla.
Lífsgæði eftir eggjastokkanám
Fjarlæging á eggjastokkum geta haft afleiðingar sem hafa áhrif á lífsgæði sjúklinga. Hlutir sem geta spilað inn í þetta eru meðal annars aldur, hormónagildi og undirliggjandi sjúkdómar.
Fyrir konur sem láta fjarlægja báða eggjastokkana fyrir tíðahvörf mun það leiða til bráðra tíðahvarfa sem geta haft veruleg áhrif á lífsgæði. Þetta er vegna lækkunar á estrógenmagni, sem getur valdið einkennum eins og hitakófum, svefntruflunum, skapsveiflum, minni kynhvöt og þurri slímhúð. Þessi einkenni geta haft neikvæð áhrif á líkamlega, tilfinningalega og kynferðislega líðan. Ef kona hefur ekki þegar farið í gegnum náttúruleg tíðahvörf fyrir aðgerðina getur það verið sérstaklega krefjandi að takast á við skyndilega og verulega lækkun á hormónagildum.
Að auki getur fjarlæging á eggjastokkum leitt til aukinnar hættu á ákveðnum langtíma heilsufarsvandamálum svo sem hjarta- og æðasjúkdómum og beinþynningu. Þetta getur einnig haft áhrif á lífsgæði.
Það er mikilvægt að hafa í huga að margar konur viðhalda góðum lífsgæðum eftir fjarlægingu á eggjastokkum.
Ýmis meðferðarúrræði eru í boði til að létta einkenni við tíðahvörf, meðal annars hormónameðferð og lífstílsbreytingar. Í samráði við lækni geta konur metið bestu valkostina fyrir sig til að viðhalda eða bæta lífsgæði eftir eggjastokkanám.
Langtímaafleiðingar eggjastokkanáms
Eftir eggjastokkanám geta verið langtímaafleiðingar sem einstaklingur gæti þurft að takast á við. Hér að neðan eru nokkrar af þessum afleiðingum:
1. Hormónabreytingar: Eggjastokkarnir bera ábyrgð á framleiðslu ákveðna hormóna, þar á meðal estrógeni og prógesteróni. Þegar eggjastokkarnir eru fjarlægðir getur magn þessara hormóna lækkað verulega. Þetta getur leitt til ýmissa einkenna eins og hitakófs, þurrks í leggöngum, skapsveiflna og minnkaðrar kynhvatar. Til að vinna á móti þessum hormónabreytingum gæti þurft hormónameðferð eða annars konar meðferð.
2. Ófrjósemi: Eggjastokkanám getur það ómögulegt fyrir konur að verða barnshafandi náttúrulega. Í sumum tilfellum getur verið nauðsynlegt að fara í eggjatöku eða glasafrjóvgun fyrir aðgerðina til að varðveita eggin til síðari notkunar.
3. Aukin hætta á ákveðnum sjúkdómum: Þegar eggjastokkar eru fjarlægðir getur verið aukin hætta á ákveðnum sjúkdómum eins og beinþynningu og hjartasjúkdómum. Mikilvægt er að vera meðvitaður um það og gera ráðstafanir til að draga úr þessari áhættu, sem dæmi má nefna að viðhalda heilbrigðum lífsstíl og taka viðeigandi fæðubótarefni.
4. Andlegar og tilfinningalegar áskoranir: Eggjastokkanám getur haft veruleg áhrif á tilfinningalega líðan hjá konum. Margar konur geta fundið fyrir missi eða sorg yfir því að fjarlæga eggjastokka og þá mögulega að geta ekki eignast börn á náttúrulegan máta. Það getur verið gagnlegt að leita aðstoðar hjá meðferðaraðila eða stuðningshópi til að takast á við þessar tilfinningalegu áskoranir.
5. Líkamleg heilsa og lífsstíll: Eftir eggjastokkanám geta verið ákveðnir líkamlegir heilsuþættir sem þarf að takast á við. Þetta getur falið í sér sársauka eða óþægindi eftir aðgerð, erfiðleika við að viðhalda heilbrigðri þyngd, myndun örvefs sem og aðra fylgikvilla eftir skurðaðgerðina. Það er einnig gott að vera meðvitaður um að það geta orðið breytingar á brjóstum eða líkama.
Það getur orðið samloðun/samvöxtur vefja milli líffæra í kviðarholi. Samvöxturinn getur komið fram eftir fyrri aðgerð á maga. Sjónaukaaðgerðir fela í sér minni hættu á samvexti heldur en opnar skurðaðgerðir.
Osteópatía 101: Grunnreglur og aðferðir
Osteópatía er meðferð sem beinist að getu líkamans til að lækna sjálfan sig. Osteópatar nota margvíslegar aðferðir til að endurheimta jafnvægi og virkni í líkamanum.
Osteópatísk meðferð byggir á eftirfarandi reglum:
1. Líkaminn er heild: Osteópatar líta á líkamann sem einingu þar sem allir hlutar eru háðir hver öðrum. Þeir skoða hvernig uppbygging og starfsemi á einu svæði getur haft áhrif á önnur svæði líkamans.
2. Hæfni líkamans til að lækna sjálfan sig: Osteópatar trúa á náttúrulega getu líkamans til að lækna sjálfan sig. Með réttri örvun og leiðréttingu á uppbyggingu líkamans getur líkaminn endurheimt góða virkni.
3. Uppbygging og starfsemi eru háð hvort öðru: Osteópatar leggja áherslu á bæði uppbyggingu og starfsemi líkamans.
Aðferðir sem osteópatar nota eru:
- Meðhöndlun og virkjun
- Myofascial release meðhöndlun: Að teygja á bandvef og þrýsta á vöðva til að lina sársauka og bæta hreyfingu.
- Innyflameðhöndlun: Aðferðir sem leggja áherslu á uppbyggingu og starfsemi innri líffæra til að bæta hreyfingu og virkni um allan líkamann.
- Cranio Sacral meðhöndlun: Aðferðir sem beinast að baki og höfuðkúpu.
- Æfingar og ráðleggingar: Osteópatar útbúa æfingar og veita ráðgjöf um lífsstílsbreytingar til að efla heilsu og koma í veg fyrir meiðsli.
Hvernig osteópatía er frábrugðin öðrum meðferðum
Heildræn nálgun
Osteópatía lítur á líkamann sem eina heild þar sem öll kerfi eru tengd og hafa áhrif á hvert annað. Osteópatar skoða ekki aðeins svæðið þar sem skjólstæðingurinn finnur fyrir einkennum heldur leita einnig að orsökum og tengdum vandamálum annars staðar í líkamanum. Þetta er öfugt við sértækari meðferðir sem beinast eingöngu að einkennasvæðinu.
Handvirk meðferð
Osteópatar nota fyrst og fremst hendur sínar til að greina og meðhöndla skjólstæðinga. Þetta getur verið í formi milds þrýstings, teygju eða meðhöndlunar á vöðvum, liðum, bandvef og líffærum. Aðrir meðferðaraðilar gætu hins vegar notað verkfæri eða vélar til að meðhöndla sína skjólstæðinga.
Notkun osteópatíu: Verkjastilling og betri heilsa
Osteópatía er heildræn nálgun á heilsu sem stuðlar að því að lina sársauka og bæta heilsu með því að meðhöndla og endurheimta náttúrulegt jafnvægi og virkni líkamans. Þessar meðferðir eru notaðar við mismunandi aðstæður og við fjölda sjúkdóma:
1. Stoðkerfisvandamál: Osteópatía er sérstaklega áhrifarík þegar kemur að því að lina sársauka og bæta virkni í stoðkerfinu eins og við vöðvaspennu, liða- og bakverki, íþróttameiðsli, kviðslit, vefjagigt og fleira. Osteópati notar ýmsar handvirkar aðferðir til að vinna með vöðva, liði og bandvef til að létta sársauka, bæta hreyfisvið og endurheimta eðlilega virkni.
Hægt er að lesa meira um meðferðir okkar við verkjum í vöðvum hér.
2. Meltingarvandamál: Með því að meðhöndla ákveðin svæði í maga og þörmum getur osteópatía bætt meltingu og létt á einkennum eins og uppþembu, hægðatregðu, iðrabólgu og svo framvegis. Þetta getur hjálpað til við að endurheimta eðlilega þarmastarfsemi og draga úr myndun örvefs.
Hægt er að sjá hvaða magavandamál við meðhöndlum hér.
3. Öndunarvandamál: Osteópatía getur hjálpað til við að lina einkenni og fjarlægja orsakir öndunarvandamála, meðal annars astma, berkjubólgu og skútubólgu. Endurheimt á eðlilegri öndun og losun á stíflum í lungum og berkjum eru markmið osteópatíu þegar kemur að öndunarvandamálum.
4. Streitutengd einkenni: Osteópatía getur hjálpað til við að draga úr streitu og minnka streitutengd einkenni eins og vöðvaspennu, höfuðverk og svefnvandamál. Með því að vinna með vöðva, beinagrind, taugakerfi og öndunarfæri líkamans getur osteópatía hjálpað við að endurheimta jafnvægi og slökun í líkamanum.
5. Meðganga og eftir fæðingu: Margar barnshafandi konur upplifa verki og óþægindi í vöðvum, liðum og baki á meðgöngu. Osteópatía getur hjálpað til við að lina þennan sársauka og bæta getu líkamans til aðlögunar að líkamlegum breytingum á meðgöngu. Eftir fæðingu getur osteópatía hjálpað til við að endurheimta eðlilega starfsemi og styrk líkamans.
Þetta eru aðeins örfá dæmi um notkun osteópatíu. Osteópatía getur almennt verið gagnleg fyrir alla sem vilja bæta almenna heilsu sína og vellíðan, óháð því hvort þeir eru með ákveðin einkenni eða sjúkdóma. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að osteópatía meðhöndlar ekki alvarleg læknisfræðileg neyðartilvik og í þeim tilvikum er alltaf best að leita til læknis.
Efins um hvort við getum hjálpað?
Hægt er að bóka 15 mínútna óskuldbindandi samtal
Bóka ókeypis skimun