Við meðhöndlum
Fótaóeirð, eirðarleysi í fótleggjum (restless leg syndrome)
Meira um fótaeirðarheilkenni, einnig þekkt sem fótaóeirð.
Restless Legs Syndrome (Willis Ekbom Syndrome)
Fótaóeirð er taugaheilkenni sem einkennist af óþægilegri tilfinningu í fótleggjum og ómótstæðilegri löngun til að hreyfa þá. Þessar tilfinningar koma venjulega fram í hvíld, sérstaklega að kvöldi eða nóttu til og geta truflað svefn. Hreyfing linar venjulega tímabundið óþægindin sem tengjast fótaóeirð.
Verkir í fótleggjum? Við getum aðstoðað
Flýtileið [Vis]
Fótaóeirð, eirðarleysi í fótleggjum – ástæður, einkenni og góð ráð
Hverjar eru orsakir fótaóeirðar?
Orsakir fótaóeirðar eru ekki að fullu þekktar en það er talið tengjast samsetningu erfðaþátta og truflana í efnafræði heilans, einkum dópamíns. Það eru líka nokkrir tengdir þættir eins og járnskortur, meðganga, nýrnabilun og ákveðnir sjúkdómar sem geta kallað fram eða aukið einkennin.
Því er víðtæk sátt um að meðferð geti beinst að mörgum mismunandi atriðum. Hægt er að meta í sameiningu með meðferðaraðila hvaða meðferð getur gagnast hverjum og einum. Þetta getur líka verið blanda af lyfjameðferð, handvirkri meðferð og/eða æfingarmeðferð.
Heimild: National Institutes of Health
Við sjáum í Osteonordic stundum að bakverkir, grindarverkir, verkir í fótum og ökkla og hnéverkir geta stuðlað að fótaóeirðar.
Einkenni Fótaóeirðar
Einkenni RLS geta komið fram á ýmsa vegu, en þau innihalda venjulega:
- Óþægileg tilfinning í fótleggjum, eins og til dæmis náladofi eða stingur.
- Ómótstæðilega löngun til að hreyfa fæturna, sérstaklega í sitjandi eða liggjandi stöðu.
- Einkenni sem versna að kvöldi eða nóttu til og geta truflað svefn, sem getur leitt til svefnvandamála og þreytu á daginn.
- Tímabundinn léttir við hreyfingu eða teygju á fótleggjum.
Einkenni eru mismunandi eftir einstaklingum og geta einnig breyst með tímanum. Það er líka hægt að vera með nokkur af einkennunum á sama tíma, þar sem hvert einkenni getur leitt til annarra vandamála.
Efins um orsök einkenna þinna? Hægt er að lesa meira um aðrar tegundir fótaverkja hér.
Meðferð við fótaóeirð
Meðferð við RLS getur falið í sér nokkrar aðferðir, þar á meðal:
Breytingar á lífsstíl: Þetta getur falið í sér að forðast örvandi efni eins og koffín og áfengi, stjórnun á svefnvenjum og að viðhald á reglulegri hreyfingu.
Lyf: Dópamínörvarar, benzódíazepín og krampastillandi lyf, geta hjálpað til við að létta einkenni og bæta svefngæði. Hins vegar geta einkennin versnað til lengri tíma litið ef það er ekki nægt eftirlit. Mikilvægt er að leita til læknis varðandi einstaklingsbundna meðferðaráætlun m.t.t skammtastærða, þar sem virknin getur verið mismunandi eftir aðstæðum einstaklings.
Járn: Ef járnskortur er undirliggjandi orsök getur járnuppbót verið gagnleg.
Nudd, núvitund og teygjuæfingar: Þetta getur hjálpað til við að létta vöðvaspennu og auka þægindi í fótleggjum.
Aðrar meðferðir: Nálastungur, hita- og kuldameðferðir og slökunaraðferðir geta einnig gagnast fólki með fótaóeirð.
Heimildir: National Institute of Neurological Disorders and Stroke & Mayo Clinic
Góð og árangursrík æfing fyrir einkennum frá fótaóeirð
Hver er osteópatísk nálgun við meðferð á fótaóeirð?
Í osteopatískri meðferð einbeitir maður sér venjulega að því að:
- Virkja blóðrásina í fótunum og tryggja bestu aðstæður þar.
- Leysa ýmis tauga- og æðavandamál sem geta stuðlað að slæmum aðbúnað til fóta.
- Fyrirbyggja lífsstílsþætti sem geta haft áhrif á RLS.
- Meðhöndla önnur kerfi líkamans sem geta haft tengsl við fótleggina.
- Viðhalda jafnvægi (homeostasis) í hinum ýmsu kerfum líkamans, þannig að hvert þeirra geti starfað við bestu aðstæður. Þetta á við um m.a. efnaskipta-, tauga-, stoð- og meltingakerfi okkar, sem öll hafa það hlutverk að viðhalda heilbrigðum líkama.
Þetta getur verið margþætt, svo það er nauðsynlegt að vera í samráði við meðferðaraðilann sinn til að finna út úr því hvernig við getum best aðstoðað með vandamálið.
Algeng tengd meiðsli

Langvarandi sársauki

Mjaðma- og náraverkir

Ökkla- og fótaverkir

Hnéverkir

Vöðvaverkir og vöðvabólga
