Við meðhöndlum
Ungbarnagrátur
Meira um grátur ungbarna hér.
Ungbarnagrátur
Foreldrar fara í auknum mæli með ungbörn sín til meðferðar og af öllum 61.000 börnum sem fæddust árið 2017 í Danmörku, fékk næstum þriðjungur þeirra meðferð á fyrsta ári ævi sinnar.
Flýtileið [Vis]
Grátur ungbarna – ástæður, einkenni, góð ráð fyrir foreldra og meðferð
Ungbarnagrátur – Kólískt barn
Það fyrsta sem nýir foreldrar lenda í er grátandi barn. Grátur er leið barnsins til að segja mömmu og pabba að eitthvað sé að, eitthvað vanti eða eitthvað sé óþægilegt, svo það er alveg eðlilegt. Önnur einkenni geta verið svefnvandamál, meltingartruflanir, hægðatregða, stöðugur barnagrátur o.fl. en þessi vandamál er hægt að meðhöndla. Að meðaltali gráta ungbörn 80-90 mínútur á dag fyrstu 2 vikurnar. Hins vegar getur grátur verið óeðlilegur.
Hægt er að skilgreina magakrampa sem óútskýrðan grátur 3 tíma á dag, 3 daga vikunnar í að minnsta kosti 3 vikur. Í Danmörku upplifa ca. 1 af hverjum 5 börnum magakrampa, eða u.þ.b. 30% allra nýfæddra barna.
Nánari skilgreining er:
- Stigvaxandi lengd og styrkur gráts barnsins
- Grátur nokkrum sinnum á dag
- Barn sparkar og slær út með ókreppta hnefa meðan á grátköflunum stendur
- Engin leið til að fá barnið til að róast aftur (matur, svefn, þægindi og ný bleyja hjálpar ekki)
Það getur verið erfitt að komast að því hvort grátur barns sé eðlilegur. Hér að neðan er yfirlit yfir eðlilegan grát á mismunandi aldri hjá ungbörnum, þ.e.a.s. þegar barnið er að reyna að ná athygli foreldranna.
- 0 – 2 mánuðir: Barn grætur hátt með lokuð augu
- > 2 mánuðir: Barn grætur með opin augu, oft í útöndun (á meðan barnið andar frá sér). Barnið getur líka gefið frá sér gráthljóð þegar það andar frá sér.
Orsakir ungbarnagráts
- Sýkingar – hér er oftast hiti til staðar
- Vanstarfsemi í meltingarvegi. Lestu meira um kviðverki hér.
- Laktósaóþol – meltingarvegurinn hefur ofnæmi eða óþol fyrir laktósa
- Vandamál við brjóstagjöf
- Bakflæði/uppköst – sjá neðar
- Kvillar í höfuðkúpu (flöt/skökk höfuðkúpa), t.d. við erfiðar fæðingar (of langar/hraðar fæðingar, ef barnið er tekið með sogskála, keisaraskurði o.s.frv.)
- Verkir/læsing í hálsi, sem einnig getur komið fram á grundvelli erfiðra fæðinga
- Bakverkur/læsing í baki, sem getur komið fram á grundvelli þess hvernig barnið lá í maganum og vegna erfiðra fæðinga
- Hálsveigur (torticollis)
Miðeyrnabólga
Þessi tegund af óþægindum er algeng hjá börnum upp að 6 ára aldri, en kemur oftast fram hjá ungbörnum. Ástæðan fyrir miðeyrnabólgu er oft sú að eyrnagangurinn á eftir að þróast almennilega hjá börnum og ungbörnum, sem stuðlar oft að því að ekki er hægt að „skola“ bakteríur út úr eyranu með slímhúðinni. Miðeyrnabólgu má skipta í tvö stig:
Otitis serosa (vökvi í eyra)
Þessi tegund eyrnabólgu skapar vandamál með dreifingu hlóðbylgna. Þetta stafar oft af truflun í eyrnagöngum eða aukinni vökvaframleiðslu í miðeyra. Vökvi í eyra er oft undanfari bráðrar miðeyrnabólgu.
Einkenni vökva í eyra
- Oft engin einkenni
- Heyrnarskerðing
- Grængul hljóðhimna
Bráð miðeyrnabólga (bólga í miðeyra sem er enn lokað)
Þegar miðeyrað er enn að þróast er ekkert loftstreymi þangað þannig að bakteríur og bólga eiga auðveldara með að festast inni í eyranu.
Einkenni bráðrar miðeyrnabólgu
- Verkur og þrýstingur í eyra
- Hiti og vanlíðan/slappleiki
- Rauð hljóðhimna
- Verkur í beinum í kringum eyrað (ef bólgan hefur breiðst út)
Bráð miðeyrnabólga (bólga í miðeyra sem er opið)
Þegar börn eru aðeins eldri myndast opnun inn í miðeyra sem hleypir loftstreymi þar inn. Þetta geriri það að verkum að bakteríur, gröftur og bólga geta seytlað út úr eyranu og eyrnagöngunum.
Einkenni miðeyrnabólgu
- Sársauki minnkar og þrýstingur í eyra er minni
- Minni hiti
Góð æfing fyrir foreldra med ungbörn sem gráta mikið eða með magavandamál (hægðatregðu, vindgang)
Æfingar fyrir foreldra.
Endurtekin veikindi hjá börnum
Í upphafi lífs margra barna verða þau útsett fyrir gífurlegu magni af bakteríum og veirum, sérstaklega á og í kringum 1-3 ára aldurinn. Varnarkerfi þeirra, ónæmiskerfið, hefur ekki náð að mynda mótefnavaka (vörn) gegn ýmsum sjúkdómum. Því er eðlilegt að börn fái einstaka sinnum hita, nefrennsli eða hósta.
Hins vegar þekkja margir foreldrar því miður þá staðreynd að sum börn verða veik oftar en einu sinni í mánuði, sem er ekki eðlilegt.
Hér eru geta verið nokkrar mismunandi ástæður.
Einkenni skerts ónæmiskerfis
- Hósti og öndunarvandamál
- Tíð veikindi
- Kviðverkir
- Vandamál með meltingu og hægðir
- Útþaninn magi
Orsakir endurtekinna veikinda
Ónæmiskerfi barna byrjar að myndast í móðurkviði, í gegnum hormóna-, ónæmis- og blóðkerfi móðurinnar. Lífstíll móður er því mikilvægur. Það sem gleymist er oft ef móðirin hefur verið stressuð, orðið fyrir sálrænum áhrifum eða hefur ekki verið líkamlega virk á meðgöngu getur það haft áhrif á ónæmiskerfi barnsins.
Ónæmisvörn barna styrkist einnig við og eftir fæðinguna sjálfa þar sem þau fá bakteríur úr slímhúð móðurinnar í leggöngum og eftir fæðinguna sjálfa styrkist hormónakerfi barnsins þegar það liggur húð við húð á öruggan hátt með móður.
Hormóna- og ónæmiskerfi barnsins styrkjast einnig þegar samband móður og barns myndast, þegar móðirin brosir, talar og hlúir að barninu.
Orsakir geta verið:
- Kvillar í höfuðkúpu (flöt/skökk höfuðkúpa), t.d. við erfiðar fæðingar (of langar/hraðar fæðingar, ef barnið er tekið með sogskála, keisaraskurði o.s.frv.)
- Verkir/læsing á hálsi, sem einnig getur komið fram vegna erfiðra fæðinga
- Bakverkur/lás í baki, sem getur komið fram vegna þess hvernig barnið lá í maganum og vegna erfiðra fæðinga
- Magavandamál (meltingarvandamál, hægðatregða, niðurgangur), t.d. truflun á lifrarstarfsemi, vandamál í þörmum, þarmaflóru og hringvöðva í þarmakerfinu
- Öndunarvandamál eins og berkjubólga, lungnabólga, astmi o.fl.
- Mataræði. Mörg börn eru með viðkvæmt þarmakerfi, þess vegna getur glúten, laktósi, sykur og sterkja oft verið of erfitt fyrir magann
Góð æfing fyrir foreldra fyrir kólísk ungbörn, bakflæði, hægðartregðu, grátur, magavandamál
Osteonordic og barnameðferðir
Við erum sérfræðingar í að finna orsakir og meðhöndla sársauka, óþægindi og kvilla hjá börnum. Við skoðum öll kerfi líkamans, stoðkerfi (vöðva, liðamót o.s.frv.), taugakerfið, æðakerfið, hormónakerfið, innri líffæri og höfuðbeina- og heilakerfi til að greina raunverulega orsakir skerts ónæmis, magakrampa, bakflæðis/uppkast barn, miðeyrnabólgu o.s.frv
Barnabakflæði
Þegar börn hafa fengið brjóst gerist það oft að lítill hluti brjóstamjólkinnar kemur til baka. Uppköstum má skipta í 2 tegundir:
Algengt barnabakflæði – Barnið gubbar
Brjóstamjólk kemur aftur innan 30 mínútna. Þess vegna getur gerst að barnið drekkur of mikið þannig að plássið í maganum þolir ekki inntökuna. Það getur líka stafað af því að barnið sefur lengi í láréttri stöðu og að maginn hjá börnum er ekki enn staðsettur þar sem hann er hjá fullorðnum.
Barnið grætur vegna sogtæknis
Vandamál við brjóstagjöf geta í mörgum tilfellum verið vegna líffærafræðilegra eða lífeðlisfræðilegra vandamála hjá barninu. Erfið fæðing eða fæðing þar sem þarf að hjálpa barninu á leiðinni út úr fæðingargöngunum (t.d. med sogklukku) getur oft valdið skakkri höfuðkúpu eða læsingu í hálsi. Þetta getur meðal annars valdið vandamálum með glossopharyngeal taug. Þessi taug stjórnar vöðvum í gómi og kjálka sem eru hluti af sogviðbragðinu.
Falið barnabakflæði
Erfitt getur verið að greina þessa tegund bakflæðis. Eftirfarandi einkenni geta hjálpað með að greina frá t.d. venjulegri flensu:
- Grátur/magakrampaeinkenni
- Grátur hættir þegar barnið borðar
- Svefnvandamál/vakna grátandi
- Tíð astmaberkjubólga/langvarandi astmaberkjubólga
Orsakir falins bakflæðis
- Vandamál með vélinda eða hringvöðva frá vélinda til maga.
- Kvillar í höfuðkúpu, t.d. við erfiðar fæðingar (of langar/hraðar fæðingar, ef barnið er tekið með sogklukku, keisaraskurði o.s.frv.)
- Verkir/læsing í hálsi, sem einnig getur komið fram vegna erfiðra fæðinga