Við meðhöndlum

Grindarverki

Ert þú með grindarverki? Leyfðu okkur að aðstoða.

Hvað eru grindarverkir?

Grindarverkjum er oft lýst sem sársauka milli mjóbaks og lærleggs. Verkirnir geta verið staðsettir á ýmsum stöðum svo sem í mjóbaki, lífbeini, nára, framan á læri, utarlega á mjöðm, rófubeini, rassi og S1 lið í hryggjarsúlunni. Lestu meira um bakverki hér. Þessir verkir geta komið fram við álag, svo sem við göngu, ákveðnar vinnustellingar, göngu í tröppum, að standa upp eða setjast, snúningshreyfingar og svo framvegis. Í sumum tilfellum finna einstaklingar fyrir grindarverjum í hvíld.

Finnur þú fyrir grindarverkjum? Bókaðu tíma í dag

Ivar Dagsson
Ivar Dagsson

Meðstofnandi, forstjóri Osteonordic, löggiltur osteópati og sjúkraþjálfari.

Flýtileið [Vis]

    Grindarverkir á og eftir meðgöngu – ástæður, einkenni og meðhöndlun

    Hvernig er uppbygging mjaðmagrindar?

    Mjaðmagrindin okkar er samsett úr nokkrum beinum. „Os“ er latneskta orðið fyrir bein.

    Við erum með eftirfarandi bein/beinhluta:

    • Os sacrum = Spjaldhryggur
    • Os ilium = Mjaðmaspaði
    • Os pubis = Lífbein
    • Os ischium = Þjóbein
    • Os femur = Lærbein
    • Os ilium, pubis og ischium eru hlutar á sama beini!

    Við erum með ýmis liðamót í mjaðmagrindinni og það fyrsta er á milli lendarhryggsins og spjaldhryggsins. Svo kemur S1-liðurinn á milli spjaldhryggsins og mjaðmaspaðans. Milli tveggja lífbeina er brjóskliður sem heitir klyftasambryskja (e. pubic symphysis). Að lokum er liður milli mjaðmabeinsins og lærleggsins.

    Í mjaðmagrindinni erum við með nokkrar taugar sem senda boð til líffæra í mjaðmagrindinni, sem og vöðva o.fl. í kvið, mjaðmagrind og fótleggjum.

    Hér eru nokkrar af taugunum sem hægt er að finna í mjaðmagrindinni:

    1. Lærleggstaug (n. femoralis). Vandamál í þessari taug vegna auka þrýstings á hana, bólgu eða minna blóðflæðis geta valdið verkjum í mjóbaki (lendarflækja L2-L4), auk næmistruflana og verkja í framanverðu læri, innanverðu læri, innanverðum kálfa og fæti. Þessi taug sendir til dæmis boð til vöðva sem sjá um að beygja mjöðm og rétta úr hnám.
    2. Hliðlæg lærleggshúðtaug (n. femoralis cutaneus lateralis). Vandamál í þessari taug geta valdið óþægindum í mjóbaki (lendarflækja L3-L4), framanverðum og efsta hluta mjaðmagrindarinnar, nára og ytri hlið lærleggsins. Þegar kvillar koma upp með næmni í þessari taug finna sjúklingar oftast fyrir þeim utarlega á lærleggnum.
    3. Settaug ( ischiadicus). Þessi taug er líka þekkt á ensku sem sciatic nerve. Vandamál í þessari taug geta oft leitt til óþæginda í mjóbaki eða í aftanverðri mjaðmagrind (lendar- og spjaldflækja L4-S3), verkja í rassi, aftanverðum fótlegg og jafnvel niður í fótinn.
    4. Læsingartaug (n. obturatorius). Þessi taug liggur djúpt í mjaðmagrindinni og tengist oft sársauka í mjóbaki (lendarflækja L2-L4), djúpum grindarverkjum og verkjum niður innanvert læri.
    Grindarverkir

    Hver er orsök grindarverkja?

    Orsakir grindarverkja geta verið margar, en hér að neðan nefnum við nokkur dæmi.

    Vandamál tengd ofreynslu

    Grindarverkir geta stafað af ofreynslu vegna „ofhleðslu“ (e. overload) sem á sér stað þegar mikið þyngdarálag er sett á liðina í ákveðnum hreyfingum, oft í tengslum við íþróttir eða slys eins og fall og högg.

    Á sama hátt geta endurteknar eða rangar hreyfingar, eins og slæmt göngumynstur eða vinnustaða, leitt til „ofnotkunar“ (e. overuse).

    Slæm líkamsstaða getur einnig haft áhrif á liðamót og valdið sársauka. Osteópatía leggur áherslu á að bæta líkamsstöðu til að hjálpa mjaðmagrindinni og líkamanum að lækna sig sjálfum.

    Við í Osteonordic sjáum oft að bakverkir, tíðaverkir, endómetríósa og meðganga geta stuðlað að grindarverkjum.

    Stoðkerfið og ójafnvægi

    Í mjaðmagrindinni eru liðir sem hreyfast í mismunandi áttir. Vöðvar dragast saman til að framkvæma hreyfingar á beinum sem þeir eru festir við og slaka á þegar verkinu er lokið.

    Vöðvajafnvægi er nauðsynlegt fyrir mjaðmagrindina, þar með talið jafnvægi milli fram- og bakhliðar grindarinnar, utan á og innan í grindinni, og milli hægri og vinstri hliðar.

    Verkir geta einnig stafað af of miklum vöðvavexti eða virkni, sem getur þrýst á taugar og æðar og valdið staðbundnum eða leiðandi sársauka, svo sem náladofa og stingandi eða suðandi sársauka.

    Minni hreyfigeta og takmarkanir í liðum

    Skert hreyfigeta eða læsing í hnjám, mjöðmum og baki getur valdið liðatengdum kvillum í mjaðmagrindinni. Þetta á einnig við um staðbundna liði í mjaðmagrindinni ef einhver af nálægum liðum hefur ekki eðlilega hreyfigetu.

    Dæmi um þetta gæti verið ef liður er með skerta hreyfigetu á einum stað, þá getur það valdið verkjum staðbundið í nálægum liðnum. Að vera með skerta hreyfigetu eða takmörkun í lið er einnig kallað „hypomobility“ (athugið að þetta er andstæða hypermobility).

    Þessu til viðbótar getur takmörkun í lið einnig valdið verkjum í öðrum nærliggjandi liðum. Þetta gerist vegna ofreynslu í liðum með þurfa að bæta upp fyrir minni hreyfingu eða takmarkanir annars staðar.

    Grindarverkir

    Líffærakerfin

    Í grindarholinu eru nokkur líffæri og þau eru umkringd nokkrum himnum. Þessar himnur eru eru aðskildar með vökva til að geta runnið áreynslulaust meðfram hvorri annarri. Nokkrar þessara himna eru fastar við beinin í mjaðmagrindinni.

    Ef örvefur eða bólga myndast yfir lengri tíma í líffærakerfunum getur það haft áhrif á hvernig himnurnar renna meðfram hvorri annarri og þar með einnig á virkni mjaðmagrindarinnar.

    Sömuleiðis er hluti af ristlinum festur inn í grindarbotninn og hlutir eins og botnlangaaðgerð, iðrabólguheilkenni og önnur vandamál í meltingarvegi geta haft áhrif á lífeðlisfræði þarmanna.

    Þetta getur valdið togstreitu í vefjum í mjaðmagrindinni og haft áhrif á meðal annars vöðva sem sjá um að beygja mjaðmaliði, bein í grindinni, taugar í nára og fleira.

    Blóðrásin og þindin

    Hjartað sér um að pumpa blóði um líkamann, en hjartað hvílir líka á þindinni, sem er pumpa líkamans og skiptir sköpum fyrir hreyfingu líffæra.

    Þindinni mætti líkja við stimpil í bensínvél sem hjálpar blóðflæðinu í blóðrásinni. Hindranir eins og örvefur og viðloðun geta hamlað flæði staðbundið. Skortur á slagæðablóðflæði til ákveðins svæðis getur leitt til súrefnisskorts á svæðinu og sársauka.

    Bláæðabakflæði getur leitt til uppsöfnunar á úrgangi og aukins þrýstings, sem getur haft mögulegar afleiðingar eins og bólga, uppþemba eða grindarverkir. Í sjaldgæfum tilfellum geta æðahnútar, tappamyndun og slagæðakölkun myndast og þannig leitt til skerts blóðflæðis og verkja í mjaðmagrind.

    Grindarverkir

    Sálfélagslegir og taugafræðilegir þættir

    Einkenni geta verið þau sömu milli einstaklinga en orsök verkjanna er mismunandi eftir ýmsum þáttum.

    Sársauki getur í sumum tilfellum leitt til langvarandi sjúkdóma eins og fjölþætts svæðisbundins verkjaheilkennis (e. CRPS), langvarandi þreytuheilkennis og/eða hreyfifælni (kinesiophobia) sem tengjast þunglyndis- og kvíðaviðbrögðum í líkamanum. Þetta getur flækt lífið með langvarandi kvillum og skapað verkjahringrás sem getur verið krefjandi að stöðva.

    Að auki er taugakerfið okkar nátengt andlegu ástandi okkar.

    Taugakerfið og grindarverkir

    Taugakerfið skiptist í miðtaugakerfið, með heila og mænu, og úttaugakerfið, sem nær frá heila og mænu til annarra hluta líkamans.

    Ósjálfráða taugakerfið stjórnar mikilvægum hlutum eins og innri líffærum, æðum, blóðþrýstingi, hjartastarfsemi, líkamshita og svitamyndun. Innan ósjálfráða taugakerfisins er sympatíska (fight or flight) og parasympatíska (rest and digest) taugakerfið. Þessi tvö kerfi verða fyrir óbeinum áhrifum af andlegu ástandi.

    Með öðrum orðum, á annatímum þegar streita ræður ríkjum er sympatíska taugakerfið virkjað. Streita gefur til kynna að líkaminn sé á varðbergi fyrir hugsanlegri ógn, sem leiðir til þess að meira blóð fer frekar frá þörmum og innri líffærum til vöðva og liða, til að undirbúa okkur fyrir „bardaga“. Líkaminn ræður við þetta í stuttan tíma, en viðvarandi streita getur leitt til takmarkana í liðböndum og himnum í kringum líffærin, sem getur til dæmis endurspeglast sem grindarverkir.

    Fæðing og grindarverkir

    Á meðgöngu verða breytingar á liðböndum og brjóski í mjaðmagrindinni, fyrst og fremst vegna hormónabreytinga tengdum losunar á relaxíni og stoðáhrifa. Þetta er náttúrulegt ferli sem er nauðsynlegt fyrir fæðingu þar sem mjaðmagrindin verður að geta búið til pláss fyrir fóstrið þegar það fer í gegnum fæðingarveginn. Hins vegar upplifa sumar barnshafandi konur álagsverki í grindarholi vegna þessara breytinga.

    Einkenni þungunartengdra grindarverkja geta verið verkir við áreynslu, svo sem göngu, stöðubreytingu og snúning á mjaðmagrindinni (eins og þegar farið er upp stiga eða stigið út úr bíl). Þessir verkir eru venjulega staðsettir aftan við sacroiliac liðin (liður milli spjaldshryggjar og mjaðmaspaða) og hjá klyftasambryskjunni (lífbeinum), með hugsanlegri leiðingu til nára og fótleggja. Einkenni versna oft yfir daginn og geta komið fram fyrr á hverri meðgöngu sem á eftir kemur.

    Greiningin er venjulega gerð á grundvelli dæmigerðrar sjúkrasögu, eymsli yfir viðkomandi liðum og sársauka við sérstakar prófanir á þessum liðum. Það eru engin hlutlæg viðmið, svo sem blóðprufur eða myndgreiningarrannsóknir sem hægt er að nota til að staðfesta greininguna.

    Meðferð við meðgöngutengdum grindarverkjum miðar að því að létta á einkennum og koma í veg fyrir langvarandi óþægindi. Þetta getur falið í sér takmörkun á hreyfingu í ákveðnum liðum og aukna hvíld. Hjá flestum konum lagast ástandið af sjálfu sér eftir meðgöngu. Hins vegar geta sumar konur með mjög áberandi verki á meðgöngu fengið langvarandi bak- og grindarverki sem krefjast langtíma eftirfylgni og meðferðar.

    Styrktar- og stöðuleikaþjálfun getur dregið úr grindarverkjum á og eftir meðgöngu. Þegar relaxín er náttúrulega til staðar í líkamanum, með það í huga að mýkja liðbönd og brjósk, er mikilvægt að hafa ákveðið vöðvajafnvægi í mjaðmagrindinni. Þetta gerir það að verkum að vöðvar geta betur tekist á við aukinn þrýsting í mjaðmagrindinni. Þetta þýðir að vöðvarnir ættu að taka við hluta af álaginu þar sem þeir geta varað lengur og haft töluvert styttri lækningatíma ef þeir eru skaðaðir. Það er alltaf kostur að vöðvarnir taki álagið frekar en liðbönd og aðrar tegundir bandvefs.

    Vöðvar hafa einhvers staðar á milli 2-8 vikna gróunartíma, á meðan liðbönd geta verið 6-12 mánuðir og brjósk getur verið 1+ ár að gróa. Þessi tímabil hafa breitt svið þar sem það er mismunandi hversu slæm meiðslin eru og einnig er það afar einstaklingsbundið eftir meðal annars aldri, erfðum og lífsstíl.

    Grindarverkir

    Hvað gerir osteópatinn?

    Osteopatinn nálgast líkamann á heildrænan hátt og leitast við að greina undirliggjandi orsakir heilsufarsvandamála. Þetta felur oft í sér að osteópatinn framkvæmir yfirgripsmikla skoðun á líkamanum sem fer út fyrir staðbundna sársaukapunkta.

    Osteópatar búa yfir sérfræðiþekkingu á taugakerfinu, blóðrásarkerfinu, sálfélagslegum þáttum, stoðkerfi og innyflum, þar með talið starfsemi meltingarvegar. Þetta gefur osteópatanum djúpstæðan skilning á því hvernig þessi kerfi virka og vinna saman.

    Þegar skjólstæðingur er með verki í mjaðmagrind og/eða mjöðmum er ávallt farið í gegnum sjúkrasögu eða framkvæmt ítarlegt viðtal þar sem osteópatinn safnar mikilvægum upplýsingum í tengslum við verkjavanda skjólstæðings. Næst framkvæmir osteópatinn ítarlega skoðun á liðum sem og nærliggjandi svæðum sem gætu hugsanlega haft áhrif á vandamálið. Í kjölfarið er gerð einstaklingsmiðuð meðferðaráætlun þar sem osteópati og skjólstæðingur hittast. Hér getur osteópatinn mælt með hvers kyns lífsstílsbreytingum og veitt nákvæmar æfingar, telji osteópatinn að það gagnist skjólstæðingnum, sem aðferð til að flýta fyrir batamarkmiðum skjólstæðings.

    Ert þú með verki í mjaðmagrindinni? Bókaðu tíma í dag

    Góðar æfingar fyrir grindarverki á meðgöngu eða eftir fæðingu

    Grindarverkir

    Algengir tengdir kvillar

    Fannst þú ekki það sem að þú varst að leita að?
    Grindarverkir

    Hafðu samband við okkur í dag

    Við erum alltaf tilbúin að hjálpa. Ef þú hefur einhverjar spurningar um Osteonordic, hvenær og hvar við opnum eða eitthvað allt annað – ekki hika við að hafa samband við okkur.