Við meðhöndlum

Hælspora

Hægt er að læra meira um hælspora á þessari undirsíðu

Hvað er hælspori?

Fóta- ​​og ökklavandamál eru algeng innan heilbrigðiskerfisins. Þessi vandamál eru allt að 10% af öllum útgjöldum vegna bráða meiðsla og veikinda til dæmis í Danmörku. Þetta eru oft meiðsli á liðböndum og sinum, t.d. eru hásinarbólga, tognun og hælspori u.þ.b. 20% allra íþróttameiðsla sem sinnt er á bráðamóttökum Danmerkur.

Ivar Dagsson
Ivar Dagsson

Meðstofnandi, forstjóri Osteonordic, löggiltur osteópati og sjúkraþjálfari.

Hvað er fasciitis plantaris?

Hælspori er kalkmyndun í iljarfellinu í og við festingar við hælbeinið eða í beininu sjálfu. Þetta getur komið í kjölfar skemmda vegna mikils álags á sininni. Ertingarástand (bólga) getur komið fram í öllu iljarfellinu og heitir þá iljarfellsbólga (plantar fasciitis).

Iljarfellið er sterkt og hefur það hlutverk að viðhalda ilboganum í fætinum og styðja við göngu. Þess vegna geta einkenni vegna hælspora verið sérstaklega áberandi við göngu og hlaup.

Hvað er Iljarfellið?

Iljarfellið eða fascia plantaris er sinabreiða sem tengir framristina við hælinn. Sinabreiðan, eins og aðrar sinar, er gerð úr sterkum kollagenvef. Hún virkar sem gólf fyrir alla fótvöðva þannig að vöðvarnir haldist þétt á sínum stað. Iljarfellið hjálpar einnig til við að lyfta fótboganum upp á við, þannig að ilboginn myndist.

Iljarfellið og hásinin eru mikilvæg fyrir lífeðlisfræði fótarins þar sem þau nota og flytja mikla teygjuorku við göngu og hlaup, þannig að líkaminn getur sparað vöðvavinnu sem krefst mikillar orku. Þetta gerir okkur kleift að endast í lengri tíma við göngu og hlaup.

Hælspori og börn

Börn geta fengið hælspora eins og við fullorðna fólkið en erfitt getur verið að greina hælspora hjá börnum. Börn geta ekki alltaf útskýrt nákvæmlega hvenær þau eru með verki eða hvaðan sársaukinn kemur. Það sem foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um er hvort þau haltra eða ganga öðruvísi, sérstaklega þegar staðið er upp úr sitjandi stöðu. Annað sem væri gott að fylgjast með er hvort óþægindin komi mest fram við athafnir sem krefjast hraðra hreyfinga, eins og stökk eða hlaup, og hvort  óþægindin séu verst á morgnanna og seinni hluta dags. Hér eru miklar líkur á því að óþægindi stafi af hælspora eða öðrum kvillum í fótum.

Hælspori – orsök, einkenni og góð ráð

Hælspori

Einkenni hælspora

Til að byrja með eru einkenni væg. Hægt er að upplifa byrjun á verkjum á morgnanna og ef lítil hreyfing hefur verið á fætinum í lengri tíma (upphafsfasi). Einkenni geta aukist smám saman og einnig verið til staðar meðan á hreyfingu stendur (þróunarfasi). Í alvarlegum tilfellum eru líka verkir í hvíld eftir áreynslu, þar sem einkenni eru oft verst á kvöldin.

Hælspori og hvíld

Þegar um hælspora er verið að ræða eru bólgur til staðar í og ​​í kringum hælinn. Hvíld er alltaf nauðsynleg til að létta á bólgum því þá hefur ónæmiskerfið tækifæri til að laga skemmdirnar á svæðinu. Hins vegar er hvíld ekki það eina sem hægt er að gera við hælspora. Það eru alltaf orsakir á öðrum stað/stöðum í líkamanum sem þarf að bregðast við.

Ef ekki er brugðist við þessum orsökum mun hælsporinn verða viðvarandi vandamál sem kemur upp öðru hvoru.

Að auki þarf að sameina hvíld með stýrðu álagi á þau svæði sem eru mikilvæg fyrir hælinn. Hér koma rétta æfingar og magn þjálfunar inn í myndina.

Orsakir hælspora

Orsakir hælspora eru margar og mismunandi. Það er aldrei ein orsök sem skapar þetta ástand. Hér að neðan má lesa um nokkur af þeim orsakasamböndum sem kunna að valda ertingu í iljarfellinu.

Röng staða á fæti og ökkla sem orsök hælspora

Iljarfellið (fascia plantaris) styður við ilbogann sjálfan og beinin sem mynda bogann. Stífleiki og skekkjur í framristarbeinum eins og við ilsig, framristarsig o.fl. veldur auknu álagi á sinina sjálfa sem eykur hættuna á bólgum.

Ofreynsla og hælspori

Ofreynsla á iljarfellið tekur alltaf þátt í þróun hælspora. Þegar farið er yfir mörk sinanna með mikilli þjálfun kemur bólga í sinabreiðuna. Endurteknar bólgur stuðla að kalkmyndun í sininni sjálfri.

Bakverkir og settaugarbólga  

Mænutaugar sem mynda settaug (e. sciatic nerve) koma aftan frá hryggjarliðum L4 til S3. Brjósklos eða samfall í  hryggarliðum getur dregið úr taugaboðum og haft í för með sér minni vöðvastyrk og veikari sinar. Þetta er kjörið ástand fyrir þróun hælspora.

Erting á settaug getur hins vegar leitt til aukningu í boðum frá tauginni. Þetta eykur spennuna (tonus) í vöðvunum sem mynda ilbogann þannig að það verður meira álag á sinina og sinafestinguna.

Aðrir fótakvillar geta verið orsök hælspora

Vandamál eins og fyrri ökklatognanir, hásinarbólga og óstöðugir ökklar geta stuðlað að þróun hælspora.

Lélegt blóðflæði til fóta og hælspori

Skert blóðflæði niður í fætur getur myndast við vandamál í uppbyggingu æða vegna m.a. æðakölkunar og bláæðabólgu. Það getur líka átt sér stað við ofvirkni sympatíska taugakerfisins (ósjálfráða taugakerfisins) til sléttra vöðva í slagæðum. Vandamál í mjóbaki og mjaðmagrind getur verið orsök sem liggur því að baki. Lélegt bakflæði í bláæðum getur einnig skapað ójafnvægi í efnafræðilegu ástandi á svæðinu og aukið þrýsting á svæðinu vegna vökvasöfnunar.

Efnaskipti og kalkmyndun í iljarfellinu

Skjaldkirtillinn (kalkkirtilshormónið PTH) stjórnar kalkmagn í blóðinu með upptöku í smáþörmum, nýrum og beinum. Kalkmagn í blóði er mikilvægt í tengslum við þróun á hælspora.

Meltingin getur átt þátt í þróun á hælspora

Melting og meltingarvandamál – Vandamál í smáþörmum, svo sem leki í þörmum eða kvillar í slímhúðinni í smáþörmum, eins og Crohns sjúkdómurinn.

Nýrun og bólga í hæl

Nýrnavandamál – Samhliða meltingu og skjaldkirtli stjórna nýrun kalkmagni í blóði. Endurtekin bólga mun auka kölkun í sinunum sem festast við hælbeinið.

Góðar æfingar við hælspora

Þessar æfingar eru einstaklega áhrifaríkar gegn hælspora. Fyrsta myndbandið sýnir æfingar sem auka blóðflæði niður í iljarfell og fót, æfingar sem teygja kálfavöðva og æfingar sem styrkja sinina sjálfa. Næsta myndband sýnir taugameðhöndlun á settaug með það að markmiði að koma afnvægi á taugaboðum niður í kálfa- og fótvöðva.

Góð ráð gegn hælspora

Mismunandi ráð eiga við um hælspora. Það sem skiptir máli hvað varðar ráðleggingar er hversu alvarlegur hælsporinn er.

Upphafsfasi hælspora

Ef vandamálið er í byrjunarfasa (sjá einkenni fyrir ofan) verður að lækka þjálfunarstig niður í hóflega þjálfun. Einnig er gott að huga að skófatnaði, þ.e.a.s. passa að vera ekki í háhæluðum skóm eða skóm með hörðum og stífum botni. Einnig þarf að setja hvíld og góðan svefn í forgang. Í þessum fasa gæti komið til greina að leita faglegrar aðstoðar (osteópatíumeðferð, sjúkraþjálfun eða nudd).

Þróunarfasi hælspora

Í þessum fasa eru einkenni ekki aðeins til staðar á morgnana eða í upphafi hreyfingar, heldur einnig við ýmsar athafnir eins og að ganga, ganga upp stiga, hlaupa o.s.frv. Hér þarf að draga verulega úr virkni og hefja sérstaka endurhæfingu gegn hælspora (sjá kaflann: Góðar æfingar við hælspora). Hér er hægt að nota skó með mjúkum botni eða skóinnlegg sem styðja ilbogann. Hvíld og svefn skipta einnig miklu máli. Í þessum fasa þarf að hafa samráð við faglegan meðferðaraðila (osteópata, sjúkraþjálfara eða nuddara).

Krónískur fasi hælspora

Þegar vandamálið er orðið langvarandi er það orðið augljóst að ákveðnar tegundir þjálfunar eru ekki góðar. Hér ætti aðeins að framkvæma sérhæfða endurhæfingu fyrir hælspora (sjá kaflann: Góðar æfingar fyrir hælspora). Einnig er hægt að nota góða skó, fá góðan svefn, hvíld og/eða ýmis hjálpartæki (hælainnlegg, skóinnlegg, teip o.fl.). Í þessum fasa þarf að hafa samráð við faglegan meðferðaraðila (osteópata, sjúkraþjálfara eða nuddara).

Hælspori

Hvað er hægt að gera sjálfur til að létta á hælspora?

Hvíld

Hvíld er, eins og hefur komið fram, mikilvægur þáttur í að lækna hælspora. Hvíld þarf að sameinast réttu álagi í formi þjálfunar hjá sérfræðingi á þessu sviði.

Kæling og þrýstingur

Kæling (með t.d. kælipoka) getur verið góður kostur eftir þjálfun eða í lok dags. Sjúkrabindi eða þrýstingssokkar eru góðir kostir á meðan á vinnu eða æfingu stendur.

Innlegg í skóinn

Innlegg í skóinn eða réttur skófatnaður getur dregið úr álagi á hælnum og ásamt því getur hvíld, meðferð og rétt þjálfun létt á einkennum hælspora.

Teip

Teip getur, með sama hætti og innlegg í skóinn, veitt létti á álaginu á hælinn. Samt sem áður þarf að ræða við sjúkraþjálfara um hvernig á að setja teip á réttan máta. Aðrir möguleikar eru fóta- og hælaþjálfun, lyfjameðferð eða, sem síðasta úrræði, skurðaðgerð.

​Aarhus Osteopati og hælspori

Aarhus Osteopati og Fysioterapi samanstendur af þverfaglegum sérfræðingum frá mismunandi sérsviðum. Á stöðunum okkar greinum við og meðhöndlum mörg tilfelli af hælspora á viku. Við erum með meðferðaraðila innan osteópatíu, sjúkraþjálfunar, nudds, nálastungumeðferða o.fl. greina.

Hvað hælspora varðar er mikilvægt að komast að undirliggjandi orsökum, tala um hversdags- og atvinnulíf og þjálfunarstig hjá hverjum og einum. Við skoðum síðan öll kerfi líkamans, þar á meðal stoðkerfi, líffæri, blóðrás, kraniosacral-kerfi, heilakerfi, taugakerfi og hormónakerfi til að finna raunveruleg orsök hælspora.

 

Osteópatía læknar hælspora

Osteópatía lítur heildrænt á orsakasamhengi sem geta skipt máli fyrir þróun hælspora. Osteópatía meðhöndlar til dæmis meltingar- og líffærakerfi þannig að melting og efnaskipti virki betur, stuðlar að blóðflæði niður í fót til að stuðla að lækningu á bólguástandinu, kemur jafnvægi á taugakerfinu þannig að vöðvar og bandvefur slaki á, ásamt því að vinna með stoðvandamálum í mjóbaki, mjaðmagrind og í sjálfum fótunum.

Sjúkraþjálfun og hælspori

Sjúkraþjálfun er nauðsynleg til að lækna hælspora. Ákveðin endurhæfing eins og styrkarþjálfun í kálfa- og fótvöðva er mikilvæg í meðhöndlun á hælspora. Hjá Aarhus Osteopati erum við með sérfræðinga í meðhöndlun og rannsóknum á orsökum hælspora.

Nýlegar rannsóknir sýna að styrktarþjálfun á fóta- og kálfavöðvum skilar árangri gegn verkjum í hælspora.

Heimild: Rathleff MS, et al. High-load strength training improves outcome in patients with plantar fasciitis: A randomized controlled trial with 12-month follow-up. Scand J Med Sci Sports. 2015.​

Nálastungur gegn hælspora

Hægt er að nota nálastungur við einkennum hælspora. Nálastungur örva brautir sem eru mikilvægar fyrir líffæri og hringrásir sem eru hluti af efnaskiptum líkamans. Nálastungur geta einnig létt á vöðvaspennu í vöðvum kálfa og fóta.

Nudd getur stuðlað að lækningu hælspora

Nudd eykur blóðflæði á meðhöndluðu svæði, hjálpar við flutning næringarefna og útskilnað úrgangsefna. Nudd getur einnig mýkt staðbundna hnúða og spennu í vöðvum og bandvef. Hér er oft gott að losa um sjálft iljarfellið (fascia plantaris).

Hælspori

Meðhöndlun á hælspora

Ákjósanleg meðhöndlun á hælspora ætti að fela í sér handvirka meðferð ásamt æfingameðferð og leiðsögn um hversdags- og íþróttaiðkun. Fyrst þarf að bregðast við orsökum hælspora og síðan þarf að styrkja vefinn. meðfram því er þörf á leiðsögn í tengslum við æfingastig, mataræði og hversdagslegar athafnir. Osteópatía, sjúkraþjálfun, nudd og nálastungur eru allt dýrmætar meðferðir við hælspora.

Annað sem hægt er að nota gegn hælspora – Teip – Skófatnaður – Sokkar

Margir hafa góða reynslu af því að láta teipa fótinn, sérstaklega við endurhæfingu á fæti. Það sem teip getur gert er að létta á álagi í fætinum ef fótstaðan er vandamálið. Sjúkraþjálfarar (sem sérhæfa sig í hælspora) geta teipað fótinn og leiðbeint hvernig er hægt að gera það sjálfur.

Skófatnaður er líka eitthvað sem getur létt á óþægindum vegna hælspora. Hins vegar ætti maður að vera meðvitaður um að skór geta ekki tekist á við orsök hælspora einir og sér. Hvaða skó hver ættir að nota hver fyrir sig verður að vera í höndum sjúkraþjálfara sem sérhæfir sig í fóta- og hælvandamálum.

Skófatnaður með mjúkum sóla sem dempa högg henta vel fyrir hælspora og/eða skó sem geta snúið fætinum inn á við eða út á við (pronation eða supination) ef fótstaða er ekki eins og hún á að vera.

Sokkar geta oftast ekki gert mikið fyrir hælspora. Hins vegar geta þrýstingssokkar hjálpað í þeim tilfellum þar sem hælspori stafar af vandamálum frá blóðrásinni, til dæmis lélegt bláæðarennsli frá fæti og fótlegg. Þrýstingssokkar eru sérstaklega gagnlegir við kyrrstöðu eða kyrrsetu sem og á æfingum. Á kvöldin og næturna þarf að fjarlægja sokkana en hér getur verið árangursríkt að hafa fæturna í hækkaðri stöðu upp fyrir hjartahæð.

Hælspori

Algengir tengdir kvillar

Fannst þú ekki það sem þú varst að leita að?
Hælspori

Hafðu samband við okkur í dag

Við erum alltaf tilbúin að hjálpa. Ef þú hefur einhverjar spurningar um Osteonordic, hvenær og hvar við opnum eða eitthvað allt annað – ekki hika við að hafa samband við okkur.