Við meðhöndlum

Hásinarbólgu

Hægt er að læra meira um hásinarbólgu á þessari undirsíðu

Hásinarbólga

Hásinarbólga er tiltölulega algengur kvilli á Íslandi. Kvillinn getur komið fram hjá fólki sem hreyfir sig lítið, en fyrst og fremst er það íþróttafólk sem fær hásinarbólgu. Hjá íþróttafólki sem spilar fótbolta eða handbolta, eða svipaðar íþróttir þar sem er sambland af hlaupi og stökki, verður hásinarbólga ca 10% allra meiðsla.

Bólga í fótum? Pantaðu tíma í dag

Ivar Dagsson
Ivar Dagsson

Meðstofnandi, forstjóri Osteonordic, löggiltur osteópati og sjúkraþjálfari.

Hvað er hásin?

Hásinin eða calcaneal sinin er þykkasta og sterkasta sin líkamans. Líffærafræðilega festir hásinin djúpu og grunnu kálfavöðvana við hælinn (calcaneus).

Sinin hjálpar kálfavöðvunum að teygja úr fætinum og að beygja hnéð. Hásinin fær taugboð frá frá stærstu taug líkamans, settauginni (e. sciatic nerve).

Hásinin er einnig þekkt sem Achillessinin og dregur nafn sitt af Philip Verheyen, lækni í líffærafræði, sem vísaði til goðafræðinnar og Achillesar sem lést eftir að hafa fengið eitraðar örvar í hælinn.

Hvað er hásinarbólga?

Hásinarbólga er ástand þar sem sinin sjálf eða umliggjandi vefur verður ertur. Slitbreytingar og skemmdir á sininni, sem gerir það að verkum að kollagenvefur glatast, getur einnig kallað fram bólguástandið.

Á frumustigi er sjaldan hægt að finna hefðbundnar bólguvaldandi frumur, en þegar það er álag á sininni getur mikill fjöldi bólguvaldandi efna komið fram sem stuðla að bólgumynduninni.

Langvarandi hásinarbólga getur leitt til kalkútfellingar sem gera sinina stífa og í sumum tilfellum verður taugaæðamyndun á svæðinu, þ.e.a.s. óeðlilegt blóðflæði myndast á svæðinu.

Hásinarbólga

Einkenni hásinarbólgu

Einkenni hásinarbólgu geta verið margvísleg. Þegar bólgan er að byrja, geta einkennin verið stirðleiki og verkur í hásininni á morgnana sem lagast með deginum. Ef hásinin er undir álagi getur sársauki líka komið fram.

Þegar talað er um langvarandi hásinarbólgu verður sársauki oft stöðugur og ákafari. Sársaukinn versnar oft við aukna þyngd, er til staðar við hvíld og lagast ekki við hreyfingu, heldur þvert á móti.

Einnig getur verið verkur (eymsli) í hásininni þegar gengið er eðlilega. Verkurinn getur verið efst eða í miðri sininni eða jafnvel á hælbeininu sjálfu og leiðir upp í kálfann og niður í átt að hælnum. Í mörgum tilfellum verður sjálf sinin þrútin eða þykk og verður viðkvæm, sem getur verið sársaukafullt.

Orsakir hásinarbólgu

Orsakir hásinarbólgu geta verið margvíslegar. Í flestum tilfellum er kveikjan álag sem fer fram yfir þolmörk vefsins. Hins vegar er alltaf undirliggjandi orsök sem hefur valdið því að sinin eða vefurinn í kring hefur veikst.

Hér er orsökin oft skert slagæða- eða bláæðaflæði til og frá sininni sjálfri. Bláæðakerfið er oftast orsökin hér þar sem bláæðakerfið getur orðið fyrir álagi við kyrrsetu. Þetta er vegna þess að æðar þurfa oft á vöðvunum í fóleggjunum að halda til að hjálpa sér að pumpa blóði til baka til hjartans frá fótunum.

Breytingar á taugaboðum til kálfavöðva geta einnig valdið minni styrk eða aukinni spennu í vöðvunum.

Vandmál í kringum settaug, svo sem piriformis heilkenni eða brjósklos í hryggjarliðum geta oft leitt til hásinarbólgu. Aðrir kvillar sem geta haft áhrif á þróun hásinarbólgu eru gigtarsjúkdómar og sýrubasa ójafnvægi í líkamanum.

Stækkun hælbeins (e. Haglund‘s deformity) hefur oft tengst bólgu í slímpokanum milli sinarinnar og hælbeinsins. Röng staða á fæti eins og hyperpronation, framristarsig, ilsig o.s.frv. skiptir miklu máli m.t.t. aukins álags á hásinina, sem getur stuðlað að bólgu í hásin. Aðrar ástæður eins og rangur skófatnaður og ofreynsla spila líka inn í.

Verkur í hæl eða hásinarbólga?

Erfitt getur verið að aðgreina hásinarbólgu frá öðrum kvillum. Rof á hássin (achillessin) gerir það að verkum að þyngdarburður verður ekki mögulegur. Hins vegar mun hlutarof líkjast hásinarbólgu en munurinn verður sá að í hvert sinn sem kálfavöðvarnir eru virkjaðir koma fram skarpir verkir.

Einnig getur verið erfitt að aðskilja þreytubrot á hælbeini frá hásinarbólgu.

Einkenni þreytubrots (álagsbrots) eru að við þyngdaraukningu koma verkirnir fram og með meiri og meiri þyngd verða verkirnir einnig verri og verri.

Erting á sinum sem liggja nálægt hásininni sýna líka svipuð einkenni en verkurinn verður aðeins innar eða utar eftir því hvaða sin er um að ræða og verkurinn leiðir niður fótinn. Einnig getur verið erfitt að greina á milli hásinarbólgu og brjóskloss í hrygg.

Hins vegar munu einkenni brjósklossins vera af öðrum toga; skyntruflanir, veikleiki í fótlegg og leiðandi verkir frá baki eða rassi niður í fót.

Hásinarbólga

Góð ráð gegn hásinarbólgu

Þróun hásinarbólgu má skipta upp í nokkra fasa. Fyrsti er bráði fasinn, hér eru verkirnir við hásinina ekkert sérstaklega íþyngjandi. Næsti fasi er undirbráði fasinn þar sem einkennin eru að aukast. Síðasti fasinn er langvarandi fasinn þar sem sársaukinn er íþyngjandi.

Bráð bólga í hásin – góð ráð

  • Teyjuæfingar fyrir kálfavöðva
  • Hóflegar æfingar. Ef eymsli koma fram í hásin ætti að lækka æfingastig/virkni en það á hins vegar alls ekki að taka algjört hlé.
  • Teygja á settaug. Ástand settaugarinnar ákvarðar hvort kálfavöðvar eru of spenntir eða of slakir.
  • Gefðu merkjum líkamans gaum. Eftir að æfingu er lokið er gott að reyna að taka eftir því hvort að hásinin sé aum rétt á eftir, daginn eftir eða dagana eftir. Verkur í hásin daginn eða dagana eftir þýðir að töluvert álag hafi verið á sininni og líklega umfram það sem hún þolir. Eymsli strax á eftir en ekki næstu daga þýðir að sinin er nálægt sínum þolmörkum og jafnvel rétt undir mörkunum.

Undirbráð eymsli og verkir í hásin – góð ráð

  • ​Teyjuæfingar fyrir kálfavöðva
  • Léttar æfingar. Ef einkenni hásinarbólgu eru að aukast/versna ætti að lækka æfingastig verulega. Það gæti verið gagnlegt að leita til fagaðila varðandi leiðbeingu um æfingamagn, álag og rétta þjálfun.
  • Teygjuæfingar fyrir settaugina. Ástand settaugarinnar ákvarðar hvort kálfavöðvar eru of spenntir eða of slakir.
  • Bera virðingu fyrir leið líkamans til að gefa merki. Aukinn sársauki er merki um að hásinin þolir ekki þær æfingar sem er verið að framkvæma.
  • Auka blóðflæði til og frá hásin. Passa að teyja á bringuvöðva og að virkja vöðvana í fótleggnum (sérstaklega við langvarandi kyrrsetu). Það gæti líka hugsanlega hjálpað að taka magnesíum. Líkaminn vinnur best úr bólgum þegar það er gott blóðflæði til staðar.
  • Endurhæfing á hásin. Sjá nánar í kaflanum um endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara á hásinarbólgu

Langvarandi hásinarbólga – góð ráð

  • Teygjuæfingar fyrir kálfavöðva.
  • Engar eða léttar æfingar. Mikilvægt er að meðhöndla langvarandi hásinarbólgu rétt. Hér getur verið gagnlegt að leita til fagaðila varðandi leiðbeiningar í tengslum við æfingamagn, álag og rétta þjálfun.
  • Teygjuæfingar fyrir settaug – Ástand settaugarinnar ákvarðar hvort kálfavöðvar eru of spenntir eða of slakir.
  • Auka blóðflæði til og frá hásin. Passa að teyja á bringuvöðva og að virkja vöðvana í fótleggnum (sérstaklega við langvarandi kyrrsetu). Það gæti líka hugsanlega hjálpað að taka magnesíum. Líkaminn vinnur best úr bólgum þegar það er gott blóðflæði til staðar.
  • Endurhæfing á hásin. Sjá nánar í kaflanum um endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara á hásinarbólgu.

Hugmyndafræðin okkar

​Osteópatía og meðhöndlun á hásinarbólgu

Aarhus Osteopati og Fysioterapi hefur yfir 10 ára reynslu í sérhæfðri greiningu og meðferð á orsökum hásinarbólgu.

Við lítum á líkamann í heild sinni, byrjum á sjúkrasögu líkamans og notum bestu skoðunar- og meðferðartækni sem hægt er að finna á markaðnum.

Við kennum líka sjúklingum á eigin líkama og ástand hans. Aarhus Osteopati og Fysioterapi er þverfagleg heilsustöð sem samanstendur af osteópötum, sjúkraþjálfurum, nuddurum, nálastungufræðingum, craniosacral meðferðarfræðingum, ljósmæðrum, klínískum næringarfræðingum o.fl.. Við nýtum þekkingu hvors annars og tryggjum þannig að sjúklingar okkar fái bestu mögulegu meðferðina fyrir hásinarvandamálin sín.

Osteópatía er með sérstaka nálgun á vandamál tengdum hásinum. Osteopatía lítur á háls, bak, mjaðmagrind, líffæri, æðar, taugar, vöðva og bandvef nálægt sininni. Allt til að hámarka getu líkamans til að lækna sig og brjóta upp neikvæðu sársaukahringrásina. Osteópatar losa um liðamótin, mýkja bandvefinn, virkja taugarnar o.fl. með handvirkri meðferð.​

Hásinarbólga

Endurhæfing á hásin frá sjúkraþjálfara

Sjúkraþjálfun er oft nauðsynleg í meðhöndlun á bráðri, undirbráðri eða langvarandi hásinarbólgu.

Sérhæfður sjúkraþjálfari í hásinarkvillum mun aðstoða við vandamál sem stuðla að þróun hásinarbólgu. Það sem getur komið til greina hér er meðal annars:

  • Stöðugleikaþjálfun á ökkla og fæti til að leiðrétta eða koma í veg fyrir ofreynslu fótarins
  • Styrktarþjálfun fyrir kálfavöðva með það að markmiði að koma í veg fyrir óþarfa áreynslu
  • Æfingar fyrir settaugina til að koma jafnvægi á taugavirkni

Sjúkraþjálfarinn mun einnig sjá til þess að æfingamagn, val á æfingum og þjálfunarálag sé ákjósanlegt miðað við aðstæður hvers og eins.

Góðar æfingar við hásinarbólgu

Nýrri rannsóknir sýna að æfingar fyrir sinavef og sinabólgu eins og hásinarbólgu geta verið afar áhrifaríkar. Æfingarnar gera það að verkum að vökvinn í sinavefnum er ýttur út, kalkútfellingar og stífleiki í sinum skánar og taugaæðamyndun minnkar.

Æfingar fyrir hásinarbólgu

Æfingarnar ættu að vera framkvæmdar á 10-12 vikna tímabili. Tvær æfingar daglega (morgna og kvölds), 5 daga vikunnar. Æfingarnar innihalda 3 sett af 15 endurtekningum.

Leiðbeiningar:

  • Standa með báðar fætur á þrepi
  • Reisa líkama með báðum fótum upp á tær
  • Færa líkamsþyngd yfir á slasaða fótinn
  • Lækka líkamann hægt (3-6 sek) niður á hæl eins langt niður og hægt er
  • Æfingin er framkvæmd með bæði beint og bogið hné
Hásinarbólga

Algengir tengdir kvillar

Fannst þú ekki það sem þú varst að leita að?
Hásinarbólga

Hafðu samband við okkur í dag

Við erum alltaf tilbúin að hjálpa. Ef þú hefur einhverjar spurningar um Osteonordic, hvenær og hvar við opnum eða eitthvað allt annað – ekki hika við að hafa samband við okkur.