Við meðhöndlum

Hlauparahné

Meira um hlauparahné (e. runner's knee) hér.

Hlauparahné

Hlauparahné (e. runner‘s knee), einnig þekkt sem iliotibial núningsheilkenni (e. iliotibial band friction syndrome, ITFS), er ertingarástand í slímsekk undir sininni (iliotibial band) sem liggur yfir ytri hluta hnésins. Ástandið kemur venjulega fram eftir aukinn núning og þjöppun á sininni á lærleggnum, sem getur leitt til bólgu í slímsekkinum. Hlauparahné einkennist af verkjum í ytra hlulta hnésins. Hlauparahné eru meiðsli vegna ofreynslu og hefur venjulega áhrif á íþróttafólk eða aðra sem æfa mikið. Lestu meira um íþróttameiðsli hér. Meiðslin koma fram við endurtekið álag á hné og mjaðmir eftir t.d. hlaup, hjólreiðar og boltaíþróttir. Nýlegar rannsóknir sýna að allt að 22% af meiðslum í fótleggjum eru hlauparahné.

Hnéverkir? Pantaðu tíma í dag

Ivar Dagsson
Ivar Dagsson

Meðstofnandi, forstjóri Osteonordic, löggiltur osteópati og sjúkraþjálfari.

Flýtileið [Vis]

    Ívar segir nánar frá orsökum hlauparahnés

    Orsakir hlauparahnés

    Meiðslin koma aðallega vegna endurtekins, einsleits álags, eins og stökk, hlaup og spörk. Eftirfarandi þættir skipta þó miklu um hversu hratt hlauparahné þróast.

    Rangar stellingar í mjaðmagrind og mjöðm getur takmarkað snúning lærleggsins.

    Röng stelling á ökkla og fæti getur takmarkað snúning neðri hluta fótleggjarins. Efnaskiptavandamál í líkamanum þar sem vandamál í blóðkerfinu (hjarta, lungum, nýrum o.s.frv.) og meltingarfærum (lifur, maga, þörmum o.s.frv.) hafa mikil áhrif hvað varðar bata og lækningu á meiðslum, en einnig þróun bólgusjúkdóma í líkamanum og þar með bólgur í sinum.

    Einkenni hlauparahnés

    • Sérstaklega þarf að huga að verkjum í ytri hluta hnésins, sem koma fyrst eftir 5-10 mínútur í hlaupi og versna fljótt eftir það.

    Önnur einkenni hlauparahnés eru eftirfarandi:

    • Verkur sem erfitt er að staðsetja til að byrja með, en verður skarpur og staðbundinn með tímanum.
    • Eymsli og þroti á Tractus iliotibialis sininni.
    • Verkur kemur fyrr fram þegar bólguástand hefur versnað.
    • Hlaup niður brekkur og á sléttu landslagi veldur auknum sársauka miðað við að hlaupa upp brekkur.
    • Verkur í ytri hluta mjaðmarinnar.
    • Spenntir lærvöðvar, rassvöðvar og mjaðmavöðvar.
    • Skert hreyfigeta í mjöðm og mjaðmagrind hefur áhrif á starfsemi vöðva sem staðsettir eru þar nálægt og jafnvægi.
    Hlauparahné (runner’s knee)

    Verkur á innanverðu hné við hlaup

    Annað dæmigert vandamál meðal hlaupara er sársauki á innanverðu hné, einnig þekkt sem „pes anserinus tendinitis“.

    Þetta er ástand þar sem erting á sér stað á innanverðu hnénu.

    • Pes anserinus er nafn á svæði á innri hluta hnésins þar sem 3 vöðvar festast. Vöðvarnir þrír eru sartorius, gracilis og semitendinosus. Sartorius liggur frá ytri hluta mjaðmarinnar niður að innanverðu hnénu. Gracilis er lengsti vöðvinn innan á læri, frá klyftasambryskjunni (symphysis) að innanverðu hnénu.
    • Semitendinosus er hluti af vöðvunum aftan á læri (e. hamstrings) og liggur næst innanverðs læris. Vöðvarnir þrír eiga það sameiginlegt að koma frá mjöðminni og festast á innanverðu hnénu. Skert hreyfigeta í mjöðm og mjaðmagrind hefur áhrif á starfsemi vöðva og jafnvægi þeirra á milli.

    Bak og hlauparahné

    Ásamt mjöðmunum skiptir mjóbakið einnig sköpum þar sem taugarnar sem sjá um vöðvana þrjá í pes anserinus koma frá mjóbakinu. Læsingar og/eða stirðleiki í mjóbaki geta því ofvirkjað sendingu taugaboða til vöðvanna þriggja og valdið auka togi á innanverðu hné.

    Taugin sem liggur niður að innanverðu læri kemur frá mjóbakinu og fer niður í gegnum mjaðmagrindina. Vandamál í grindarholslíffærum eða neðri hluta meltingarvegs geta valdið vandamálum með taugina í innanverðu læri.

    Hlauparahné (runner’s knee)

    Iliotibial núningsheilkenni

    Faglegt hugtak fyrir hlauparahné er iliotibial núningsheilkenni (e. iliotibial band friction syndrome, ITBFS). Tractus iliotibialis er heiti á langri sin sem liggur utarlega á mjöðminni og niður að ytri hluta hnés. Spennan í sininni ræðst af litlum vöðva (tensor facia latae/TFL) efst í mjöðminni. Skertur liðleiki í mjöðminni getur valdið stöðugu togi í sinina og þar með einnig togi á utanvert hné.

    Ef TFL vöðvinn er stöðugt í yfirvinnu verður hann krónískt spenntur og veldur þannig stöðugu auknu togi á sinina í utanverðu hné.

    Hlauparahné – Afleiðing af mjaðmavandamálum

    Rassvöðvinn stjórnar og kemur stöðugleika á fótleggina okkar. Ef það er minni styrkur í rassvöðvunum verða aðrir vöðvar að reyna að stuðla að auknum stöðugleika. Áður nefndur vöðvi, TFL, er hannaður til að hjálpa í ákveðnum líkamsstöðum, en hann er ekki gerður til að bæta upp fyrir minni styrk í rassvöðvanum.

    Við sjáum því oft tengsl á milli verkja í mjöðm og hlauparahnés, en þar sem sársauki í hné hefur náð að dempa sársaukatilfinningu í mjöðminni.

    Vandamál frá mjöðminni geta einnig stafað af læsingu í mjóbaki, rangri stöðu mjaðmagrindar eða vandamálum í kringum grindarholslíffæri, meltingarveg eða örvef í maga.

    Hlauparahné og fóturinn

    Á sama hátt og hnéð finnur fyrir áhrifum frá mjöðminni getur það einnig orðið fyrir áhrifum af fæti. Hnéð er mjög hreyfanlegur liður og þarf að geta flutt mikinn kraft frá mjöðm og niður í fót, en einnig frá fæti og upp í mjöðm. Flutningur á svo miklum krafti þarf góðan og stöðugan grunn, nefnilega fótinn.

    Stöðugleiki fótarins er meðal annars viðhaldið með ilboganum og vöðvum sem liggja ofan á honum. Þegar sinar og vöðvar á þessum stöðum eru heilbrigðir er ilboganum haldið uppi þannig að fóturinn geti tekið á sig högg. Aftur á móti, ef það er skertur stöðugleiki eða styrkur í þessum vöðvum, verður líka minni stöðugleiki í hnénu. Þegar ilboginn sígur niður er talað um aukna ranghverfingu (e. pronation) í fæti.

    Ranghverfing í fæti og hlauparahné

    ​Með aukinni ranghverfingu verður aukinn snúningur á fæti inn á við sem veldur einnig auknum snúningi í hné, sem breytir togstefnu hnésins. Rangar stöður og læsing í fæti geta haft í för með sér tilhneigingu til að þróa með sér hlauparahné.

    Neðri hluti fótleggjarins inniheldur tvö bein, sköflungur og dálkur. Dálkurinn liggur frá ytri hluta hnésins til ytri hluta ökklans. Ofurhreyfanleiki (e. hypermobility) eða skertur hreyfanleiki (e. hypomobility) í festu dálks við ökkla getur valdið verkjum utarlega á hnénu sem gæti mistúlkast sem hlauparahné.

    Vandamál í fæti geta í sumum tilfellum stafað af lélegu blóðstreymi frá mjöðminni.

    Hlauparahné (runner’s knee)

    Langvarandi hlaupahné

    Þegar ástand verður krónískt þarf það ekki að þýða að það geti ekki batnað. Langvarandi eða krónískt er fagheiti yfir eitthvað sem hefur varað lengur en venjulegur lækningatími segir til um, eitthvað sem er erfitt að losna við eða eitthvað sem er endurtekið. Þegar langvarandi verkir eru til staðar í líkamanum verður svæðið ofurviðkvæmt.

    Þegar við meðhöndlum langvarandi verki skoðum við allan líkamann til að komast að því hvaða svæði virkja sársaukann.

    Þetta þýðir í stuttu máli að meirihluti þeirra upplýsinga sem heilinn fær frá hnénu verður álitinn hættulegur og veldur því sársauka. Þetta getur verið raunin þó að kvillinn sem upphaflega olli sársaukanum sé löngu læknaður.

    Læsingar í mjóbaki, rangar stöður í mjaðmagrindinni, vandamál í grindarholi eða meltingarvegi eru allt svæði sem geta ofvirkjað taugarnar í hnénu eða gert þær ofurviðkvæmar. Þetta snýst um að draga úr öllum þáttum sem geta ofvirkjað taugarnar, auk þess að byggja sig hægt og rólega upp aftur með æfingum.

    Einnig sjáum við oft að óviðeigandi hreyfimynstur hefur myndast með tímanum þegar um langvarandi vandamál eru að ræða. Þetta á við um margs konar hreyfingar í mjöðm, hné og fæti.

    Þjálfun og endurhæfing á hlauparahné (runners knee)

    Í myndbandinu hér að neðan má sjá æfingar fyrir hlauparahné.​

    Hlauparahné (runner’s knee)

    ​Góð ráð gegn hlauparahné

    Góður staður til að byrja á ef maður er að glíma við hlaupahné er að draga úr hreyfingu sem veldur sársauka. Það gæti jafnvel verið nauðsynlegt að hvíla alveg hnéð í nokkrar vikur og svo reyna hægt og rólega að byggja sig upp aftur.

    Það gæti verið æskilegt að byrja á 50% af því álagi sem hnéð er vant. Hér er gott að skrá niður æfingarnar sínar þar sem fram kemur æfingamagn, álag og endurtekningar. Ásamt æfingunum mætti skrá niður sársauka í tengslum við hnéð, hvernig hann hegðar sér yfir daginn og hversu ákafur hann er. Hægt væri að fylgjast með sársaukanum með því að gefa honum tölu frá 0-10. Ástæðan fyir þessu er að hafa eitthvað til að bera saman við og líta til baka til eftir nokkurra vikna hvíld þegar maður byrjar að byggja hnéð upp aftur.

    ​Hæg og þung styrktarþjálfun er í fyrsta forgangi. Ef það er áhugi og geta fyrir meiru er hægt að skipuleggja léttar æfingar, t.d. létt hlaup samhliða styrktarþjálfuninni.

    Hér mætti minna á að kæling og verkjalyf létta á einkennum, en stuðla ekki að lækningu.

    Má hlaupa með hlauparahné?

    Hlauparahné er ekki hættulegt; þetta eru meiðsli vegna ofreynslu. Virknisstig og einkennaviðbrögð verða löguð að því í hvaða fasa maður er. Í bráða fasanum væri hagkvæmt að gefa líkamanum nokkurra daga hvíld og forðast athafnir sem kalla fram einkenni.

    Ef ofangreind einkenni koma fram getur verið gott að leita sér meðferðar.

    Æfingar fyrir iliotibial núningsheilkenni

    Emil sýnir góðar æfingar fyrir iliotibial núningsheilkenni og hlauparahné.

    Meðhöndlun á hlauparahné

    Hlauparahné er meðhöndlað á mismunandi hátt eftir því í hvaða fasa maður er. Ef um er að ræða bráða fasann er fyrsta skrefið að draga úr bólgunni. Þetta snýst fyrst og fremst um að stöðva virkni sem veldur einkennum, eða draga verulega úr henni. Þegar bráði fasinn hefur minnkað verður að finna orsökina. Hér vitum við að það hjálpar að vinna með hreyfanleika mjaðmarinnar og fóta til að létta á hnénu.

    Auk þess er styrktarþjálfun mikilvæg til að tryggja nægan styrk og stöðugleika til að framkvæma þá hreyfingu sem olli verkjunum. Þetta getur falið í sér styrktarþjálfun fyrir kvið, mjaðmir, læri, kálfa og hné.

    Þegar liðleiki og stöðugleiki hefur náðst aftur má að hefja æfingarnar að nýju. Hér er mjög mikilvægt að auka álagið smátt og smátt.

    Þetta þýðir að byrja smátt og auka smám saman álag, endurtekningar og tíðni.

    Aðrar greiningar sem hægt er að rugla saman við hlaupahné

    Bólga í slímhúð undir hnésin (slímpoki undir hlauparahné sininni), bólga í fitupúða í hné, vandamál í liðum í hné (meniscus, brjósk- eða krossbandsáverkar), klemma inni í hné (plica synovialis), röng staða á hnéskelinni (chondromalacia patellae).

    Hlauparahné (runner’s knee)

    Osteopatísk nálgun á hlauparahné

    Að finna orsök hlaupahnés (sjá hér að ofan), leiðrétta stoðræn vandamál og efnaskiptavandamál, auka blóðflæði til og frá svæðinu og ráðleggingar í tengslum við þjálfun, æfingamagn og álag þannig að hnéð (hlauparahnéð) verður ekki ofreynt aftur.

    Hnéverkir? Pantaðu tíma í dag

    Hlauparahné (runner’s knee)

    Algengir tengdir kvillar

    Fannst þú ekki það sem að þú varst að leita að?
    Hlauparahné (runner’s knee)

    Hafðu samband við okkur í dag

    Við erum alltaf tilbúin að hjálpa. Ef þú hefur einhverjar spurningar um Osteonordic, hvenær og hvar við opnum eða eitthvað allt annað – ekki hika við að hafa samband við okkur.