Við meðhöndlum

Höfuðverk eftir höfuðhögg

Hér er hægt að lesa sig til um höfuðverk eftir höfuðhögg og meðhöndlun á honum.

Höfuðverkur eftir höfuðhögg

Höfuðverkur getur komið fram eftir að einstaklingur hefur upplifað áfall eða höfuðhögg, sérstaklega þegar það tengist höfði eða hálsi. Greining á höfuðverk eftir áföll er venjulega gerð með blöndu af ítarlegri sjúkrasögu, líkamsskoðun og hugsanlega tölvusneiðmynd eða segulómun.

 

 

Ivar Dagsson
Ivar Dagsson

Meðstofnandi, forstjóri Osteonordic, löggiltur osteópati og sjúkraþjálfari.

Flýtileið [Vis]

    Hvað veldur höfuðverk eftir höfuðhögg?

    Orsök höfuðverkja getur verið flókin og stafað af ýmsum þáttum. Hér eru nokkrar mögulegar ástæður:

    Höfuðáverkar: Ein augljós orsök höfuðverks eftir áfall eru höfuðáverkar vegna slyss, falls, höggs eða annarra áverka. Þetta getur leitt til skemmda í vefjum, æðum eða taugum í höfði eða hálsi.

    Vöðvaspenna: Áfallastreita getur valdið vöðvaspennu í hálsi og öxlum sem getur leitt til höfuðverkja. Spennan getur stafað af náttúrulegum viðbrögðum líkamans við streitu og kvíða eftir áfall.

    Breytingar á æðum: Skemmdir í æðum í höfði eða hálsi við áverka getur leitt til breytinga á blóðflæði og valdið höfuðverk.

    Heilabreytingar: Áföll geta valdið líkamlegum breytingum í heilanum, meðal annars breytingum á taugaboðefnum sem taka þátt í skynjun og stjórnun sársauka. Þar af leiðandi getur heilinn verið næmari í tengslum við að framleiða sársaukaviðbrögð.

    Áfallastreituröskun (PTSD): Fólk sem þróar með sér áfallastreituröskun getur fundið fyrir líkamlegum einkennum eins og höfuðverk sem hluta af heildarviðbrögðum þeirra við líkamlega áfallinu.

    Fleiri þættir: Höfuðverkur eftir áfall er oft afleiðing af samsetningu líkamlegra og sálrænna þátta, þar sem bæði beinir höfuðáverkar, streita og sálræn viðbrögð spila inn í.

    Heimild: Rigshospitalet

    Við upplifum að ef að ef að sjúklingurinn hefur bakverki, verki i hnakka eða verki í öxl áður enn hann fékk höfuðhöggið, þá geta einkennin orðið verri.

    Allt um höfuðverkur eftir áfall eða höfuðhögg

    Höfuðverkur eftir höfuðhögg (posttraumatic headache)

    Einkenni höfuðverks eftir höfuðhögg

    Einkenni höfuðverks eftir áfall geta verið mismunandi eftir einstaklingum, en þau innihalda venjulega mismunandi tegundir höfuðverks og geta einnig falið í sér önnur skyld einkenni. Sum af algengustu einkennunum eru:

    • Höfuðverkur: Þetta er aðal einkennið. Höfuðverkurinn getur verið mismunandi að styrkleika, eðli og lengd. Hann getur verið púlsandi, þrýstandi eða líkst höfuðspennu.
    • Ljósfælni (photophobia):Margir með höfuðverk eftir áfall upplifa aukna ljósnæmni og geta átt erfitt með að þola jafnvel litla birtu.
    • Hljóðfælni (phonophobia): Aukin næmni fyrir hljóði er einnig algeng. Hávær eða skyndilegur hávaði getur aukið einkennin.
    • Ógleði og uppköst: Sumt fólk með höfuðverk í kjölfar áfalls getur fundið fyrir ógleði og, í alvarlegum tilfellum, kastað upp.
    • Svimi eða jafnvægisvandamál: Sumir einstaklingar geta fundið fyrir svima eða jafnvægisvandamálum sem hluta af einkennum þeirra.
    • Vandamál með einbeitingu og minni: Höfuðverkur eftir áfall getur haft áhrif á vitræna virkni, sem getur leitt til vandamála með einbeitingu og minni.
    • Eymsli í hálsi og öxlum: Þar sem áföll fela oft í sér meiðsli á höfði, hálsi eða öxlum, geta eymsli og verkir á þessum svæðum einnig komið fram.

    Meira um meðhöndlun á kvillum tengdum höfði

    Tengsl milli áfallastreituröskunar og höfuðverks eftir höfuðhögg

    Áfallastreituröskun og höfuðverkur eftir áfall eru tveir mismunandi kvillar en þeir geta oft komið fram vegna sömu áfalla.

    Töluverð skörun er á einkennum áfallastreituröskunar og höfuðverks eftir áfall, sérstaklega þegar kemur að höfuðverk og öðrum líkamlegum einkennum.

    Bæði áfallastreituröskun og höfuðverkur eftir áfall geta verið vegna áfalla eins og slyss, stríðsupplifunar, líkamsárása eða náttúruhamfara. Fólk sem þróar með sér áfallastreituröskun vegna áfalls getur einnig fundið fyrir höfuðverk sem líkamlega birtingarmynd streitu og kvíða.

    Meðferðarmöguleikar við höfuðverki eftir áfall geta verið mismunandi eftir alvarleika einkenna og þörfum hvers og eins.

    Bókaðu ókeypis skimun hér og heyrðu um meðferðarmöguleika fyrir þínar aðstæður.

    Höfuðverkur eftir höfuðhögg (posttraumatic headache)

    Lyfjameðferð við höfuðverk eftir höfuðhögg

    Lyfjameðferð við höfuðverk eftir áfall má skipta upp í verkjastillingu og forvarnir.

    Verkjastillandi lyf

    Bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar (NSAID): Dæmi um slík lyf eru íbúprófen og naproxen sem geta hjálpað til við að draga úr sársauka og bólgu.

    Triptan-lyf: Þessi lyf eru vanalega notuð við mígreni en sumir með höfuðverk eftir áfall geta haft gagn af þeim, sérstaklega ef einkennin líkjast mígreniseinkennum.

    Fyrirbyggjandi lyf

    Þunglyndislyf: Stundum er hægt að nota þríhringlaga þunglyndislyf eins og amitriptyline eða nortriptyline sem fyrirbyggjandi meðferð við langvarandi höfuðverk.

    Beta-blokkarar: Einnig er hægt að nota lyf eins og própranólól til að koma í veg fyrir höfuðverk.

    Heimild: Dansk Center for Hjernerystelse

    Höfuðverkur eftir höfuðhögg (posttraumatic headache)

    Leiðarvísir fyrir náttúrulegum leiðum til að létta á höfuðverk eftir höfuðhögg (ekki læknisfræðileg nálgun)

    Meðhöndlun á höfuðverk eftir áfall getur falið í sér nokkrar aðferðir til að létta einkenni og bæta lífsgæði.

    Leitaðu aðstoðar heilbrigðiskerfisins: Hafðu samband við heilbrigðisstarfsmann til að fá rétta greiningu og meðferðaráætlun. Þeir geta metið einkenni þín og rætt við þig um árangursríkustu inngripin.

    Hreyfing: Reglulegri og hóflegri hreyfingu má bæta inn í rútínuna ef mögulegt er, ef hún er ekki nú þegar til staðar. Þetta verður að vera samþykkt af lækni í tilfelli höfuðverks eftir áfall. Hreyfing getur hjálpað til við að draga úr streitu og stuðla að almennri vellíðan.

    Streitustjórnun: Hægt er að læra aðferðir til að draga úr streitu eins og djúpa öndun, hugleiðslu eða núvitund. Að minnka streitustigið getur haft jákvæð áhrif á höfuðverkinn og önnur einkenni.

    Heilbrigður lífsstíll: Mikilvægt er að borða heilbrigðan og hollan mat. Forðastu óhóflega neyslu koffíns og áfengis, þar sem það getur haft áhrif á höfuðverkinn.

    Reglulegur svefn: Gakktu úr skugga um að þú viðhaldir heilbrigðum og reglulegum svefni. Ófullnægjandi svefn getur aukið höfuðverk og önnur einkenni. Það getur gagnast mörgum að vera með róandi háttatímarútínu og að forðast skjánotkun fyrir svefn.

    Félagslegt stuðningsnet: Gott er að deila upplifuninni með ættingjum, vinum eða stuðningshópum. Sterkt félagslegt net getur hjálpað til við að stjórna tilfinningalegum þáttum höfuðverks eftir áfall.

    Nýjustu rannsóknir á höfuðverkjum eftir höfuðhögg

    Nýjustu rannsóknir mæla með því að meðferð á höfuðverkjum eftir áfall sé að mestu þverfagleg nálgun, sem felur í sér blöndu af lyfjameðferð, meðhöndlun frá heilbrigðisstarfsfólki, sálrænum stuðningi og lífsstílsbreytingum.

    Oft er einstaklingsbundin nálgun nauðsynleg og hægt er að laga meðferðaráætlun út frá þörfum og einkennum hvers og eins.

    Heimild: National Library of Medicine

    Höfuðverkur eftir höfuðhögg (posttraumatic headache)

    Osteópatísk nálgun við höfuðverk eftir höfuðhögg

    Osteopatísk nálgun verður ítarlegt samtal um hvernig einkenni einstaklingsins koma fram. Næst fer fram skoðun á líkamanum.

    Líkamleg skoðun mun fyrst og fremst tengjast taugakerfi líkamans. Byrjað er á því að skoða heilataugarnar 12 og starfsemi þeirra. Þetta getur meðal annars verið mikilvægt vegna þess að heilataugarnar skynja hluta heilahimnunnar og áföll geta haft áhrif á boð frá heilahimnunum til heilans.

    Næst er blóðstreymi til og frá höfðinu skoðað. Ef þetta er í ólagi geta einkenni komið fram eins og þyngsli í höfði eða bankandi/púlsandi höfuðverkur þegar hjartsláttur eykst.

    Sálræni þátturinn byggir á parasympatíska og sympatíska taugakerfinu þar sem þessi tvö mótstæðu, ósjálfráðu kerfi vinna í jafnvægi til að viðhalda innri stöðugleika líkamans. Vanstarfsemi í öðru hvoru ósjálfráða taugakerfinu getur leitt til ýmissa heilsufarsvandamála og truflana. Ef það er ójafnvægi á milli þeirra má einnig sjá fleiri vandamál, til dæmis í tengslum við meltingarfæri og hormónakerfi.

    Stoðkerfið er skoðað til að sjá hvort það geti verið þéttleiki eða minni hreyfanleiki sem getur haft áhrif á önnur kerfi. Þetta getur átt við, til dæmis um hálsliði þar sem einstaklingar geta upplifað skerta hreyfigetu.  Þetta getur komið í kjölfar áfalla og haft áhrif á taugar sem fara út úr höfuðkúpunni eða hálsinum og stjórna vöðvum, liðum eða öðrum kerfum líkamans.

    Að auki er mikilvægt að hafa jafnvægi í efnaskiptum til að viðhalda orkuframboði, stjórna taugaboðefnum, viðhalda frumuhimnum og sinna fjölda annarra verkefna sem nauðsynlegar eru fyrir eðlilega heilastarfsemi.

    Samhliða sjúkrasögunni verður gerð einstaklingsbundin meðferðarstefna sem byggir á heildrænni nálgun þar sem einkenni höfuðverksins geta verið mismunandi eftir einstaklingum.

    Æfing fyrir trigeminus taugina (höfuðverkjar taugina)

    Æfingar fyrir höfuðverk eftir höfuðhögg

    Öndunaræfingar:

    • Byrjað er á því að setjast eða leggjast niður og einbeita sér að hægri og djúpri öndun.
    • Andað er djúpt inn um nefið, andanum haldið niðri í nokkrar sekúndur, svo er andað rólega frá í gegnum munninn.
    • Þessi djúpa öndun er endurtekin nokkrum sinnum til að stuðla að slökun.

    Tilgangur öndunaræfingarinnar er að auka virkni í parasympatíska taugakerfisins sem getur haft ýmis jákvæð áhrif á líkamann eins og að:

    minnka streitu og kvíða, bæta meltingu, lækka hjartslátt og blóðþrýsting, stuðla að bata og bættum svefni.

    Axlalyftingaræfingar:

    • Byrjað er í standandi stöðu með beint bak
    • Öxlum er lyft upp í átt að eyrum
    • Þeirri stöðu er haldið í 10 sekúndur
    • Loks eru axlirnar látnar síga í upprunalega stöðu.

    Tilgangur æfingarinnar er að vekja athygli á spennu í öxlum og slaka á. Minni spenna í kringum axlir getur það hjálpað til við að auka blóðflæði til höfuðs.

    Æfing fyrir heilahimnuna vegna hausverks

    Höfuðverkur eftir höfuðhögg (posttraumatic headache)

    Hafðu samband við okkur í dag

    Við erum alltaf tilbúin að hjálpa. Ef þú hefur einhverjar spurningar um Osteonordic, hvenær og hvar við opnum eða eitthvað allt annað – ekki hika við að hafa samband við okkur.