Við meðhöndlum
Ilsig
Meira um ilsig og vandamál sem því fylgja.
Ilsig
Ilsig (pes valgus) flokkast sem langvinnt ástand, sem þýðir að ástandið versnar oft ef það er ekki meðhöndlað. Það er því mikilvægt að hefja meðferð snemma til að koma í veg fyrir langvarandi afleiðingar seinna meir. Ástandið hefur oftast áhrif á konur eldri en 40 ára. Hjá öllum börnum upp að 3-4 ára aldri geta verið merki um ilsig vegna fitupúðans í boganum undir ilinni. Þetta ástand hverfur oftast þegar barnið stækkar og því verður í flestum tilfellum ekki þörf á meðhöndlun.
Flýtileið [Vis]
Hvað er ilsig (plattfótur)?
Fætur okkar eru líffærafræðilega lagaðir þannig að þeir eru með tvo boga. Annar boginn liggur langsum með fætinum en hinn liggur þvert á framristina. Fótbogarnir hafa þann tilgang að virka sem púðar og taka á sig högg frá jörðu.
Auk þess er fóturinn búinn svokölluðun fótapúðum undir hæl og framfæti sem hafa einnig þann tilgang að taka á móti höggi frá jörðu.
Ilsig er ástand þar sem bogarnir á fætinum eru ýmist signir miðað við venjulega staðsetningu eða ekki til staðar. Þetta hefur afleiðingar fyrir höggdeyfandi áhrifin sem fótbogar hafa vanalega og getur leitt til verkja í fæti og kálfa og jafnvel þróast yfir lengri tíma verkir í t.d. mjóbaki, grindarholi, mjöðmum og hnjám.
Mismunandi gerðir ilsiga
Það eru almennt tvær mismunandi gerðir af ilsigi, hreyfanlegt og stíft. Við hreyfanlegt ilsig koma einkenni fram þegar fóturinn verður fyrir álagi. Þegar dregið er úr álaginu getur það valdið því að einkennin hverfa.
Til að athuga um hvora gerðina er verið að ræða er hægt að standa á tám. Ef Ilsigið er hreyfanlegt mun sjást bogi á ilinni. Ef boginn kemur ekki fram er ilsigið stíft.
Heimild: Netdoktor.dk
Orsakir ilsigs
Hvað veldur ilsigi? Dæmi um orsakir eru:
- Erfðir (oft nokkrir í fjölskyldunni með ilsig)
- Stutt hásin
- Beinbrot aftarlega í fæti eða í miðfæti
- Samvöxtur beina í fótum
- Tauga- og vöðvasjúkdómar
- Liðagigt
- Slappleiki í aftari tibialis vöðva (m. tibialis posterior)
- Lélegt blóðstreymi
- Kvillar tengdir meltingu og efnaskiptum
Heimild: Sundhed.dk
Einkenni ilsigs
Það geta verið nokkur einkenni ilsigs, þau algengustu eru verkir og/eða eymsli í innanverðum aftari hluta fótarins, sem venjulega eykst smám saman og getur í versta falli varað í nokkra mánuði/ár.
Í alvarlegum tilfellum geti komið upp jafnvægis og göngu vandamál og einnig er hætta á að ökklaliðurinn verði stífari.
Þegar fótbogarnir fletjast út kemst innanverður miðfóturinn í snertingu við jörðina, sem þýðir að skór slitna oft meira að innanverðu en utanverðu.
Heimild: Sundhed.dk
Greining á ilsigi
Greiningin er venjulega gerð út frá einkennum, athugun og skoðun. Eðlilegir fótbogar minnka, fremri hluti fótarins verður breiðari, skekkja getur myndast í kringum hásin og hugsanlega eru afleiðingar í efri hluta líkamans, t.d. í mjaðmagrind og baki. Það geta myndast verkir í kringum hásin þegar ýtt er á hana og hreyfigeta ökklaliðsins getur verið minni.
Ef ilsig er til staðar er hægt að greina á milli hreyfanlegs og stífs ilsigs, eins og áður hefur komið fram, með því að standa á tám og sjá hvort það réttist úr boganum undir ilinni eða ekki.
Ef þú ert í vafa um hvort þú sért með ilsig gæti það verið gott fyrsta skref að kíkja undir skóna þína.
Með því að kíkja undir skó sem þú hefur gengið marga kílómetra í er hægt að sjá hvort þeir séu mjög slitnir undir innanverðum sólanum, þ.e.a.s. undir ilinni og/eða hvort þeir séu að slitna með öðruvísi hætti frá fæti til fótar.
Heimild: Sundhed.dk
Er hægt að þjálfa ilsig?
Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar sem benda til þess að fótaþjálfun hafi jákvæð áhrif á og minnki ilsig (B. Unver, E. Ulas, E. Akbas, 2019).
Ef borin eru saman áhrif upplýsinga um góða fótaumhirðu og áhrif hentugs skófatnaðar fyrir ilsig í 6 vikur kemur í ljós að þjálfun samhliða leiðsögn er áhrifaríkari en leiðsögn um skófatnað ein og sér.
Hópurinn sem gerði stuttar fótaæfingar í 6 vikur fann fyrir marktækri minnkun á verkjum, skýrari fótboga, meiri styrk í fætinum og betri fótstöðu.
Þetta bendir til þess að hægt sé að náð langt með þjálfun til að draga úr óþægindum af völdum ilsigs.
Hvernig skó ætti að nota fyrir ilsig
Ilsig gerir það að verkum að hælbeinið færist í átt að innri hluta iljarinnar og því er best að velja skó með góðum og stöðugum stuðningi um hælinn.
Auk þess er mikilvægt að velja skó sem styðja við ilina þar sem boginn undir ilinni er yfirleitt meira og minna flatur. Ef þú finnur ekki skó sem veitir hámarks stuðning við ilina, er hægt að nota innlegg.
Í þessum tilvikum er mikilvægt að velja rúmgóða skó þannig að það sé nóg pláss fyrir bæði fótinn og innleggið í skónum.
Börn með ilsig/plattfætur
Eins og áður hefur komið fram eru allir fæddir með flatan fót, þetta er vegna fitupúða í ilboganum sem hverfur vanalega í kringum 2-3 ára aldurinn.
Þegar börn fara að þrýsta á fótinn við t.d. göngu byrjar fóturinn smám saman að breyta um lögun. Fóturinn verður áfram mjúkur og mjög sveigjanlegur en fitupúðinn minnkar, vöðvarnir þróast og fótbogarnir verða til þannig að fóturinn verður grennri og líkist meira og meira fullorðins fæti.
Því er tíðni plattfóta almennt hærri meðal barna sem minnkar svo með aldrinum.
Tíðni plattfóta er mismunandi eftir skilgreiningu en er til staðar hjá u.þ.b. 54% allra þriggja ára og 10-20% allra fullorðinna. Langflestir munu vaxa upp úr meðfæddum plattfæti.
Hjálpartæki fyrir ilsig/plattfætur
Það mikilvægasta fyrir plattfætur er góður skófatnaður (sjá að ofan). Auk þess eru ýmiss konar hjálpartæki fyrir góðan stuðning við ilboga, í formi sérsmíðaðra sóla sem miða að því að lyfta upp undir fremri hluta hælbeinsins. Einnig geta innlegg hjálpað til við að koma eðlilegri stöðu í fætinum, þar sem ilboganum er lyft upp.
Heimild: Netdoktor.dk
Plattfætur hjá börnum
Þar sem langflest börn eru með plattfætur, er gerður greinarmunur á því hvort flatar fætur barnsins valdi sársauka og óþægindum eða ekki.
Náttúrulegt ilsig er kallað „mjúkt“ og einkennist af því að vera án óþæginda, með eðlilega hreyfingu á afturhluta fótarins og án stífleika í hásin.
Hér er hvorki þörf á stuðningi við ilboga né áhyggjum af því að barnið muni síðar þróa með sér vandamál í baki, mjöðmum eða hnjám vegna fótastöðunnar.
Ef þetta er hins vegar kvilli sem hefur komið upp seinna meir, aðeins á öðrum fæti eða veldur barninu óþægindum eða sársauka, er nauðsynlegt að vera meðvitaður um það. Næstu skref væru þá að skoða hvort barnið sé með stífa hásin og skort á hreyfigetu aftarlega á fæti.
Hér gæti verið þörf á handvirkri meðferð, auka stuðning við hæl og fótaþjálfun.
Við mælum með því að hvetja barnið til að þjálfa fæturna í gegnum leik og helst með fjölbreyttum hætti. Dæmi til innblásturs: Hindrunarbraut (inni eða úti) með nokkrum óstöðugum yfirborðum sem munu ögra jafnvægi og vöðva í fótum.
Einnig er hægt að æfa sig í að tína upp hluti af jörðinni með fótunum, þrýsta vatni úr svampi með því að krulla tærnar, ganga utan á fótunum með krullaðar tær eða skrifa eða teikna á blað með blýanti sem settur er á milli stórutáar og annarrar táar.
Innlegg fyrir ilsig
Við „hreyfanlegt“ ilsig ætti að íhuga innlegg sem sér um að leiðrétta stöðu hælbeinsins. Auk þess ætti innleggið að vera þannig lagað að fóturinn neyðist til að búa til boga í ilinni, sem leiðir til þess að fóturinn haldist í betri stöðu. Þessi tegund af innleggi er einnig hægt að nota sem meðferð gegn „stífu“ ilsigi á sínum fyrstu stigum. Ef stíft ilsig uppgötvast fyrst síðar meir þarf oft sérframleitt stuðningsinnlegg eða sérsmíðaða skó.
Meðhöndlun á ilsigi
Almennt er ilsig ekki meðhöndlað nema það valdi einkennum.
Sumt fólk er með ilsig alla ævi án þess að það valdi truflunum. Ef hins vegar ilsigið er að valda einkennum eru mismunandi meðhöndlunarvalkostir.
Gott er að byrja á að finna skófatnað með góðum stuðningi við ilbogan, sem getur hjálpað í sumum tilfellum.
Einnig eru til greinar, eins og áður hefur komið fram, um þjálfun í tengslum við ilsig þar sem bent er á að sambland af þjálfun, leiðsögn og réttum skófatnaði geti dregið úr verkjum. Þessar greinar koma með nokkur dæmi um æfingar sem hægt er að framkvæma í tengslum við ilsig.
Sem osteópatar skoðum við öll kerfi líkamans og komumst að því hver er orsök þeirra einkenna sem sjúklingurinn upplifir.
Því getur osteópatíu meðhöndlun á ilsigi verið mjög breytileg og hún verður rædd frekar neðar á þessari síðu.
Ilsig og aðgerð
Í öllum tilfellum verður ráðlagt að prófa íhaldssama meðferð áður en aðgerð á ilsigi fer fram vegna áhættu eins og sýkingum, gróunarerfiðleikum og/eða skyntruflunum. Aðgerðin á að vera aðlöguð að aðstæðum sjúklings, en aðgerðin sjálf getur falið í sér nokkrar undiraðgerðir eins og m.a.:
- Framlenging á sinum
- Leiðréttingar á staðsetningu beina
- Aðgerð sem gerir liði stífari
Heimild: Aleris-Hamlet.dk
Osteópatísk meðferð á ilsigi
Osteópatía tekur heildræna sýn á kvillan og reynir að finna orsakasamhengi sem getur skipt máli fyrir þróun ilsigs.
Osteópatía meðhöndlar til dæmis meltingar- og líffærakerfin þannig að efnaskiptin virki betur, ýtir undir blóðflæði niður í fótinn til að stuðla að lækningu og hámarkar virkni taugakerfisins þannig að spenna í vöðvum og bandvef minnkar.
Auk þess vinnur osteópatía í stoðvandamálum í mjóbaki, mjaðmagrind, mjöðmum, hnjám og í fætinum sjálfum ef það á við. Sem osteópatar munum við einnig ráðleggja hvað hægt er að gera sjálfur til að vinna á kvillanum. Þetta geta m.a. verið ráðleggingar um æfingar, mataræði, streitustig, svefn o.fl. sem getur líka haft áhrif á ilsigið.
Stuðningur við ilboga
Góð viðbót við þjálfun á vöðva iljarinnar, til að búa til bogann sem vantar, er stuðningur við ilbogann. Það eru mismunandi leiðir til að ná þessum stuðningi, annað hvort með skóm eða með auka innleggi með sömu áhrifum.
Rannsóknir hafa sýnt að bestu áhrifin nást með blöndu af bæði þjálfun og innleggjum.
Auka stuðningur getur verið kostur við virkni í lengri tíma þegar ilbogavöðvarnir hafa ekki enn náð nægum styrk eða þoli til að forðast eymsli og þreytu undir fætinum.
Æfingar fyrir ilsig
Ákjósanlegast væri að dreifa þyngdinni á ilinni næstum jafnt á milli þriggja punkta. Einn á hæl og tveir á framrist, rétt fyrir neðan litlu og stóru tá. Einstaklingar með ilsig eru yfirleitt með mestan þyngdarburðinn á innanverðan fótinn. Aðaláherslan í þjálfun ilsigs er að þjálfa þá vöðva sem geta hjálpað til við að lyfta boganum undir fætinum, laga þannig ilbogann og dreifa þyngdinni á fætinum betur.