Við meðhöndlum

Legslímuflakk (endómetríósu)

Meira um legslímuflakk / endómetríósu hér.

Hvað er legslímuflakk / endómetríósa?

Legslímuflakk eða endómetríósa er langvarandi bólgusjúkdómur sem hefur áhrif á konur fyrst og fremst á æxlunaraldri. Legslímuflakk á sér stað þegar vefur af sömu gerð og legslímhúð vex utan legsins. Þessi vefur getur vaxið í líffærum í grindarholinu eins og í eggjastokkum, eggjaleiðurum, ytra yfirborði legsins og þvagblöðru, en einnig í þörmum eða annars staðar í kviðarholi. Í mjög sjaldgæfum tilfellum getur legslímuflakk fundist annars staðar í líkamanum.

 

Verkir neðarlega í kvið? Bókaðu tíma í dag

Ivar Dagsson
Ivar Dagsson

Meðstofnandi, forstjóri Osteonordic, löggiltur osteópati og sjúkraþjálfari.

Flýtileið [Vis]

    Hvað gerist í líkamanum við legslímuflakk?

    Í tíðahringnum verður legslímuvefurinn þykkari inni í leginu en líkaminn losar hann svo aftur frá ef þungun á sér ekki stað, sem leiðir til tíða (blæðingar). Lestu meira um tíðaverki hér. Blæðingin kemur frá legi og út um leggöngin en rannsóknir benda til þess að hluti af tíðablæðingunum fari í gegnum eggjaleiðara og inn í kviðarholið í stað þess að renna niður í leggöngin. Hér getur vefurinn fests við önnur líffæri í grindarholinu, þarma eða kvið og þar með vaxið utan legsins.

    Aðrar rannsóknir benda til þess að legslímuflakk geti einnig stafað af truflun í ónæmiskerfinu, erfðaþáttum eða umhverfisáhrifum innan legsins.

    Legslímuflakk verkir – einkenni, ástæður endómetríósu

    Einkenni og verkir legsímuflakks / endómetríósu

    • Grindarverkir: Algengasta einkennið eru langvarandi grindarverkir, oft tengdir tíðum, en geta komið fram hvenær sem er. Lestu meira um grindarverki hér.
    • Bakverkir: líka mjög algengt einkenni. Lestu meira um bakverki hér.
    • Sársaukafullar tíðir: Miklir tíðaverkir geta verið einkenni legslímuflakks.
    • Miklar tíðablæðingar: Sumar konur með legslímuvillu upplifa miklar tíðablæðingar.
    • Verkur við samfarir: Konur með legslímuflakk geta fundið fyrir verkjum við eða eftir samfarir.
    • Hægðavandamál: Legslímuflakk getur valdið hægðavandamálum og blæðingum frá endaþarmi.
    • Vandamál við þvaglát: Legslímuflakk getur valdið sársauka við að tæma þvagblöðru og/eða tíð þvaglát.
    • Ófrjósemi: Orsök ófrjósemis í legslímuflakki er ekki þekkt, en hugsanleg skýring gæti verið sú að legslímuflakk getur haft áhrif á frjósemi með því að stífla eða skemma vef inn í eða í kringum eggjaleiðara vegna aukinnar örvefsmyndunar.
    • Þungi í kvið: Konur með legslímuflakk upplifa oft þyngsli í kvið. Þetta getur verið vegna þess að legslímuflakk veldur bólguviðbrögðum í grindarholinu. Það getur líka verið vegna blöðrumyndunar og örvefsmyndunar sem getur dregið úr teygjanleika vefsins.
    • Aukin almenn þreyta: Endómetríósa getur haft mismunandi áhrif á líkamann. Langvarandi sársauki og önnur einkenni sem tengjast ástandinu geta leitt til þreytu. Aukin þreyta getur einnig stafað af járnskorti þar sem konur með legslímuflakk blæða oft mikið á tíðum.

    Heimild: Sundhed.dk

    Legslímuflakk – Endómetríósa

    Greiningarferlið 

    Greining felur venjulega í sér blöndu af sjúkrasögu, líkamsskoðun og ómskoðun og/eða kviðsjárskoðun.

    Hvernig er legslímuflakk meðhöndlað? 

    Meðhöndlunarmöguleikar við legslímuflakk geta falið í sér verkjameðferð með verkjalyfjum, hormónauppbótarmeðferð og/eða skurðaðgerð. Meðferðin beinist að því að lina einkennin, draga úr verkjum, bæta lífsgæði sjúklingsins og meðhöndla hvers kyns frjósemisvandamál. Val á meðferð fer eftir alvarleika einkenna, frjósemisóskum og öðrum óskum sjúklingsins.

    Meira um hvernig tíðarverkir eru meðhöndlaðir hér.

    Er hægt að lækna legslímuflakk / endómetríósu?

    Legslímuflakk er króniskt ástand og engin þekkt lækning er til. Meðferð beinist yfirleitt að því að lina einkenni, draga úr verkjum og bæta lífsgæði þeirra sem lifa með sjúkdómnum.

    Þrátt fyrir að engin lækning sé til við legslímuflakki, tekst mörgum konum að meðhöndla einkenni sín og bæta lífsgæði sín með blöndu af meðferðum.

    Er legslímuflakk hættulegt?

    Legslímuflakk í sjálfu sér er ekki talið hættulegt en það getur valdið verkjum og fylgikvillum sem hafa áhrif á lífsgæði.

    Mikilvægt er að taka fram að legslímuflakk er ekki krabbamein heldur góðkynja ástand þar sem vefur sem venjulega er til staðar inni í leginu vex utan legsins.

    Þennan vef er að finna í eggjastokkum, þörmum, þvagblöðru eða öðrum svæðum í mjaðmagrindinni

    Heimild: Endo.dk

    Getur legslímuflakk valdið sársauka á svæðum utan legs?

    Já, legslímuflakk getur valdið sársauka og óþægindum á svæðum utan legsins. Þó legslímuflakk feli í sér vöxt legvefs utan legsins, kemur það ekki alltaf fram sem sársauki eingöngu í leginu. Önnur svæði þar sem legslímuflakk getur valdið sársauka eru:

    Eggjastokkar: Legslímuflakk getur haft áhrif á eggjastokka og valdið sársauka á þessu svæði.

    Mjaðmagrind, þarmar og þvagblaðra: Sársauki og óþægindi geta breiðst út um grindarholssvæðið og haft áhrif á þarma, þvagblöðru og önnur nærliggjandi líffæri.

    Bak og neðarlega í kvið: Legslímuflakk getur valdið verkjum í baki og neðarlega í kvið og þetta getur verið útbreiddara en verkur sem einskorðast við legið.

    Grindarbotnsvöðvar: Sumar konur með legslímuflakk geta fundið fyrir verkjum í grindarbotnsvöðvum.

    Í fótleggjum: Verkir í fótleggjum eru ekki klassískt einkenni en geta komið fram vegna áhrifa frá legslímuvef og taugakerfi. Þetta getur verið vegna þess að endómetríósuvefur getur vaxið og breiðst út á svæði sem eru nálægt taugum. Þetta getur leitt til ertingar eða sársauka sem getur leitt niður í fótlegg. Það getur líka verið vegna bólgu sem myndast vegna legslímuflakks í íkamanum. Þessi bólga getur svo hugsanlega haft áhrif á nærliggjandi taugar eða vef.

    Góð æfing fyrir verkjum frá endómetríósu og einkenni frá legslímuflakki

    Getnaðarvarnir og legslímuflakk / endómetríósa

    Margar konur með legslímuflakk nota getnaðarvarnir sem hluta af meðferðinni sinni. Getnaðarvarnir eins og getnaðarvarnartöflur (pillan), hormónalykkja, stafur, hringur eða sprautur geta verið hluti af meðferð fyrir konur með legslímuflakk. Þessar getnaðarvarnir eru gefnar til að stjórna einkennum og bæta lífsgæði. Þessar aðferðir geta haft nokkra hugsanlega kosti:

    1. Stjórnar tíðahringnum: Hormónagetnaðarvarnir geta hjálpað til við að stjórna tíðahringnum, sem getur hjálpað til við að draga úr sársauka og öðrum einkennum sem tengjast legslímuflakki.
    2. Dregur úr blæðingum: Getnaðarvarnirnar geta dregið úr magni tíðablóðs og þar með dregið úr hættu á lágu járnmagni í blóði, sem sumar konur með legslímuflakk geta fundið fyrir vegna aukinna blæðinga.
    3. Koma í veg fyrir eggjamyndunar í eggjastokkum: Þetta getur haft jákvæð áhrif á legslímuflakk, sérstaklega ef legvefurinn bregst við hormónaáhrifum.

    Heimild: National Library of Medicine

    Tíðahvörf og legslímuflakk

    Tíðahvörf er það stig í lífi konu þegar tíðahringurinn hættir varanlega. Tíðahvörf eiga sér stað venjulega á aldrinum 50-55 ára, en getur verið mismunandi eftir konum.

    Legslímuflakk er venjulega ástand sem hefur áhrif á konur á æxlunaraldri þar sem það tengist vexti legvefs utan legsins. Tíðahvörf geta því hjá sumum konum haft jákvæð áhrif á legslímuflakk þar sem hormónabreytingar sem fylgja tíðahvörfum geta dregið úr einkennum og linað verki.

    Við tíðahvörf lækkar magn estrógens, sem getur dregið úr vexti legslímuvefs. Þetta getur leitt til þess að einkenni eins og sársauki og blæðingar sem venjulega tengjast legslímuflakk minnka eða hætta að fullu.

    Þyngd og legslímuflakk

    Ofþyngd og legslímuflakk

    Ofþyngd getur haft áhrif á hættuna á að fá legslímuflakk en tengslin eru flókin og enn er skortur á rannsóknum á þessu sviði. Nokkrar rannsóknir hafa kannað tengslin milli hás líkamsþyngdarstuðuls (BMI) og hættu á legslímuflakk með misjöfnum niðurstöðum.

    Sumar rannsóknir hafa komist að þeirri niðurstöðu að konur með hærra BMI gætu verið í aukinni hættu á að fá legslímuflakk, þar sem ofþyngd getur haft áhrif á hormónamagnið í líkamanum. Þetta á  sérstaklega við um estrógen sem getur hugsanlega haft áhrif á þróun endómetríosuvefs. Hins vegar er mikilvægt að undirstrika að ofþyngd er ekki eini þátturinn sem hefur áhrif á hættuna á legslímuflakki.

    Undirþyngd og legslímuflakk

    Undirþyngd gæti líka haft áhrif á hættuna á að fá legslímuflakk, þó að hér sé enn meiri skortur á rannsóknum en við ofþyngd. Rannsóknir benda til þess að konur með lágt BMI geti verið í aukinni hættu á að fá legslímuflakk. Að vera í undirþyngd getur haft áhrif á hormónaframleiðslu í líkamanum, sérstaklega magn estrógens, sem aftur getur haft áhrif á vefjavöxt og hugsanlega aukið hættuna á legslímuflakki. Að auki getur undirþyngd einnig tengst skertri virkni í ónæmiskerfinu sem getur haft áhrif á getu líkamans til að stjórna viðbrögðum í vefjunum.

    Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að legslímuflakk er flókið ástand og þróun sjúkdómsins tekur til greina nokkra þætti, þar á meðal erfðafræði, virkni í ónæmiskerfi og hormónaáhrif. Bæði ofþyngd og undirþyngd eru því aðeins hluti af hugsanlegum áhættuþáttum og þau geta tengst öðrum þáttum með flóknum hætti.

    Besta ráðið er því að viðhalda heilbrigðum lífsstíl, hreyfa sig reglulega og viðhalda hollu mataræði til að stuðla að góðri almennri heilsu.

    Hvernig getur osteópatía létt á einkennum legslímuflakks / endómetríósu?

    Osteópatía getur ekki læknað legslímuflakk, en hún getur nýst sem meðhöndlun án lyfja til að draga úr verkjum, bæta hreyfigetu og virkni í kringum mjaðmagrind og draga úr hugsanlegum fylgikvillum.

    Hér eru nokkur dæmi um hvernig osteópatía getur hjálpað til við legslímuflakk:

    • Verkjastilling: Osteópatísk tækni getur hjálpað til við að draga úr sársauka sem tengist legslímuflakk. Þetta geta verið mildar aðferðir og teygjuæfingar til að slaka á vöðvum og létta spennu í grindarholi. Meðferðir geta einnig miðast að því að lina sársauka á tilteknum svæðum þar sem legslímuvefur er til staðar eða veldur mestum óþægindum.
    • Bæta grindarholsvirkni: Osteópatar geta unnið að því að bæta hreyfigetu og virkni grindarholsins og tengdra svæða með það að markmiði að lina sársauka og bæta hreyfingu á svæðinu.
    • Streitustjórnun: Endómetríósa getur valdið aukinni streitu og kvíða. Osteópatar geta hjálpað til við að draga úr streitustigi með því að vinna með taugakerfið. Þetta er gert m.a. með því að nota slökunartækni og róandi æfingar, svo sem craniosacral meðferð og/eða öndunaræfingar, sem geta hjálpað til við að bæta almenna geðheilsu og vellíðan.
    • Tillögur að lífsstílsbreytingum: Osteópatar geta ráðlagt um mataræði, hreyfingu og lífsstílsbreytingar sem geta hjálpað til við að draga úr einkennum og bæta lífsgæði kvenna með legslímuflakk.

    Hægt er að hafa samband við okkur hér fyrir frekari upplýsingar um hvernig við getum aðstoðað.

    Okkar nálgun í meðhöndlun á endómetríósu

    Fyrir okkur sem meðferðaraðilar er mikilvægt að skapa öruggt umhverfi þar sem kvensjúkdómar eins og legslímuflakk eru oft mjög viðkvæmt málefni og tabú. Því mun góður tími fara í að útfæra ítarlega skoðun svo meðferðaraðilinn geti safnað eins miklum upplýsingum og mögulegt er til frekari meðferðar.

    Mikilvægt er að ítreka að osteópatíumeðferðir ættu að vera hluti af heildstæðri meðferðaráætlun sem unnin er í samráði við kvensjúkdómalækni eða heimilislækni.

    Ef þetta hljómar eins og eitthvað sem þú hefur áhuga á, þá ert þú meira en velkomin til að kíkja við á stöð hjá okkur. Við hlökkum til að hitta þig og aðstoða við verkjavandann.

    Legslímuflakk – Endómetríósa

    Algengir tengdir kvillar

    Fannst þú ekki það sem að þú varst að leita að?
    Legslímuflakk – Endómetríósa

    Hafðu samband við okkur í dag

    Við erum alltaf tilbúin að hjálpa. Ef þú hefur einhverjar spurningar um Osteonordic, hvenær og hvar við opnum eða eitthvað allt annað – ekki hika við að hafa samband við okkur.