Við meðhöndlum
Tíðaverki
Hægt er að læra meira um tíðaverki á þessari undirsíðu
Hvað eru tíðaverkir (e. dysmenorrhea)?
Allt að 50-90% allra kvenna hafa upplifað tíðaverki og fyrirtíðaspennu. Fyrir marga eru þetta þyngsli eða krampatilfinning í kviðnum, sem er eðlilegt meðan á tíðum stendur. Þessar tilfinningar eru tilkomnar vegna efnis sem kallast prostaglandín, sem miðar að því að mynda samdrætti í legi meðan á blæðingum stendur.
Flýtileið [Vis]
Tíðaverkir – aðstoð, góð ráð, einkenni, orsakir og ástæður
Undirhópar tíðaverkja
Talið er að 25% allra kvenna í Danmörku þjáist af miklum sársauka í kringum blæðingar í tíðahringum. Auk þess hafa rannsóknir sýnt að allt að 10% ungra kvenna þurfa að skrá sig veikar úr skóla eða vinnu einn eða fleiri daga í mánuði.
Einkenni eru oft óþægindi í neðri hluta kviðar, bakverkir og grindarverkir sem leiða niður að læri. Einnig geta komið fram kröftugar blæðingar, blettablæðingar, meltingarvandamál, ógleði, höfuðverkur, niðurgangur eða hiti og roði í andliti.
Hægt er að skipta tíðaverki upp í tvo undirhópa:
- Fyrsta stigs verki
- Annars stigs verki
Fyrsta stigs verkir
Fyrsta stigs verkir eru skilgreindir sem miklir tíðaverkir án sjúkdómstengdra orsaka og stafar þess vegna af auknu magni prostaglandíns. Eins og fyrr hefur verið nefnt stafa einkenni af legsamdráttum og þar af leiðandi takmörkuðu blóðflæðið með staðbundnum súrefnisskorti og auknum sársaukaboðum í kjölfarið.
Fyrsta stigs verkir koma fram við kynþroska, þar sem verkurinn byrjar yfirleitt nokkrum klukkustundum fyrir eða samhliða tíðablæðingum og varir í einn til tvo daga.
Þættir sem stuðla að fyrsta stigs verkjum:
- Bráðþroski
- Engar fyrri meðgöngur
- Miklar og langvarandi tíðablæðingar
- Reykingar
- BMI yfir 20
- Sálfræðilegir þættir eins og áföll, þunglyndi og kvíði
- Breytingar í félagslífi/stuðningsneti
Heimild: journals.lww.com
Annars stigs tíðaverkir
Annars stigs tíðaverkir eru skilgreindir sem miklir tíðaverkir sem koma eftir lengra tímabili með eðlilegum tíðaverkjum og hefur oftast áhrif á konur milli 30 og 40 ára. Þessir verkir eru frábrugðnir fyrsta stigs verkjum með þeim hætti að hafa aðra orsök.
Orsök gæti meðal annars verið:
- Lykkja sem ertir slímhúð legsins
- Legslímuflakk (endómetríósa)
- Örvefur frá fyrri aðgerð eða vegna annars sjúkdóms
- Vöðvahnútar
- Önnur vandmál eins og hormónaójafnvægi, portháþrýstingur (aukinn þrýstingur í bláæðakerfinu) og streita.
- Grindarverkir
- Bakverkir
Heimild: my.clevelandclinic.org
Meðhöndlun á tíðaverkjum
Osteópatía: Með heildrænni skoðun eru einkenni og mögulegar orsakir tíðaverkjanna rannsakaðar. Þetta leiðir til markvissrar meðferðar á taugakerfi, öndunarkerfi, blóðrásarkerfi, innkirtlakerfi, meltingakerfi og stoðkerfi þar sem tekið er á kvillum og streituþáttum.
Rannsóknir hafa sýnt að osteópatía er áhrifarík leið þegar kemur að verkjastillingu og auknum lífsgæðum fyrir konur sem upplifa reglulega tíðaverki.
Heimild: ijmrhs.com
Hvað er hægt að gera strax í dag?
- Draga úr koffínneyslu
- Forðast reykingar
- Forðast áfengi