Við meðhöndlum
Hálssveig (Torticollis)
Meira um hálssveig og meðhöndlun á honum
Hvað er Hálssveigur?
Hálssveigur er hugtak yfir ranga stöðu á höfði hjá börnum sem stafar af vöðvaspennu/styttingu á annarri hlið hálsins. Vöðvinn sem veldur röngu stöðunni á höfðinu er kallaður sternocleidomastoideus og hann stjórnar því hvernig höfuðið sveigir annað hvort til hægri eða vinstri eftir því hvoru megin vöðvinn er styttri/spenntari.
Til dæmis mun hægra eyrað leggjast að hægri öxlinni á meðan barnið lítur til vinstri. Barnið mun virðast hafa uppáhaldshlið til að halla höfðinu að, hvort sem það er hægri eða vinstri hliðin og hallar yfirleitt ekki höfðinu í hina áttina.
Tegundir af heilssveig
Hálssveigur hefur áhrif á u.þ.b. 0,5% allra nýfæddra barna, með mjög mismunandi orsakir (Heimild: Region Midtjylland).
Þegar á heildina er litið eru til tvær megingerðir af hálssveig; meðfæddur og áunninn og fjallað er nánar um báðar hér að neðan.
Meðfæddur hálssveigur (congenital muscular torticollis CMT)
Þegar um meðfæddan hálssveig er að ræða kemur sveigjanleiki hálsins fram við fæðingu eða strax á eftir. Þetta er oft vegna erfiðrar fæðingar sem getur dregist í langan tíma eða þar sem annað hvort höfuð eða axlir barnsins hafa fests í fæðingargöngunum og ekki tekist að ýta því út án hjálpar. Við þessar aðstæður getur verið þörf á að nota t.d. sogklukku til að koma barninu í heiminn.
Í því ferli getur orðið of mikið tog og jafnvel rof á vöðvavef í hálsi barnsins. Þetta getur gerst við óvenjulega stellingu á höfði barnsins sem getur leitt til smá blæðingu eða bólgu í sternocleidmastoideus vöðvanum. Hægt er að sjá og finna fyrir þessu sem lítill hnúður í vöðvanum. Hann minnkar smám saman en getur skilið eftir sig örvef í vöðvanum sem getur orðið þéttur og stífur.
Önnur orsök meðfædds hálssveigs er staða barnsins inni í móðurkviði. Það getur t.d. verið að barnið hafi legið í sömu stöðu í móðurkviði í langan tíma, og þrýstingur hefur verið á höfði og hálsi. Það er aukin tíðni á hálssveig ef barnið liggur með afturendann niður, kölluð sitjandi staða(Heimild: Region Syddanmark).
Að lokum geta börn verið með erfðafræðilega tilhneigingu til að þróa með sér meðfæddan hálssveig ef foreldrarnir höfðu hann sem barn.
Börn með meðfæddan hálssveig eiga sér oft uppáhaldshlið þar sem höfuð barnsins hallar í átt að þeirri öxl en á sama tíma snýr höfðinu svo það horfir í hina áttina. Það verður takmörkuð sjálfráð og ósjálfráð hreyfing á höfðinu og barnið getur vanalega ekki snúið höfðinu að hinni hliðinni.
Áunninn hálssveigur (postural torticollis)
Orsakir áunna hálssveiga eru þær sömu og fyrir meðfædda hálssveiga.
Áunninn hálssveigur getur komið fram strax eftir fæðingu og allt að nokkrum vikum eftir fæðingu.
Klínískt líkist það meðfæddum hálssveig en er minna áberandi. Hér verður engin bólga/blæðing í sternocleidomastoideus vöðvanum heldur verður aukin spenna í vöðvanum.
Áunninn hálssveigur veldur sömu röngu stöðunni á hálsi og höfði en barnið mun einnig geta snúið höfðinu á virkan hátt að óspenntu hliðinni að takmörkuðu leyti. Hliðin sem barnið hallar sér að má lýsa sem uppáhaldshlið höfuðsins.
Ef foreldrar eru ekki meðvitaðir um upphaf myndunar á uppáhaldshlið getur flatur/skakkur hnakkur, einnig kallað plagiocephaly, þróast á stuttum tíma. Þetta gerist þegar barnið liggur á bakinu og liggur þá með höfuðið aðallega að annarri hliðinni, t.d. til hægri og þá verður aukinn þrýstingur á hægri hlið hnakksins.
Meira um þetta í myndbandinu hér að neðan.
Aðrar orsakir bráðs hálssveigs sem foreldrar ættu að vera sérstaklega meðvitaðir um:
- Skaði eftir t.d. slys eða fall
- Beinbrot sem gæti hafa átt sér stað í fæðingu
- Skert sjón eða heyrn
- Sýking, hiti og önnur veikindi
- Æxli/hnúður í hálsvöðva
- Þróun á skekkju í beinum
Í þeim tilfellum þar sem bráður sveigur á hálsi kemur fram ásamt einhverju af ofangreindu þarf að leita til læknis.
Einkenni hálssveigs
- Staða höfuðs þannig að eyrað hallar í átt að annarri öxl og höfuðið snýr að hinni hliðinni. Á sama tíma geta verið erfiðleikar við að snúa höfðinu frjálslega í báðar áttir.
- Bólga/hnúður/örvefur í vöðva á stærð við baun
- Minni hreyfigeta á hálsi
- Erfiðleikar við brjóstagjöf, mögulega einhliða
- Óþægindi og aukinn grátur hjá barni
- Viðkvæmni við snertingu á hálsi
- Misjöfn axlarhæð
- FHnakkur virðist vera flatur eða skakkur (plagiocephaly)
- Líkami barnsins virðist vera c-laga/banana-laga
Efins um hvað er að valda einkennunum í þínu tilviki?
Hægt er að bóka ókeypis skimun hér.
Torticollis’ Áhrif hálssveigs á hreyfiþroska
Hálssveigur getur haft áhrif á sjón og jafnvægislíffæri. Augun eru stór þáttur í jafnvægisskynjun og vinna saman með jafnvægislíffærum (vestibular system) sem eru staðsett í eyrnagöngunum. Mikilvægt er að augun séu í láréttri stöðu svo heilinn geti búið til samhverfa mynd úr sjónskyninu . Ef svo er ekki verður myndin skökk sem búin er til og gerir þannig jafnvægisskyninu erfitt fyrir.
Auk þess hafa jafnvægislíffærin áhrif á stöðuviðbragðið (postural reflex) sem hefur svo áhrif á líkamsstöðuna.
Ef hálssveigur barns er ekki læknaður og/eða þjálfaður getur heilaþroski barnsins orðið ósamhverfur.
Þetta getur meðal annars lýst sér þannig að barnið skynjar aðeins helminginn af umhverfinu sínu og munu þá hreyfingar á útlimum annars hliðar og krosshreyfingar verða erfiðar.
Osteópatísk meðhöndlun á hálssveig
Osteópatísk meðferð ungabarna/barna byggist á skoðun á öllum líkamanum til að afhjúpa spennu og óþægindi sem geta komið fram annars staðar í líkama barnsins vegna sveigju í hálsi.
Við meðferð á ungabörnum og börnum er alltaf stefnt að því að nota milda tækni með slökun, teygjum og léttri hreyfingu vefja, til að tryggja frjálsari hreyfingu á hálsi og höfði.
Osteópatísk meðferð á hálssveig mun aðallega beinast að því að meðhöndla höfuðkúpu, háls og kragabein til að losa um spennu. Þetta er vegna þess að spennan er aðallega í sternocleidomastoideus vöðvanum í hálsinum og viðhengi hans og útskot liggja frá höfuðkúpunni fyrir aftan eyrað og að hálsbeini.
Að auki er gefin meðferð til að losa um 11. höfuðbeinataugina (n.accessorius) sem er taugaveita til sternocleidomastoideus og hefur það hlutverk að virkja vöðvaspennu. Taugin fer úr höfuðkúpunni frá sama opi og m.a. vagus taugin (10. höfuðbeinataugin).
Meðferðin miðar að því að minnka spennu frá bringu og hrygg sem er orsök þess að myndast getur c-form/bananaform á líkamanum.
Heimaþjálfun
Meðferðin mun einnig fela í sér heimaþjálfun með áherslu á að teygja á stuttum hálsvöðvum með hreyfingu og stöðuæfingum auk styrktarþjálfunar á veikum vöðvum. Markmið þessara æfinga er að ná fram samhverfri hreyfigetu. Mikilvægt er að foreldrar leggi sig fram við að styðja við samhverfar hreyfingar hjá barni og dragi úr spennu.
Auk þess má nefna að þolinmæðin spilar stórt hlutverk á meðan á meðferð og heimaþjálfun stendur þar sem hálssveigur getur verið langvarandi ástand.
Hvað getur einstaklingur sjálfur gert?
Hægt er að byrja á því að líta yfir innréttingar á heimilinu, til dæmis hvar skiptiborðið er staðsett í tengslum við birtu frá glugga og miðað við leikföng. Ekki hika við að breyta uppröðun svo útsýni frá uppáhaldshliðinni verði óáhugavert. Hægt er að gera þetta með því að færa húsgögn til eða setja upp pappakassa fyrir sólargeislum sem koma inn. Einnig er hægt að færa öll spennandi leikföng og alla áhugaverða liti frá uppáhaldshliðinni þannig að barnið verður hvatt til að horfa á „erfiðu“ hliðina.
Að auki má:
- Tala við barnið frá erfiðu hliðinni þar sem barnið mun vilja snúa höfðinu.
- Skipta oft úr liggjandi stöðu á maga yfir á hliðina.
- Lengja háls með því að leiða höfuð barnsins í átt að annarri öxlinni (til dæmis til hægri) . Hér má grípa varlega í hlið höfuðsins sem er öfugu megin við öxlina sem á að færa að (til dæmis vinstri hlið ef færa á að hægri öxl). Halda má hinni hendinni á öxl sömu hliðar (til dæmis vinstri öxl ef hin höndin er á vinstri hlið höfuðsins). Næst má varlega halla höfðinu og halda stöðunni í u.þ.b. 10 sekúndur.
Hægt er að samband við okkur hér til að komast að því hvernig við getum aðstoðað við að byrja með heimaþjálfun.